Helgafell - 01.12.1955, Page 43

Helgafell - 01.12.1955, Page 43
ATORKUMAÐUR LlFS OG LIÐINN 41 líklegra en honum svndist mál til komið að leysa landtaugar, væri raunar ferðbúinn, en vildi ekki fara ótilkvaddur. Dauður í eigin holdi vildi hann ekki una. Sú var ein ástæðan til að honum varð ekki setgjarnt, jafnvel ekki í heimahúsum. Var víst að hann kæmist á lappirnar aftur? Hyggilegra mundi að vera á ein- hverri hreyfingu á meðan til vannst. Og hann var sem sagt á ein- lægu iði. Snaraðist hús lir húsi, út og inn. Stundum snerist hann um sjálfan sig. Það var ekki fyrr en háttamálum varð ekki lengur frestað, að hann fleygði sér á fletið. Þetta varð að gerast. Og ekki lá hann lengi í svefnrofum að morgni. Það kom naumast fyrir að hann væri ekki fyrstur á fótum og tekinn að vappa fram og aftur innanhæjar og utan, þegar aðrir komu á vettvang. Á meðan Steindór var í fullu fjöri, hafði honum þótt gaman að lifa. Ódrepandi áhugi hafði fengið eðlilega útrás í hagkvæmum at- höfnum: ekki brugðið á hann hælkrók lágkúruleikans og haft hann undir, eins og nú vildi verða. Eftir að hafa tekið við ættaróðalinu liðlega tvítugur, hafði hann rekið stórbú í hálfa öld. tlm víðar sveitir kannaðist hvert mannsbarn við Múla og myndarskapinn þar. Þau hjónin höfðu framleitt fulla tylft barna í einni lotu og komið fótum undir þau af þeim, sem höfðu fætur á að standa. Það höfðu verið unaðsleg ár. Þá hafði hann mátt vera að því að hvíla sig þegar hann var hvíldarþurfi, og það hafði hann stundum verið. Enda þótt orkan væri ótæmandi, svo að oftast varð afgangur. Afgangur, sem honum reyndist örðugt að staursetja. Helzta ráðið að fá sér duglega neðan í því, og það gerði hann ósjaldan. Þannig liðu árin, liðu mörg ár, nær óteljandi. Ár, sem áttu sér eiginlega hvorki upphaf né endi. Gróðrarmagnið var svo óþrjótandi, að þau greru saman. Áhyggjur höfðu þau hjónin litlar haft, nema helzt af börnunum. Það vill verða misjafn sauður í mörgu fé. Af börnum þarf ekki tylftina til. Einn drengjanna rejmdist bilaður á geðsmunum: endaði í sjálfbrugðinni snöru. Annar varð þeim óþjáll og flúði að lokum vestur um haf. Ein dóttirin varð fullrösk á sér að hlýða þeirri skipun skaparans, að aukast og margfaldast: tók ekki boðorðin í réttri röð. Enda þótt slíkt megi teljast eðlilegt og sjálf- gefið, getur það ollað kulvísum kaunum þeim, er fyrir verða. Múla- bóndinn hafði orð á sér fyrir að bregða sér ekki upp við smámuni, en í þeim efnum var hann torræður og skapið yfirleitt þeirrar tegundar, að heppilegra var að hafa það ekki á glámbekk. Hefði hann ekki — og þau Hallbjörg — gripið til þess heillaráðs, að auka tylftina í hálfa aðra, er alls óvíst, hvernig hann hefði afborið brek barna sinna. Það var sú útrás, sem hann þarfnaðist. Hann var þannig gerr.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.