Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Page 14

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Page 14
Heilbrigðismál 2. Rannsóknir Samband íslenskra sveitarfélaga stuðli að og styrki að gerðar verði reglulega rannsóknir á stöðu fíkniefnamála og aðstæðum barna og unglinga í einstökum sveitarfélögum, og verði niðurstöður þeirra nýttar sem verkfæri við skipulag forvarna í viðkomandi sveitarfélagi. Leitað verði samstarfs við Áfengis- og vímu- varnaráð íslands um framkvæmd. Gerðar verði ráðstafanir, t.d. með stofnun sér- staks sjóðs, innan vébanda Sambands íslenskra sveitarfélaga eða í samstarfi við aðra aðila, sem geri sveitarfélögum kleift að kaupa niðurstöður slíkra rannsókna. Séu niðurstöður rannsókna sem gerðar eru í sveitarfélaginu sjálfu lagðar til grund- vallar má ætla að allt forvarnastarf verði markviss- ara. 3. Námsefni Því verði beint til yfirvalda mcnntamála að hafa frumkvæði og standa myndarlega að útgáfu greinargóðs og vel staðfærðs námsefnis um fíkniefni og forvarnir, sem tekur mið af ríkjandi samfélagsháttum hverju sinni og að tryggja skólum ávallt greiðan aðgang að því. Ein af forsendum þess að vel takist til í forvarna- starfi er að saman fari gott námsefni og hæfur kennari. Meðal annars í ljósi nýju námsgreinarinn- ar lífsleikni, sem ber samkvæmt aðalnámsskrám að kenna á öllum skólastigum, er nauðsynlegt að efla rnjög gerð og útgáfu námsefnis fyrir alla aldurs- hópa í grunn- og framhaldsskóla. Þannig verður einnig tryggð meiri og betri samræming i fræðslu um fíkniefni og forvarnir. 4. Fræðsla og þjálfun starfsfólks skóla o.fl. Lagt er til að fastur og árviss liður í endur- menntun kcnnara og annars starfsfólks skóla og þeirra stofnana annarra sem vinna með börn og unglinga á vegum sveitarfélaga verði kennsla og þjálfun um forvarnir í víðtækum skilningi og um fíkniefnamál sérstaklcga. Nauðsynlegt er að aðilar, s.s. starfsmenn skóla, félagsmiðstöðva, íþróttahúsa og vinnuskóla, þekki hættumerki, geti borið kennsl á fikniefni og ein- kenni neyslu, viti hvernig bregðast skal við og hvaða ferli tekur við ef mál fara til barnaverndar- yfirvalda og/eða lögreglu og séu vel meðvitaðir um mikilvægi þess að uppfylla upplýsingaskyldu sína gagnvart foreldrum, barnaverndaryfirvöldum og lögreglu þegar það á við. Tryggt verði að kennarar sem kenna lífsleikni eða sinna fræðslu um forvarnir fái sérstaka þjálfun til miðlunar efnisins og samskipta við börn og unglinga með tilliti til verkefnisins ásamt reglu- bundinni endurmenntun. 5. Foreldrafélög a) Því verði beint til skólayfirvalda í sveitar- félögum að styðja enn frekar við starf foreldra- félaga í grunnskólum í því augnamiði að auka og efla starfið og fræðslu fyrir foreldra um ofannefnda þætti (sjá greinargerð með tillögu 4) og fleiri sem að foreldrum snúa varðandi forvarnir og fíkniefni, foreldrarölt og önnur viðfangsefni foreldrafélaga sem hafa forvarna- gildi. Starf foreldrafélaga í grunnskólum hefúr verið að eflast mjög á undanförnum árum. Sýnt hefur verið fram á það í rannsóknum að þátttaka foreldra í skólastarfi skiptir miklu máli.1' b) Lagt er til að Samband íslenskra sveitar- félaga hvetji til stofnunar foreldrafélaga í framhaldsskólum í þeim tilgangi meðal annars að styðja enn frekar við það forvarnastarf sem þar er unnið. Með hækkun sjálfræðisaldurs í 18 ár er komið tækifæri til að efla samvinnu foreldra framhalds- skólanema á aldrinum 16-18 ára. Samtökin Heim- ili og skóli hafa, ásamt áhugamönnum, unnið að þessu máli. Með stofnun foreldrafélaga í fram- haldsskólum mætti hindra óæskilega þróun og jafnvel koma í veg fyrir margvísleg vandamál. 6. Heft aðgengi barna og ungmenna að fíkniefn- um, áfengi og tóbaki a) Samband íslenskra sveitarfélaga skori á viðkomandi yfirvöld að gera sérstakt átak gegn dreifingu og sölu fíkniefna innanlands. I samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um hert- ar aðgerðir gegn innflutningi og sölu ólöglegra fíkniefna hafa fjárveitingar til fíkniefnalöggæslu verið auknar verulega, sérstaklega með því að efla ávana- og fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík og með fjölgun sérstakra fíkniefnalögreglumanna í lögregluembættum á landsbyggðinni. Þetta hefur tvímælalaust leitt til verulegs árangurs á þessu sviði sem sést af fjölda mála af áður óþekktri stærðargráðu2’, auk allmargra stórra mála sem upp

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.