Sagnir - 01.06.2003, Side 52

Sagnir - 01.06.2003, Side 52
frásögn hans af leit, sem er oft eins og ferð án fyrirheits, en jafnframt leit að fyrirheitum, merkingu og tilgangi. „Persónurnar eru oftast nafnlausar, og það er tíðum erfitt að greina á milli þeirra, auk þess sem þær eiga til að renna saman eða klofna sundur; iðulega er ógjörningur að henda reiður á hver segir frá, sjónarhomið rásar til á afar ruglingslegan hátt, tíminn er á tjá og tundri, litlir tilburðir em til að skapa sögufléttu og umhverfi sögunnar tekur næsta ólíkindalegum hamskiptum.”8 Þessar bækur Thors Vilhjálmssonar vöktu mikla athygli gagnrýnenda og bókmenntafólks en þóttu torskildar og náðu lítilli útbreiðslu meðal almennings. Sögur Svövu Jakobsdóttur einkennast hins vegar af því að hún nálgast módernismann á mjög meðvitaðan pólitískan hátt. I smásagnasafninu Veisla undir grjótvegg (1967) kemur nútímakonan loksins inn í íslenskar samtímabókmenntir þar sem Svava fjallar um arftekið hlutverk konunnar sem móður og húsfreyju í hinu nýja, steinsteypta borgarsamfélagi. Hún beitir gjarnan sálfræðilegum lýsingum og glatað frelsi er áberandi viðfangsefni í sögunum. Ofrelsið er ekki síst fólgið í því að fólk er á valdi eigin krafna til lífsins, lífshátta sem ógna tilveru þess og hóta að gera það að hlut meðal hluta. Leigjandinn (1970) er sennilega þekktasta skáldsaga Svövu Jakobsdóttur. Sagan segir frá ungum hjónum í Reykjavík sem taka inn á sig tortryggilegan leigjanda. Frásögnin einskorðast við sjónarhom konunnar og gerist innan veggja heimilisins.9 Bókin er raunar á fleiri en einu plani því hún hefur líka verið lesin sem allegóría um vem bandaríska hersins hérlendis þar sem hjónin em þá fulltrúar íslensku þjóðarinnar en leigjandinn í hlutverki hersins. Leigjandanum hefur raunar verið gefin hápólitísk merking á fleiri en einn veg og hún talin búa yfir ádeilu á stöðu kvenna innan fjölskyldunnar, stöðu fjölskyldunnar í kapítalísku þjóðfélagi og stöðu Islands gagnvart umheiminum. Sagt hefúr verið að í bókum Svövu Jakobsdóttur sé kúgun venjulegra íslenskra kvenna tekin til beinnar umræðu í fyrsta skipti í sögu íslenskra bókmennta og einmitt þess vegna hafi hún þurft að beita nýjum frásagnaraðferðum til að kveða sér hljóðs innan hefðbundinnar karllegrar bókmenntahefðar. Enda hafa sögur hennar verið skilgreindar sem einhver bitrustu vopn er íslenskri kvennahreyfmgu hafi verið fengin í hendur.10 Með þeirri vinstrisinnuðu, hápólitísku afstöðu sem birtist í skrifum Svövu, bæði varðandi kvennapólitík og herstöðvarmálið, verður viðfangsefni hennar að mörgu leyti svipað því sem síðar varð hjá nýraunsæishöfundum áttunda áratugarins, þó að frásagnaraðferðin sé auðvitað allt önnur. Vart þarf að taka fram að auðvitað voru fleiri íslenskir rithöfundar að skrifa texta undir módemískum áhrifum. Má þar nefna höfunda eins og Jakobínu Sigurðardóttur, Þorstein frá Hamri og Steinar Siguijónsson. Tímabil hinna módernísku skáldsagna reyndist fremur stutt og endasleppt hérlendis. Upp úr 1970 hófst tími nýraunsæis í skáldsagnagerð. Ahriffornibyltingarinnar voru þó örugglega mun víðtækari en virst getur í fljótu bragði og opnuðu Ævar Kvaran, Sigríður Þorvaldsdóttir og Róbert Amfinnsson í hlutverkum sínum í Pijónastofunni Sólin sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu 1962. marga möguleika fýrir þá sem á eftir komu. Módernisminn hefur reyndar sjaldan notið almannahylli, jafnvel þó ýmsir áhrifamestu rithöfundar tuttugustu aldar teljist módemistar og ekki orðið að viðtekinni hefð.11 En formbyltingin skilaði sér líka í endurnýjuðum áhuga á hlutverki skáldsögunnar og benda má á að sagnagerð Guðbergs Bergssonar og Svövu Jakobsdóttur tók á félagslegum vemleika og vandamálum samtíðarinnar. Jafnvel gæti virst að hjá þeim séu aðferðir nýrrar raunsæisstefnu í mótun.12 Svo mikið er víst að tengsl módernisma og nýraunsæis em djúpstæðari en ólíkur frásagnarmáti þeirra gefur til kynna. I samanburði við þau hatrömmu átök sem urðu í kringum miðja öldina þegar nýjungar voru að ryðja sér til rúms í bókmenntum er ekki hægt að segja að miklar deilur hafi skapast um reykvískt leikhstarlíf þess tíma.13 Á meðan beðið var eftir formbyltingu skáldsögunnar (margir kepptust reyndar við að gefa út dánarvottorð hennar) beindist þó vaxandi áhugi að leikhúsinu. Jafnvel sjálfur Halldór Laxness kvaðst orðinn leiður á ritun skáldsagna og sagðist hafa snúið sér að leikritagerð. Leikrit hans, Strompleikurinn (1961) og Ptjónastofan Sólin (1962) hlutu reyndar frentur falegar viðtökur. Olafur Jónsson bókmenntafræðingur og gagnrýnandi taldi þau „þó tvímælalaust hið nýstárlegasta sem borið hefur við í íslenskri leikritun um ár og dag, gamanleikir þessir þar sem tveir heimar, sannur og loginn, blekkingar og vemleika, gangast á og endanlega eyða hvor öðrurn, kunna að reynast haldbetri leikhúsverk en nú mun almennt talið, ef upp vekjast leikhúsmenn til að leysa þá undan úreltri raunsæishefð í sviðsemingum.“14 A þessu rná skilja að 50 SAGNIR

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.