Helgafell - 01.12.1955, Blaðsíða 19
Á ÞINGVÖLLUM
En hér, þennan aftan í ágúst,
var ungvvái í brekkunni að leikum.
Eiga ekki íslenzku börnin
ástúð með fágœtum heetti?
,,Bróðir minn! Elskan mín!“ œfti
sú elzta, í leit að f)ví minnsta.
Tvö höfðu tekið sér hesta
við túnfótinn, brúnan og gráan,
brugðust á bak f>eim og hleyptu,
berbakt, inn hraunið, til fjalla.
Skvettur af sólgullnu silfri
sindruðu úr götunnar pollum.
,,Elskan mín!“ ómaði að nýju,
er anganum þrýsti hún að fangi.
Bernska og friður . . . Um brjóstið
. leið bylgja af ástúð til lífsins,
frá brekkunnar systkinasœlu
til scelandsins útskagahrjóstra,
fagnandi, að eitthvað var utan
ofrikis mannvonzku og neyðar.
Hlutlaus var þjóðin, en hennar
hugur í fylgd með þeim öllum,
sem börðust í frelsisins flokki,
og fjendunum veitti hún aldrei.
Hér kynntumst vér fegurð þess friðar,
sem fláttskap í engu var blandinn.
Hlutlaus var þjóðin, en háði
sitt heimsstríð gegn náttúru landsins:
Æðandi holskeflur blumdu
i hafþoku á opinni bátskel.
Fjármannahríðin kvdð harmljóð,
hlakkandi i bölmóði sínum.
Eldhraun gerði innrás í dalinn.
Eftir varð rjúkandi storka.
En þjóðin i heimsþagnarhúmi
hafsaugans lét ekki bugast.