Helgafell - 01.12.1955, Page 28

Helgafell - 01.12.1955, Page 28
Davíð Steíánsson írá Fagraskógi Hugleiðingar að afstöðnu afniœli Það er 'hverri þjóð mikil hamingja að 'kunna skil á sínum beztu mönnum og tvöföld gæfa að geta látið þá finna til verðugs þakklætis og virðingar á meðan þeir eru enn moldu ofar. Á sama hátt er það eitt af mörgum harmsefnum íslenzkrar sögu, hversu vér höfum einatt orðið sein- ir til slíkra viðbragða, og víst myndum vér nú, svo að dæmi sé nefnt, unna samtíðarmönnum Jónasar Hallgrímssonar þess eftirlætis að hafa goldið „listaskáldinu góða“ í lifanda lífi ríkari ástúð og hlýrri skilning en raun varð á. Ekki getur hjá því farið, að oss blöskri svo auðsætt tómlæti, en allt að einu er mjög vafasamt, hvort rétt sé að meta þjóðinni það til eðliseinkenms. Að minnsta kosti er oss skylt að hafa það hugfast, að allt fram á daga síðustu kynslóða var almenningur í þessu landi bundinn þungum hömlum erfiðra lífskjara, 'hver einstaklingur hafði ,,nóg með sitt“ og í þjóðfélaginu sjálfu bar fátt það til tíðinda, sem væri til þess fallið að safna fólkinu saman í hrifningu og aðdáun. Á vorum dögum er mikil breyting á orðin í þessum efnum, þjóðin hefur sótt hratt fram til sjálfstæðis og velmegunar, og hún hefur yfirleitt reynzt því fúsari til við- urkenningar á afburðamönnum sínum sem henni hefur sjálfri lærzt að bera höfuðið hærra. Kom þetta berlega í ljós á sextugsafmæli Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, en við það taikifæri hyllti íslenzka þjóðin lárviðarskáld sitt með einstæðum hætti og sameinaðist um að votta því alla þá sæmd, er hún mátti. Hef ég engan heyrt 'bera brigður á, að skáld- ið frá Fagraskógi væri vel að slíku komið, en mér finnst engu síður aug- ljóst, að þjóðin sjálf hafi vaxið af svo opinskárri og einlægri rausn. Að þessu sinni lét Davíð Stefánsson það eftir vinum sínum hér syðra að gista höfuðborg íslands á afmæli sínu. Sennilega hefur þeim þó hald- izt verr á honum en þeir mundu hafa kosið sér, og sáu hinar einstæðu vinsældir skáldsins fyrir því. En 'hvorki gat slíkt komið skáldmu sjálfu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.