Helgafell - 01.12.1955, Page 23
A ÞINGVÖLLUM
II
En meðan éo undraðist Islancl,
o
þig ásótti hugsun um Noreg.
Hversu oft hefur austur um hafið
tslenzkur hugur leitaðl
Það er í söonum, að þá er
þingstað sinn fornmenn völdu,
hafi þeir fossana heima
harmað og veitt niðr't Gjána
ánni af heiðum ofan,
sem áður rann lygn í Vatnið.
Harmhót var síðan að horfa
af hestbaki, langt úr fjarska,
á standbergsins silfursímu,
með Sunnfjarðarhlíð í minni.
En afhuga gerðust þeir aldrei
þeim átthögum, sem þeir misstu
af því að mannfrelsið meira
mátu þeir kornfrjóum ökrum.
Af fuglanna farhvöt sigldu
fley þeirra um langan aldur
á vit þess lands, er þeir létu,
t leit að kynnum og minnum.
Ástbitrum augum þeir sáu
öðrum skýrar og vtðar . . .
Unz kyrrlátum höfðingjahuga
t hiltingum draums oo fjarska
gaf arnsýn um allan Noreg
úr einangrun frónskra vetra . . .
En annar Noregur átti
þinn alhug á þessu kveldi,
— Noregur þjáninga og þrœldóms,
þjóðfrelsis orustuvöllur,
með einingu óþjálla huga,
einsog brimgarð á skerjum,