Helgafell - 01.12.1955, Síða 35
DAVIÐ STEFÁNSSON
33
En lesi klerkur messu
og lofi drottins nafn,
flögrar yfir kirkjunni
kolsvartur hrafn.
Eða kvæðið Klipptir vængir úr sömu bók:
Flaug ég móti sól og sumri,
söng ég fyrir dalabörnin.
Söng minn björgin bergmáluðu,
brosti við mér sefið, tjörnin.
— Vængir mínir voru hvítir.
Enginn út við sæ því sinnir
þó svanur blóði drifinn hrópi,
og kona ein með 'hvítum vængjum
kofagólfið alltaf sópi.
Og — svo hlaupið sé yfir langa sögu — hið undurfagra ljóð, Kvæðið um
fuglana, í síðustu bók skáldsins:
Sá einn er skáld, sem skilur fuglamál,
og skærast hljómar það í barnsins sál.
Hann saurgar aldrei söngsins helgu vé.
Hann syngur líf í smiðjumó og tré.
Þetta sjónarmið 'hins heilbrigða mennmgarmanns, virðingin fyrir lífinu,
gengur sem rauður þráður í gegnum meginhlutann af skáldskap Davíðs
og cr tvímælalaust eitt geðfelldasta einkennið á ljóðum hans. Tvö ger-
ólík kvæði, um Guðmund góða og Líkið í fjörunni, eru hvort um sig vel
fallin til vitnisburðar um það, hversu þessi siðræna lífsskoðun stendur
djúpum rótum í sál og samvizku skáldsins.
En Davíð á vitanlega fleiri strengi á 'hörpu sinni en hér verður rakið,
enda hefur hann ort meira en nokkuð annað íslenzkt skáld núlifandi og
tekið sér fyrir hendur jafn fjarskyld yrkisefni eins og indversk lótusblóm
og íslenzkan snjómokstur í atvinnubótavinnu. Ekki er mér kunnugt um,
að nokkur hafi enn gerzt til að skipa kvæðum Davíðs í flokka eftir efni,
en sennilega mundi slík könnun leiða í Ijós, að ástir og konur ættu þar
næsta drjúgan hlut. 1 þeim flokki er einnig að finna sitthvað af þeim