Helgafell - 01.12.1955, Side 46

Helgafell - 01.12.1955, Side 46
44 HELGAFELL í öllum sköpuðum hlutum var alveg að gera útaf við hann. Það helzta sem hann gat fundið sér til afþreyingar var að skjótast heim og sækja kisturnar. Samt bar hann málið undir konu sína, aldrei þessu vant. Láttu þær eiga sig, anzaði Hallbjörg. Hver veit nema það kynni að detta í hann, að flytja þær um hæl heim aftur. Þau höfðu aldrei lagt af að hugsa og tala um Múlann sem heimili sitt. Bóndi var ekki á því, að hverfa frá kistuheimtinni. Taldi sjálf- gefið að nota leiðið. Hver var kominn til að ábyrgjast þeim, að þau þyrftu ekki allt í einu á kistunum að halda einhvern tíma, þegar vegir væru illfærir. En kona hans sat við sinn keip: Láttu þær vera þar sem þær eru niður komnar. Þá sjaldan Hallbjörg gaf vilja sinn til kynna, hlaut hún að ráða. Steindóri var nauðugur kostur að finna upp á einhverju öðru sér til dægrastyttingar. Leið síðan og beið. Vitanlega fór svo að lokum, að vafstrinu lauk með venjulegum hætti. Veturinn mjakaðist í áttina, Harpa þegar á næstu grösum, og hátíð er til heilla bezt. Sumarmálin þau var svalt umhorfs í Múlan- um. Ofurlítil holtabeit, annars ekki stingandi strá, en akfærið með eindæmum. Enda notaði gamli maðurinn það til heimreiðar í glamp- andi tunglsljósinu. Enginn er svo atorku búinn að ekki renni sá dag- ur, að hann verði ekki fyrstur á fætur. Hins vegar entist raddstyrk- urinn Múlabóndanum lengur en ganglimirnir, hann var þess um kominn, að gera vart, við sig óðara en hann heyrði þrusk í bæjardyr- unum. Ódeigur að vanda lagði hann fyrir að kallað yrði á syni sína — og Jón gamla! Þeir gengu fyrir hann, þrír saman, þar sem hann sat upp við herðadýnu í stofurúminu og var að taka í nefið, lystarlítill þó. Ræðinn við syni sína var karl aldrei um of og löngum stuttur í spuna. Að öðru leyti virtist hann una hag sínum hið bezta, leit frá einum til annars af komumönnum, að vísu ekki gagnrýnislaus, dró vasaúrið sitt undan koddanum og otaði því að Jóni gamla: Eig þú úrið og festina, úr skíragulli hvoru tveggja — þú hefur þjónað mér lengst og bezt. Hvað ertu að hangsa — taktu við, maður! Ertu orðinn sá ræfill, að tvö fótmál séu þér ofviða. Að svo mæltu sneri öldungurinn sér að sonum sínum og sagði við þá alúðlega, þó af töluverðri festu, vanur að segja fyrir verkum þar á stað: Þessi dagur mun verða minn síðastur, ég á ekki annað ógert en að gefa frá mér tóruna. Það er bezt þið kistiileggið mig fyrir kvöldið — látið þið það ekki bregðast, piltar mínir. Síðan leggið þið af stað með mig í bíti á morgun í áttina til Hallbjargar minnar. Hún bíður mm við gluggann sinn. Lg ætla henni að ákveða daginn, eftir sínum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.