Sagnir - 01.06.2003, Page 88

Sagnir - 01.06.2003, Page 88
♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Um mikilvægi málþinga og ráðstefna Ráðstefnur eru haldnar til þess að miðla og ræða nýjustu niðurstöður á sviðum ffæða og vísinda myndu flestir segja. Og vissulega er talsvert til í því. En þetta er þó aðeins hálf sagan. Fyrir marga almenna þátttakendur er hið félagslega, það er bein samskipti við félaga og starfssystkyn, það sem jafnmiklu rnáli skiptir. Það er með öðrum orðum margt sem gerir ráðstefnu þess mgL jÆmEk virði að halda hana; aðalatriðið er að fólk komi saman í ®®*™^^®**®*®*** raunheimum. Tilkoma netsins virðist sem sagt ekki hafa I all Bjomsson dregið úr þörfmni fyrir ráðstefnur. Annars tel ég að það sé talsverður munur á ráðstefnum á innlendum og erlendum vettvangi. Af ráðstefnum erlendis er það að segja, að það er misjafnt hvað ráðstefnugestir eru iðnir að sækja fýrirlestra og fer það meðal annars eftir því hve fýrirlestravanir þeir eru. Ymsir erlendir sagnfræðingar finnast mér til dæmis vera frekar fýrirlestrafælnir á stórum ráðstefnum, láta sér nægja að sækja aðeins örfaa lestra og/eða málstofúr, jafnvel þótt þeir hafi þurft að eyða faeinum klukkutímum í flugvélum til að komast á staðinn. Ekki sitja þeir þó uppi á hótelherbergi. Nei, þeir hitta fólk, sumir stanslaust, fýrrum (sam)nemendur og sérfræðasviðsfrændur, sitja á veitingahúsum, kafHstöðum og börum, eru að plotta með hinum og þessum um ný verkefni, mynda bandalög gegn eða með einhveijum, nriðla upplýsingum eða bara spyija frétta. Þetta er skiljanlegt þegar haft er í huga hversu miklar fjarlægðir eru milli manna erlendis svona dags daglega. Sé horft til innlendra ráðstefna, þá er ég ekki frá því að nálægðin setji mark sitt á skipulag þeirra. „Allir þekkja alla“ er stundum sagt, en nær væri að segja að „flestir þekki marga“. A höfuðborgarsvæðinu búa jú tveir þriðju þjóðarinnar og enn stærri hluti þeirra sem fræði stunda, og því eru möguleikar þessa fólks til að hittast miklir jafnvel á tilviljunarkenndan hátt. Undir sturtunni í Vesturbæjarlauginni á ég til dæmis öðru hveiju stikkorðakenndar samræður við hina og þessa fræðikarlmenn. En þrátt fýrir famennið er nauðsynlegt að halda stór þing öðru hveiju, til dærnis Söguþing á nokkurra ára bili, þó ekki væri nema til annars en að meta stöðu fagsins og til að þjappa „Uðinu“ saman. Að lokum má geta þess að nokkur undanfarin ár hefúr Sagnffæðingafélagið í samstarfi við Þjóðffæðingafélagið og nrarga aðra aðila staðið fýrir svokölluðum landsbyggðarráðstefnunr á vorin. Með þeinr eru félögin að reyna að standa undir nafni sem landsfélög, að tengja landshornin betur saman með því að fara til ólíkra staða og kynnast því sem hvert svæði hefúr upp á að bjóða. Dagskrá þeirra er fjölbreyttari en hefðbundinna ráðstefna vegna þeirrar áherslu sem lögð er á að skoða söfn og sögustaði. Og þær hafa tekist vel, nreðal annars vegna þess að kynni þátttakenda verða náin; sé fólk fjarri heimilum sínum, þá þarf það ekki að þjóta til að ná í börnin á leikskólann eða gera eitthvað annað lífsnauðsynlegt. Þetta eru því meiri „félags“-ráðstefnur heldur en þau þing sem haldin eru í borginni. Páll Björnsson ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.