Helgafell - 01.12.1955, Side 36
34
HELGAFELL
ljóðum, er skapað hafa Davíð almennastar vinsældir, og veldur þar mestu
um, hversu tamt honum er að túlka einfaldar og sterkar tilfinningar, en
allur þorri lesenda er næmastur á slíkan kveð^kap. Á kvæði þau, er Davíð
hefur orkt í þjóðvísnastíl, 'hefur áður verið drepið, en mörg þeirra eru einn-
ig á allra vörum og sama máli gegnir reyndar um ýmis af ættjarðarljóð-
um hans, svo sem Alþingishátíðarkvæðin frá 1930. Aðdáun skáldsins á
manndómi og hetjulund setur umfram annað svip sinn á þessi síðast-
nefndu kvæði, en náskyld þeim og engu minni fyrir sór eru ýmis þau
ljóð, sem Davíð hefur kveðið um svipmiklar og sórstæðar perónugerðir,
svo sem Grím Thomsen og Bólu-Hjálmar. Um skáldið á Bessastöðum,
sem
með gullið sverð — og gráan skjöld,
Olympos og Gimló gisti,
gekk í lið með Þór og Kristi,
segir m. a. á þessa leið:
Einna mestar gaf hann gætur
gömlum trjám með harðgert lim.
Kvað við raust um rauðar nætur.
Röddin hans í eyrum lætur
eins og í logni byltist brim.
En seinna kvæðið, sem óg tilnefndi, Askurinn, er eigi síður af römmum
toga og kunnáttulega gert. Þar situr skáldið frá Bólu í hreysi sínu, „skin-
ið af hungri“ og ristir „máttuga meginstafi og myndir — í askinn sinn“,
á meðan fárviðrið beljar á þakinu.
Brúnaþungur er bóndi orðinn
og brjóstið logandi af heift.
Aldrei fyrr var 'hungraðra hatur
í harðari viðu greypt.
En skapið mildast. Myndirnar, sem spretta undan köldum gómum og
greyptar eru svo dýru lífi, blása hinu langhrjáða skáldi í brjóst fullviss-
unni um það, að ,,til er annar og meiri máttur en myrkur og jarðneskt
böl“ og „skáldið fer mýkri og mýkri hendi“ um smíðisgripinn, því ,,brátt
munu tímans bárur skola blóðið úr asksins lögg“: