Helgafell - 01.12.1955, Page 17
Nordahl Grieg:
A Þingvöllum
Til ís/enzks vinar
l
Einir á Þingvelli um aftan
að áliðnu sumri við stóðum,
— hafströndu langt uppi á heiðum,
með hvítfuglsins glaum fyrir eyrum.
Ljósgráir lognreykir hvera
með lággeisla sólar að baki
roðnuðu í fjallskuggans fjarlægð.
En frostkalt við gjábarminn okkar
vall bergvatnið, grœntœrt og grómlaust,
úr gosbrunans hreinsunarsálcli.
Fullskýrt við fölbláan himin
bar fjallhringinn, skógvana og nakinn
Hengilinn, Hrafnabjörg, Skjaldbreið,
j heiðtómi og árdagafjarska . . .
Löngum er Frónbúinn leggur
leið sína að erlendum ströndum,
finnst honum fátt um pá ofrausn,
að fjöll klœðist blómum og skógi.
Heima nam hugur hans landssvip
með hörðum, en óslævðum dráttum,
horfskyldur höggmyndasmiðnum,
sem helzt finnur sannleik í allsnekt.
Frjósæld gafst framandi löndum,
en fjalleynni birtan í staðinn,
hafbirtan, hvarflandi um ásýnd
hlutanna, eilíf og breytin.