Helgafell - 01.12.1955, Blaðsíða 25
Á ÞINGVÖLLUM
23
Flugmenn, sem gaspra á götu
i glaðasólskini dagsins,
en halda með annarri hugró
að heiman i næturvíking,
o
t vélum, er svarra yfir Surrey
i sársauka-þöndum boga.
En samt man ég bezt hinn sjúka,
er situr í grísund heima.
(Sú nœrgœtni, er naut hinn sjúki
i Noregi fóþksins áður!
Læknir var sóttur að sæng hans
og sérhvert ónæði bannað,
réttum hans raðað af þokka,
og rekkjan með þægum svala).
Nú sfarka honum byrstir bóðlar
af bálki út í morgundrungann.
Blóðþorsti varðmanna er vakinn:
veikur maður er bráðin!
Þeir ,,þjálfa“ hann lengur en lengi,
unz loks hann mókir i dvala
með flikur limdar við limi,
lóðrandi i for og blóði.
Umhverfis halda anda
ásar, mistraðir regni.
Svo örlar á lífi, og aftur
um andlitið kylfur þjóta.
Endir á þessu er enginn:
anda þarf hér að buga.
Enginn ásakar hermann,
sem andsfænis fjendaliði
gefur u-p-p varnir, vonlaus,
er vopn hans duga ekki lengur.
En andans vopnbera er varnað
vonarleysingjans hvíldar,
og barsmið böðlanna dynur
á blóðugum, nöktum taugum,
og yfirforingi enginn
uppgjöf hans fyrirskipar.