Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Side 26

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Side 26
FULLTRÚARÁÐSFUNDUR Staógreidsla gjalda og laga- frumvarp um framhalds- skóla 41. fundur fulltrúaráósins: Fulltrúaráð sambandsins, sem kosið var á landsþingi þess í septembermánuði sl., hélt fyrsta fund sinn á fjögurra ára kjörtímabili sínu á Hótel Borgarnesi 20. og 21. febrúar sl. Hafði fundinum verið flýtt um mánuð frá því, sem ákveð- ið hafði verið og boðað til í síðasta tölublaði. Var það gert, þegar lögð voru fram á Alþingi lagafrumvörp um breytingar á tekjustofnalögum og um staðgreiðslu gjalda og til- kynnt, að Alþingi myndi Ijúka störfum í marzmánuði. í fulltrúaráði sambandsins eiga sæti þrír fulltrúar fyrir hvern lands- hluta, nema fjórir fyrir Reykjavík svo og formenn og framkvæmda- stjórar landshlutasamtakanna með málfrelsi og tillögurétti. Björn Friöfinnsson, formaður sambandsins, setti fundinn og gerði grein fyrir aðdraganda fund- arins. Einnig kynnti hann helztu umræðuefni fundarins, sem hann kvað þrjú, breytingar á skattalög- um og tillögur um staðgreiðslu gjalda til ríkis og sveitarfélaga, frumvarp til laga um framhalds- skóla, sem lagt hafði verið fram á Alþingi, og loks stofnun héraðs- nefnda samkvæmt níunda kafla sveitarstjórnarlaganna. Alexander Stefánsson, félags- málaráðherra, flutti ávarp við setn- ingu fundarins. Gerði hann þar grein fyrir þeim málum, sem unnið væri að í félagsmálaráðuneytinu um þessar mundir og snerta sveitarfélög. Nefndi hann sérstak- lega starf að sameiningu sveitar- félaga og að breytingum á verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga og upptöku staðgreiðslukerfis gjalda. Eyjólfur Torfi Geirsson, oddviti Borgarneshrepps, ávarpaði einnig fundarmenn og bauð þá velkomna til starfa í hreppnum. Kynnti hann síðan byggðarlagið og atvinnu- hætti þar. Fundarstjórar voru síðan kjörnir Björn Friðfinnsson, formaður sambandsins, og Eyjólfur Torfi Geirsson, oddviti Borgarnes- hrepps, og fundarritari Kristín R. Thorlacíus, oddviti Staðarsveitar, og henni til aðstoðar settur Unnar Stefánsson. Einnig voru kosnar fimm starfs- nefndir, fjárhagsnefnd, allsherjar- nefnd, framhaldsskólanefnd, héraðsnefnd og staðgreiðslu- nefnd. Skýrslur og ársreikningar Björn Fridfinnsson flutti siðan skýrslu um störf sambandsins þá mánuði, sem liðnir eru siðan landsþing þess var haldið í sept- ember. Gerði hann sérstaklega grein fyrir málefnum Jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga og mótmælum stjórnar sambandsins gegn skerð- ingu á framlagi ríkissjóðs til sjóðs- ins. Kvað hann framlög ríkisins til sjóðsins myndu verða svipuð á þessu ári og því síðasta og um 400 millj. króna lægri en vera ætti samkvæmt ákvæðum tekjustofna- laga og söluskattslaga. Einnig ræddi hann hugmyndir um skerð- ingu framlaga ríkisins vegna endurgreiðslu á aksturskostnaði, um endurskoðun grunnskólalaga og fleiri mál. Loks vék hann að ný- gerðum kjarasamningi á vegum launanefndar sveitarfélaga, sem hann kvaþ tímamót. Magnús E. Guöjónsson, fram- kvæmdastjóri sambandsins, kynnti ársreikning sambandsins fyrir árið 1986 og tillögu að fjár- hagsáætlun fyrir árið 1987. Hvort tveggja var samþykkt síðar á fund- inum. Niðurstöðutölur rekstrar- reiknings fyrir árið 1986 eru 12,7 millj. króna og fjárhagsáætlunar Frá fulltrúaráösfundinum á Hótel Borgarnesi. Á myndinni eru, talid frá vinstri, Eyjólfur Torfi Geirsson, oddviti Borgarneshrepps, Björn Friðfinnsson, formaður sambands- ins, Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra, og Indriði Þorláksson, skrifstofu- stjóri í fjármálaráðuneytinu. 72 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.