Sagnir - 01.06.2003, Síða 47

Sagnir - 01.06.2003, Síða 47
ÁRNI MAGNÚSSON OG KRISTINRÉTTUR ÁRNA ÞORLÁKSSONAR og honum sjálfum við AM 132 4to, sem varðveitir Jónsbók, réttarbætur og kristinrétt Áma Þorlákssonar (bl. 55-70) frá miðri 15. öld.14 Ámi segir meðal annars um 132 4to í minnisgrein: Hún er komin til mín úr Rosencrantzes Sterb- bue, til Rosencrantz frá Otto Friis. Utan á bandinu [sem nú er glatað] stendur: Hallgrímur Nikulásson anno 1576. Item á saurblaði framan við bókina að Hallgrímur Nikulásson hafi gefið bókina Einari Nikulássyni 1580. Bartholin hafði fyrmm þessa bók til láns frá Rosencrantz.15 í 182 b era lesbrigði úr 132 4to sett á spássíur. Þó hefir verið rækilega strikað yfir nokkur þeirra (sbr. bl. 2r, 26v, 27r, 33r, 36r, 37r, 37v) svo að ekki hefir átt að leika vafi á því hvað væri rétt tekið upp og hvað ekki. Auk þess hefir Árni sjálfur borið 182 b að einhveiju leyti saman við Skarðsbók Jónsbókarí AM 350 fol. því á bl. 40v segir: „Þefse Cap: ftendr i Skards Membrana abfolute og a hvefgi vid“ og við einn kafla í 4to handriti í eigu Háskólabókasafnsins í Kaupmannahöfn; Árni skrifar enda á bl. 38r: „collatum cum Membr. in 4to Biblioth. Acad. Hafn. in capfa Cypr. op. 9 Cod. LL. Gulath. puta verbotenus, no« vero qvoad literaturam“.16 Hönd Árna er á lesbrigðunum við þennan kapítula (38r-39r). Af orðum Árna Magnússonar hér að ofan má dæma að 182 b hefir verið skrifað upp eftir 354 fol. áður en hann eignast handritið. Hér er það aðeins nefnt „membrana Templi Scalholtini" en eftir að Ámi eignast þetta handrit árið 1699 ffá Jóni Vídalín biskupi kallar hann það Skálholtsbók yngri.17 Lesbrigði era einnig tekin úr 132 4to áður en bókin komst í eigu Áma; hana eignaðist hann á uppboði eftir Jens Rosenkrantz etatsráð árið 1702, sem lést árið 1695.18 Fyrirsögn á bl. lv í 182 b er: „Hier hefur upp kristinn[a] laga Rett“. Kristinrétturinn er í alls 39 kapítulum í handritinu og er hver kafli tölumerktur með rauðu ritblýi ýmist á spássíu eða í auða línu á kapítulaskilum; hann hefst á ákvæðum um bamsskím og lýkur á kapítula um dómsvald kirkjunnar.19 ♦ ♦ í kristinréttarhugleiðingum ♦ ♦ Það er ffeistandi að tengja uppskriftirnar í 182 a og 182 b við latneska þýðingu sem Ámi Magnússon gerði á kristinrétti Áma biskups Þorlákssonar á áranum 1686-1689 og varðveitt er í Don. var. lfol. Barth. F. Þýðingin kom út í fyrsta bindi Annales ecclesiæ Danicœ diplomatici árið 1741.20 Hér er kristinrétturinn í 35 kapítulum og Ámi fylgir Skálholtsbók eldrí í AM 351 fol. „quite closely, but it is clear that he used other manuscripts of the Árni Þorláksson's ecclesiastical law too.“21 Ámi starfaði fyrir Thomas Bartholin antiquarius regis á ámnum 1684-1690 og aðstoðaði hann meðal annars við að skrifa upp texta og safna heimildum í fyrirhugað rit um forna menningu danska ríkisins sem Barthobn hafði í smíðum.22 Árið 1684 fékk Bartholin nokkur handrit að láni hjá Þórði Þorlákssyni Skálholtsbiskupi og hefir 351 fol. líkast til verið eitt þeirra.23 Ámi var á íslandi 1685-1686 og dvaldi meðal annars í Skálholti um veturinn.24 Það er því hugsanlegt að Ami hafi þá fengið 354 fol. að láni með sér til Kaupmannahafnar, látið skrifa það upp eftir að hann ræður fyrstu íslensku námsmennina í vinnu fyrir sig sem skrifara 1691-1692 og borið saman við 132 4to áður en 354 fol. var skilað aftur til íslands.25 Minnisgreinar Áma í AM 435 a-b 4to styðja þetta. Þar er meðal annars listi sem Árni hefir sent Jóni Vídalín biskupi árið 1699 yfir handrit í Skálholti og meðal þeirra era Skálholtsbækurnar báðar, þá aðeins nefndar lögbækur íslenskar. Þessi handrit og fleiri hefir Ámi fengið send að gjöf með haustskipi sama ár og kallar eftir það Skálholtsbók eldri (351 fol.) og Skálholtsbók yngri (354 fol.). Áður nefnir Árni þau „membrana Templi Scalholtini” eða „Templi Scalholtini codice membraneo".26 Til frekara vitnis um að Ámi Magnússon hafi velt kristinrétti Árna biskups fyrir sér á þessum tíma má nefna að einmitt á þessum áram (1691-1694) vann hann meðal annars að rannsóknum á kristnitökunni í Noregi og þróun kirkjuréttar. Árangurinn birtist í tveimur fyrirlestram sem hann hélt á Borchs kollegíinu 13. desember 1692 og 14. desember 1693. Bæði erindin (,,disputationes“) vora varðveitt á bókasafninu í byggingunni en urðu eldi að bráð 21. október 1728.27 Eins og kemur fram í minnisgrein Áma hafði Bartholin fyrram 132 4to „til láns frá Rosencrantz“ og gæti Árni því hafa komist fyrst í kynni við handritið einhvern tíma á því tímabili er hann var í þjónustu BarthoHns. Varla hefir þó uppskriftin í 182 b verið gerð fyrir 1691 og samlesturinn við 132 4to því gerður eftir andlát Bartholins í nóvember 1690. Ámi annaðist sjálfur uppboð á gríðarstóra bókasafni hans í júní 169128 og hefir því verið í hans verkahring að skila aftur þeim bókum sem BarthoHn hafði í láni. Kann því vel að vera að Árni hafi ekki skilað 132 4to aftur fyrr en búið var að skrifa upp kristinrétt í 182 b einhvem tíma á tímabiHnu wl'mrrutEu ftUuTfhi m mrftmufogn ftaa Mftmo í m ItelM mi»im qaur m; Wmu (?U ftélgan iVir • þnm o w é’ famtemoí Brliufl r"oft>í'el0' wOtíwO" flnutni yVe ? ptn ggu tmor anotbor «nTO?ft.qltoSU^ZiTuMKlUÍÍ’a,lea-B” f * jm IF& Búu uÍÍtm laúj J ^ wT ^6Rnwn8>o 15*ntaíimMahe ctJftmnn"rff Pfr®'M"*flus tttiDmegiinré' — hu Vpptp’terBt Úr AM 132 4to (bls. 111). SAGNIR 45
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.