Sagnir - 01.06.2003, Side 38

Sagnir - 01.06.2003, Side 38
Ásgeir heilsar Balbo, hinir ítalimir em sennilega Altomare og Tomassi, stúlkan er tilbúin með blómvöndinn og Dóra stendur næst henni. hugfangnir með ferð yðar. ... Vjer fögnum því að þjer eruð komnir allir hjer heilu og höldnu. Þjer eruð góðir gestir. Það er langt og fafarið milli Italíu og Islands og þó hefur menning og viðskipti flogið milli þessara landa um margar aldir. En nú finst oss sem þjóðirnar færist enn nær hver annari. Koma yðar og annara ítala á þessu sumri tengir þjóðimar sterkari menningar- og viðskiftaböndum. ... Það er háttur smáþjóða að sýna gestrisni. Og það er ósk vor að sýna yður, meðan þér dveljið hjer, þá gestrisni, sem þjer verðskuldið og mest má vera. ... Jeg bið yður að rísa á fætur og lyfta glösum fyrir hans hátign konungi Italíu, hans hágöfgi signor Mussolini og hinni ítölsku þjóð. Því næst bið jeg yður að lyfta glösum fyrir hans hágöfgi Balbo ráðherra, sem hefir þegar unnið hjarta íslensku þjóðarinnar.37 Ræða forsætisráðherra fór fram á íslensku en innihald hennar hafði verið gert Balbo kunnugt áður. Meðan á borðhaldinu stóð flutti Balbo einnig ræðu og sagði meðal annars þetta: annað man hann eftir hópnum, nema það sem talað var um og hann las í blöðunum á þeim tíma enda stoppuðu þeir ekkert í Vestmannaeyjum. Hann man eftir því að hafa séð eitthvað af myndum í blöðunum og finnst eins og þeir hafi flestir verið í pokabuxum og skinnjökkum. Dvölin á Islandi Þann 6. júlí fór Balbo ásamt flugmönnunum Pellegrini og Largo í fýlgd tveggja Islendinga, Stefins Þorvarðssonar stjórnarráðsritara og Kristjáns Albertssonar rithöfundar auk nokkurra blaðamanna, austur fýrir fjall. Fyrst var farið að hvernum Grýtu og rétt eftir að þangað var komið gaus hann. Því næst var stoppað í Hveragerði og drukkið kaffi. Balbo spjallaði þar við samferðafólk sitt um flugið og var allur að hressast en hann hafði verið heldur þreyttur á leið austur fýrir. Utsýni var nú orðið gott yfir Suðurlandsundirlendið og vildi Balbo sjá meira af landinu, því var farið um Selfoss og Stokkseyri áður en haldið var aftur í bæinn. Upphaflega stóð til að aflir Italimir færu austur fýrir fjall en af ókunnum ástæðum kallaði Balbo menn sína á sinn fund rétt fýrir hádegi og sagði þeim fýrir verkum, voru þeir því ekki fleiri en þetta með í för.36 Klukkan níu um kvöldið var Balbo auk margra foringja úr liði hans, erlendum ræðismönnum, embættis- mönnum ríkis og bæjar ásamt erlendum og innlendum blaðamönnum, boðið til veislu hjá forsætisráðherra. Undir borðum flutti forsætisráðherra ræðu og var hún svohljóðandi: Yðar hágöfgi Balbo ráðherra og aðrir gestir! Vjer höfum beðið eftir yður ítalskir flugmenn með eftirvæntingu - Þegar þetta land var numið komu hjer flotar á sjónum. ... Feður vorir sigldu til Grænlands og Vínlands hins góða, sem fljótt gleymdist, en fannst þó aftur fyrir framtak og atorku landa yðar, Columbusar. Yðar floti er hinn fýrsti sem fer í loftinu sömu leið og forfeður vorir. Vjer sem búum hér miðs vegar milli Evrópu og Ameríku fýlgjumst Ég þakka hin vinsamlegu ummæli um mig og menn mína, og vona, að hin skamma dvöl okkar í hinu fagra landi yðar muni efla sambandið milli íslendinga og Itala. Fram að þessu hefir aðeins verið um verslunarsamband að ræða milli þessara þjóða, en ég vona að það leiði til þess að þær tengist traustum menningarböndum. Tilgangurinn með flugi voru er hvarvetna kunnur. ...vér förum friðarerinda, og ég vona að allar þjóðir skilji þennan göfuga tilgang. Fluglistin kemur þjóðunum í nánari kynni, treystir vináttuböndin milli þjóðanna og af því mun leiða, að komist verði hjá ógnarlegum styrjöldum. ... Heill sé þér konungi Islands og Danmerkur. Heill íslenskum stjórnvöldum og íslenskri þjóð.38 Að ræðunum loknum og eftir að skálað hafði verið nokkrum sinnum, hélt veislan áfram með skenmitiatriðum og þjóðlögum. Onnur hópferð var skipulögð þann 7. júlí en í hana fóru á annað hundrað manns og var lagt af stað klukkan 17:00 frá Hótel Borg og haldið í átt til Þingvalla. Margir Italanna höfðu myndavélar meðferðis og voru þær óspart nýttar. Fyrsta útsýnisstoppið var á barmi Almannagjár og var þaðan gengið niður að Lögbergi. A Lögbergi kallaði Balbo menn sína til sín og útskýrði fýrir þeirn í „fium vel völdum orðum hvílík helgi væri yfir þessum stað, hvemig Alþingi hefði verið háð í fomöld og Á meðan ítalimir voru á íslandi vom ávallt til taks fyrir þá bifreiðar fyrir utan Hótel Borg. I>etta breytti óneitanlega ásýnd borgarinnar og ekki laust við stórborgarbrag á litlu Reykjavík þessa tíma. 36 SAGNIR

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.