Sagnir - 01.06.2003, Page 72

Sagnir - 01.06.2003, Page 72
♦-------------------------------------------------------♦ Lögreglan og kreditkortin Þegar nýtt kortatímabil hefst hjá kortafyrirtækjunum þá má yfirleitt greina aukningu á kortanoktun og verða þeir sem stunda verslun óneitanlega varir við söluaukningu. Lögreglan er einnig viðbúin. Hún hefur ákveðið svigrúm með mannafla um helgar og eitt af því sem horft er til þegar þær eru undirbúnar er það hvort nýtt kortatímabil sé að hefjast rétt fyrir eða um helgi. Þau hjá lögreglunni sjá aukningu á fjölda verkefna þegar nýtt kortatímabil gengur í garð. Heimild: Viðtal. Karl Steinar Valsson, aðstoðar - yfirlögregluþjónn, 2. maí 2002. 4-------------------------------------------------------4 raðgreiðsluskuldabréfið til ýmissa fjármálafyrirtækja og fengið peningana fljótlega eftir að sala hefur farið fram.27 Islendingar nota kortin frekar en aðra greiðslumiðla þegar þeir eru að versla. Samkvæmt tölum frá VISA á Islandi voru kortin notuð í um það bil 80% tilfella árið 1999 þegar fólk verslaði og skipti þá litlu hvort um var að ræða sérverslanir eða matvöruverslanir. Kreditkort voru notuð ívið meira en debetkortin, en peningar voru aðeins notaðir í 12-18% tilfella og tékkar einungis í 3% tilfella. Þessir gríðarlegu „yfirburðir" eru enn ein staðfestingin á því að fólki líkar vel að nota kortin.28 I Visa-póstinum, sem er fréttabréf gefið út af VISA á Islandi, eru tvær greinar frá því í júní 2000. Þar er skoðuð umfjöllun um kortanotkun Islendinga sem birtist í erlendum blöðum (Sunday Express og Financial Times). Greinarnar fjalla um kortanotkun Islendinga og þróunina á viðskiptamarkaðnum á Islandi. I grein Sunday Express er sagt að Islendingar séu komnir langt fram úr Bretum hvað snertir greiðslukort og rafræn viðskipti. Blaðamanninum þykir mjög skrítið að geta borgað fyrir minni vörur, eins og hamborgara, með kreditkorti. Að borga lágar upphæðir með kreditkord er frekar óalgengt erlendis og virðist vera sem við séum duglegri en aðrar þjóðir við að nota kortin við öll tækifæri.29 ♦ ♦ Lokaorð ♦ ♦ Allt frá því að kreditkortin komu inn á íslenska markaðinn hafa þau haft töluverð áhrif á íslenskt samfélag en þau komu ffam sem nýjung í greiðslumiðlun í upphafi 9. áratugs 20. aldar. Mikið vatn hefur runnið til sjávar þegar horft er til þeirra greiðslumiðla sem við íslendingar höfum notað frá upphafi byggðar. Vöruskipti og verslun með silfur og mynt réðu ferðinni ffaman af sem greiðslumiðlar. Erfiðlega gekk að fa landsmenn til að treysta seðlum þegar þeir komu til sögunnar, en þeir náðu að festa sig í sessi og urðu vinsæll greiðslumiðill hjá Islendingum á 20. öldinni. Eftir að greiðslukortin komu til sögunnar hafa þau tekið við af seðlum og mynt sem aðalgreiðslumiðillinn og er hlutdeild rafrænna greiðslumiðla nú orðin mjög mikil í íslensku samfélagi. Um 1980 var íslenski greiðslukortamarkaðurinn óplægður akur. Örfair einstakhngar höfðu kreditkort, sem þeir gátu notað á ferðalögum sínum, tengdum viðskiptum erlendis. Þegar líða tók á 9. áratug 20. aldar, fór fólk að sjá að notagildi kortanna var mikið og korthöfum fjölgaði gríðarlega. Síðan þá hefur staðan verið nánast óbreytt á kreditkortamarkaðnum, fyrir utan faeinar tilraunir annarra fyrirtækja til að komast inn á markaðinn. Baráttan við að ná til sín korthöfum og fa til sín kaupmenn í viðskipti gekk frekar illa í upphafi og svo virtist sem fólk væri hrætt við þessa nýjung. Barátta milli kaupmanna og kortafyrirtækjanna var hörð á fyrstu árum kreditkortanna um það hverjir ættu að borga fyrir notkun kortanna. Að lokum náðust svo samningar sem flestir sættu sig við. Kaupmenn urðu almennt sáttir við kortin og byijuðu að taka á móti þeim. Fyrir marga kaupmenn leiddu kortin til aukins hagræðis. Þeir gátu minnkað eða jafnvel alveg hætt að „skrifa hjá“ viðskiptavinunum. Tékkum fækkaði verulega og peningaferðum í bankann fækkaði. Rafrænar greiðslur voru því kaupmönnum til hagsbóta á margan hátt. Almenningur tók við sér og byijaði að nota kortin. Kreditkortin gerðu það að verkum að auðveldara var að nálgast lánsfé sem auðveldaði íslenskum almenningi að eignast ýmsa hluti. Þó svo að einhverjir hafi fengið stóra kreditkortareikninga „í hausinn“eru Islendingar mjög duglegir að nota kortin. Kortunum hefur fjölgað ört og allar tölur farið stighækkandi. Sú breyting sem fólst í því að íslenskur almenningur gat 70 SAGNIR

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.