Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Síða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Síða 24
Félagsmál hvað varðar félagslega liðveislu og akstursþjón- ustu. Fatlað fólk á því sama rétt og aðrir til að fá félagslega ráðgjöf, ijárhagsaðstoð, heimaþjónustu og húsnæði svo eitthvað sé nefnt. Hér er um grund- vallaratriði að ræða sem nauðsynlegt er að allir að- ilar átti sig á sem að þjónustu við fatlað fólk koma. Samstarf er og verður því að vera mjög rnikið á milli starfsfólks félagsþjónustu sveitarfélaga og svæðisskrifstofa. Samstarf sem kostar mikinn tíma og oft talsverða orku enda ákveðin tilhneiging hjá báðum kerfurn að skilgreina mál frá sér í stað þess að leysa þau í sameiningu. Tíminn kostar peninga, auk þess sem það „bo!takast“ sem kerfin óneitan- lega falla stundum i lendir á þeirn sem á þjónust- unni þurfa að halda, þar sem ekki fæst alltaf viðun- andi lausn á málum og báðir aðilar geta kennt hin- um um. Þrátt fyrir að oftast leysist vel úr sameigin- legum málurn félagsþjónustu sveitarfélaga og svæðisskrifstofu eru málefni fatlaðra einstaklinga til umQöllunar og úrlausnar hjá tveimur stjórn- Grunnskólakennarar - skólastjórnendur Umsóknarfrestur um námsleyfi grunnskóla- kennara og stjórnenda grunnskóla skólaárið 2002 til 2003 hefur verið framlengdur til 15. október nk. Allar umsóknir sem berast skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga bréflega eða með tölvupósti fyrir miðnætti þann 15. október eða eru póstlagðar fyrir þann tíma koma til álita við úthlutun. Ný umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga Háaleitisbraut 11, Reykjavík, sími 581 -3711. Einnig er hægt að nálgast umsóknareyðu- blöð á heimasíðu sambandsins www.samband.is/grunnskóladeild. Stjórn Námsleyfasjóðs sýslukerfum, með tilheyrandi ijölda tengiliða fyrir hinn fatlaða og/eða ijölskyldu hans. Það er því ljóst að mikil tækifæri felast í því að samþætta og einfalda félagsþjónustu, sem veitt er fötluðu fólki á vegum ríkisins, almennri félags- þjónustu sveitarfélaganna. Með því eru kraftar og fagþekking starfsfólks í félagsþjónustu sameinaðir sem hlýtur að skila sér í bættri þjónustu við neyt- endur, hvort sem þeir þurfa þjónustu vegna fötlun- ar sinnar eða af öðrum félagslegum orsökum. Tækifæri sem skapast við yfirfærslu málaflokks fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga eru því ótvírætt margvísleg og mikilvæg fyrir þróun sveitarstjórn- arstigsins. Lokaorð Þegar litið er til þess tíma er á undirbúningi til- færslunnar stóð má segja að hann hafi fyrst og fremst verið í höndum ríkisins, en þó með aðkomu fulltrúa Sambands islenskra sveitarfélaga. Á veg- um félagsmálaráðuneytisins voru unnin ijögur lagafrumvörp, safnað upplýsingum um fjölda fatl- aðra í landinu sem skráðir eru hjá svæðisskrifstof- um fatlaðra, hvaða þjónustu þeir njóta og þörf fyrir þjónustu, auk þess sem gerð var áætlun um lausn á biðlistum. Jafnframt var unnin ítarleg skýrsla um ijárhagsleg áhrif yfirtöku sveitarfélaga á þjónustu við fatlaða og gerðar tillögur um hvernig sveitar- félögum verði bætt þau útgjöld. Á hinn bóginn fór minna fyrir undirbúningi einstakra sveitarfélaga eða svæða. Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt; öll vinnan sem fram fór á vegum félagsmálaráðuneyt- isins var sá grunnur sem sveitarfélögin þurftu til að geta unnið sína heimavinnu. Sveitarfélög, sem ekki hafa nú þegar tekið við málaflokki fatlaðra, hljóta því að standa frammi fyrir þeirri áskorun að halda málinu áfram heima í héraði. Það geta þau gert með þvi að vinna grein- ingu á þeirri félagsþjónustu sem veitt er í byggðar- laginu, hvort sem hún er á vegum ríkisins eða sveitarfélaga, og skoðað á hvern hátt hægt er að þróa þjónustuna þannig að hún verði betri og skil- virkari fýrir íbúa sveitarfélagsins. Á þann hátt verða þau betur í stakk búin til að ganga til samn- inga við ríkið þegar að því kemur að endanleg ákvörðun um tilfærslu málaflokks fatlaðra verði tekin og framkvæmd af alvöru.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.