Helgafell - 01.12.1955, Blaðsíða 12

Helgafell - 01.12.1955, Blaðsíða 12
10 HELGAFELL stárlegri verkefni í fang, jafn lesinn og hann var orðinn í samtíðarljóðbók- menntum Norðurlanda. Hitt sætir þó meiri furðu, að sum frumkveðnu ljóð- in minntu meira á Stefán frá Hvítadal en svo, að þau gætu orðið höfundi sínum til varanlegrar ánægju, en Magnús var, að því er ætla mátti, flestum ólíklegri til að steyta á jafn auðsæju skeri. Onnur kvæði bókarinnar eru stór- um persónulegri, trúverðug í frásögn en jafnframt vel unnin og lýtalaus að byggingu. Samt sem áður mun flestum hafa fundizt, að þar kenndi miður en skyldi þess skáldlega flugs, hugkvæmni og dirfsku, sem þeir höfðu vænzt af Magnúsi, og jafnvel meðal kunningja hans vakti bókin sáralitla athygli. Slíkt tómlæti svarar þó engan veginn þeirri spurningu, hvers vegna Magnús lagði svo afdráttarlaust alla sjálfstæða ljóðagerð á hilluna, og verður að leita skýr- ingar á því annarsstaðar. III Það er vandalítið að ráða draum, sem kominn er fram, og þegar ég nú eftir langt árabil blaða að nýju í æskuljóðum Magnúsar Asgeirssonar, verður mér af þeim margt ljósara um þennan fornvin minn en auðveldlega varð séð fyrir þrem áratugum. Að minnsta kosti finnst mér auðsætt, að sitthvað það í þessum kvæðum, sem þá taldist til skáldlegra hugaróra, hafi nú, að höfund- inum öllum, öðlazt aðra og raunsannari merkingu. Eitt af athyglisverðustu kvæðum Magnúsar heitir Efinn og þetta hugtak verður honum hvað eftir annað að viðfangsefni. Á máli hans er efinn ,,píla- grímur sannleikans“, sem „reikar einn á krossgötum er kvölda fer, en veit ei, eftir hvaða stjörnum stefna ber“, og höfundurinn fer hvergi dult með það, að hann kjósi sér að eiga samfylgd með honum. En hann veit einnig, að „sæll er hver, sem vonin vélar, véli hún aðeins nógu lengi“, og víðar en á einum stað heitir hann á blekkinguna sér til ásjár. Það er einnig eftirtektarvert, að af tuttugu og sjö kvæðum í bókinni standa ekki færri en sextán í tengslum við nótt og myrkur og í einu þeirra kemur fyrir þessi eftirminnilega trúar- játning: Hvorki bið ég gulls né gæfu- gengis hinna virku daga, heldur ljúfrar villuværðar í vöku og blundi unz úti er saga. Það er hægur nærri að eigna augnablikinu það hugarástand ungs manns, sem lýsir sér í þessum ljóðlínum, en hvort mundum vér nú eftir á treystast til að synja fyrir einlægni þeirra? Og þó er hinu tvítuga skáldi fullkomlega ljóst, að hver sá maður, sem vitandi vits kýs sér slíkt hlutskipti, hefur í raun og veru markað lífi sínu lokaörlög:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.