Helgafell - 01.12.1955, Side 9

Helgafell - 01.12.1955, Side 9
Magnús Ásgeirsson Nokkur minningarorð i Það var vorið 1920, að ég sá uppi á Landsbókasafni ungan mann, sem vakti forvitni mína. Hann var hár vexti og allur hinn gervilegasti, fríður sýnum, svipmikill og sviphreinn, og augun óvenjulega skír og gáfuleg. Virt- ist mér maðurinn allur hinn drengilegasti og jafnframt auðkennilegur. I þá daga var Reykjavík ekki stærri en svo, að unglingar á mínu reki könnuðust við flest andlit í bænum, en ekki bar ég kennsl á þennan unga mann, enda þóttist ég vita, að hann mundi nýkominn úr sveit til undirbúnings skólagöngu. Efaði ég ekki, að fundum okkar mundi brátt bera saman, og hugði ég gott til þeirra kynna. Næsta haust var þessi mannvænlegi piltur, sem reyndist vera Magnús Ás- geirsson frá Reykjum í Lundareykjadal, orðinn nemandi í Menntaskólanum. Hafði hann lesið á eigin spýtur heima hjá sér undir fjórða bekk og lokið gagnfræðaprófi þá um vorið með miklum ágætum. Fór þá þegar mikið orð af gáfum Magnúsar og námshæfileikum og lauk hann stúdentsprófi tveim árum síðar með góðri einkunn. Var hann mjög jafnvígur á allar námsgreinar, en auk þess snemma víðlesinn í almennum bókmenntum og sjaldgæflega þrosk- aður að hugsun og dómgreind. Tókust brátt með okkur náin kynni, er leiddu svo að segja til daglegra samvista næstu árin, þegar báðir voru í bænum. Eg hygg að ekki sé ofmælt, að ég hafi á þessu skeiði þekkt Magnús Ás- geirsson betur en nokkur annar kunningi hans og átt trúnað hans umfram aðra menn vandalausa. Þegar þar við bættist, að við áttum seinna á lífsleið- inni allnáið samstarf um nokkurra ára bil og góð vinátta hélzt með okkur alla tíð, mætti álíta að mér væri innan handar að lýsa honum til verulegrar hlítar. En slíku er ekki til að dreifa. Þó að persónuleiki Magnúsar væri markaður mjög sterkum dráttum og léti fæsta menn hlutlausa varð mér jafnan sitthvað í skapgerð hans og örlögum torráðin gáta, sem ég kýs fremur að láta óskýrða en rangt skýrða. En ég þykist einnig hafa orðið þess var, að ýmsir þeir vinir og kunningjar Magnúsar, sem töldu sig vita flest deili á honum, hafi raun- verulega botnað því minna í hans innra manni sem þeir álitu hann sér auð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.