Sagnir - 01.06.2003, Side 70

Sagnir - 01.06.2003, Side 70
afleysinga og menn voru ekki vissir þá hvort ástæða væri til að ráða hana í meira en hálfs dags starf. I bytjun voru um 2.000 VISA greiðslukort í umferð en í desember árið 1983 varð sprenging. „Það bjóst enginn við þeim miklu látum og þeirri eftirspurn sem varð þegar fýrirtækið hóf starfsemi...[þ]að var eins og fólk teldi sig ekki geta haldið jól án þess að hafa VISA kortið. Við lögðum dag og nótt við að afgreiða umsóknir og gefa út kort og því starfi lauk ekki fyrr en á Þorláksmessu. Það var varla að maður áttaði sig á því að jólin væru að koma, svo mikið var vinnuálagið.“13 Fjöldi kreditkorta á íslandi 140000 120000 100000 80000 60000 40000 20000 0 I 1980 1983 1986 1989 1992 1995 1998 2001 Heimild: Viðtal Margréc Kjartansdóttir, lögfræðingur Europay, 3.maí 2002. Eurocard ■ VISA m rniff ♦ ♦ íslenski kreditkortamarkaðnrinn ♦ ♦ fullmótaður? Næsta skref sem stigið var í útgáfu korta á Islandi steig kortafyrirtækið Samkort föstudaginn 18. nóvember 1988. Samkort var í eigu Sambands íslenskra samvinnufélaga og samstarfsfélaga þess. Kortið var einungis ætlað fyrir innlendan markað og var gert ráð fyrir því að lánsviðskipti kaupfélaganna færðust að verulegu leyti yfir á þetta nýja kort.14 I desember 1990 keyptu Kreditkort hf. kortafyrirtækið Samkort hf. og voru fyrirtækin síðan sameinuð undir nafni Kreditkorta hf. Frá því að Samkort reyndi að koma inn á kortamarkaðinn hafa ekki verið gerðar neinar árangursríkar tilraunir til sjálfstæðrar kortaútgáfu. Alvarlegasta tilraunin sem gerð hefur verið, var þegar fyrirtækið Kort hf. tók til starfa í júní 1999. Þar tóku sig saman tuttugu fyrirtæki.15 Þau ætluðu sér að hefja útgáfu á smartkortum, sem eru greiðslukort með örgjörva og eiga að leysa segulröndina af hólmi. Stofhendur þessa nýja fyrirtækis töldu að markaður væri fyrir meiri kortanoktun þrátt fyrir sterka stöðu VISA og Europay.16 Ekkert hefur hins vegar bólað á kortunum. I Morgunblaðinu þann 30. janúar 2001 kemur ffam að samstarfsbanki Korta hf., hinn breski NatWest banki hafi verið keyptur af Royal Bank of Scotland og áhugi nýrra eigenda fyrir samstarfi reyndist ekki vera fyrir hendi.17 Erfitt er að geta sér til um ástæður þess að fleiri hafa ekki séð sér fært að reyna við kreditkortamarkaðinn. Ein ástæðan gæti verið sú að íslensku kortafyrirtækin eru í eigu bankakerfisins og því með gríðarlega sterka stöðu. Til þess að komast inn á kreditkortamarkaðinn þarf að hafa aðgang að fjármagni og fjársterkum bakhjörlum efdæmið á að ganga upp. Onnur ástæða gæti verið að gjaldskrá kortafyrirtækjanna gagnvart kaupmönnum er vel samkeppnishæf við það sem gengur í löndunum sem við berum okkur helst við. Þessi staðreynd gæti gert nýjum keppinautum þeirra erfitt fyrir þar sem alltaf þyrfti að borga einhver þjónustugjöld, veita korthöfum þjónustu og þjónusta þá seljendur sem tækju á móti kortum. Þar eru kortafyrirtækin sem fyrir eru búin að byggja upp kerfi sem tæki nýtt fyrirtæki tíma að byggja upp og bjóða sambærilegt verð og þjónustu. Þriðja ástæðan fyrir því að samvinnuverkefni keppinauta af þessu tagi, eins og til dæmis Fríkortin sem hafa ekki náð að festa sig í sessi, er sú að íslenskur almenningur heldur ekki „trúnað“ við ákveðnar verslanir.1H Þrátt fyrir að það hafi verið ýmsum erfiðleikum bundið að koma á kreditkortaverslun á Islandi í upphafi, virðist frumkvöðlunum og þeim sem við tóku af þeim, hafa tekist vel til með að ná til íslensku þjóðarinnar. Að hafa komið með nánast óþekkta vöru inn á íslenskan markað og að hún hafi náð jafn miklum vinsældum og raun ber vitni er dæmi um það að almenningur var tilbúinn til að taka á móti kreditkortunum og nota þau sem greiðslumiðil. Eins og sést á súluritinu óx fjöldi útgefinna korta gríðarlega á fyrstu árunum en nú virðist sem markaðurinn sé orðin mettur. I árslok 2001 voru 202.183 útgefin kort hjá íslensku kortafyrirtækjunum, ári áður voru þau 192.493. I árslok 1999 voru 183.734 útgefin kort á Islandi.19 ♦ ♦ Kreditkortasamfélagið á Islandi ♦ ♦ Notkun greiðslukorta í matvöruverslunum vakti furðu sumra. Magnús E. Finnsson, þáverandi ffamkvæmdastjóri Kaupmannasamtakanna, sagði í Viðskiptablaði Morgunblaðsins árið 1988 að greiðslukort væru þægileg og að þarna væri um nýtískulegar aðferðir að ræða, en hins vegar „...vekti það undrun að kortin væru notuð í matvöruversluninni sem væri fatítt annars staðar í heiminum. Matvöruverslunin kappkostar að dreifa lífsnauðsynjum til almennings fyrir sem lægst verð. Kortin hafi til dæmis ekki átt leið inn í matvöruverslunina á Norðurlöndum á þeim forsendum að þau auki kostnað og hækki vöruverð.“2H Greiðslukortin breyttu rekstrarumhverfi kaupmanna einkum á tvo vegu. Þau áttu verulegan þátt í að auðvelda íslendingum að versla erlendis, sem gerði það að verkum að aukin verslun fór úr landi. Islendingar ferðuðust einnig í vaxandi mæli til útlanda á 7. og 8. áratugnum. Fljótlega lagðist það orð á íslenska ferðamenn erlendis að þeir væru kaupglaðir, sumir hveijir að minnsta kosti. Þetta höfðu þeir sem heima sátu fyrir satt. Rýmri reglur um gjaldeyriskaup gáfu fólki ný tækifæri á innkaupum í útlöndum en þáttur greiðslukortanna var ekki síður mikill. Langvarandi styr stóð um hver ætti að greiða kostnaðinn við notkun kortanna.21 I Verzlunartíðindum, tímariti Kaupmannasamtakanna, var mikið fjallað um kreditkortin á þessum bemskuárum kortanna. Kaupmenn vildu ekki að kortin yrðu baggi á þeim og töluðu oft 68 SAGNIR

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.