Helgafell - 01.12.1955, Síða 47

Helgafell - 01.12.1955, Síða 47
ATORKUMAÐUR LIFS OG LIÐINN 45 hentugleikum — þá er ég allur og kann ekki á að gizka, hvað hverjujn og einum kemur bezt. Sonum hans varð orðfall, enda gamli maðurinn óárennilegur til andmæla og æði viss í sinni sök. Oráð ekki sjáanlegt á honum. Jón gamli var einn um að telja viðeigandi að snýta tári úr nös. Bóndi bandaði þremenningunum óþolinmóður til verka, en stöðvaði þá við dyrastaf — treysti vart Jóni gamla með öðrum þeirra, sagði hann, karlinn var orðinn sá ódæma væskill. Eigi að síður skyldu þeir lofa honum að fljóta með; þeir hefðu slarkað saman marga ófæruna, Jón og hann, og sér hefði hann aldrei brugðizt. Fleiri en þeir þrír mættu ómögulega að heiman fara, fyrr en þá til jarðarfararinnar. Héi- heima væri yfrið við að vera; Látið nú hendur standa fram úr ermum að undirbúa morgtm- daginn! Oldungurinn reyndist sannspár að vanda; maðurinn með Ijáinn kom að honum, ekki allsendis óvöru í þeim heimahúsum, er voru honum tömust. Skildi ekki annað eftir en skrokkinn, sem undir kvöld var lagður í kistuna fornu, sem bóndi hafði fyrir lagt. Að svo búnu innti yngri bróðirinn eldri bróður sinn eftir, hvenær honum þætti hæfilegt að þeir leggðu upp. Sá vísaði til Jóns gamla, sem ók sér vandræðalega, en sagði að lokum: Yrði það seinna en um miðja óttu, veit ég að húsbóndanuni mundi mislíka, enda þótt hann kvæði ekki fastar á um farartímann. Við það sat. Þegar þremenningarnir ýttu úr hlaði, var sólarupp- koma ekki langt undan, og píreygar stjörnur þó enn við lýði á vetrar- svölum vorhimni. Það var sá bleiki, er sleðann dró. Jón gamli hélt við beizlisstengur, en synir hins framliðna gengu stúrnir með ækinu írain og studdu það, sinn frá hvorri hlið. Leiðin lá um fjallvegu. Dagurinn varð ofsabjartur með sólbráð og flughálku. Þegar brattanum sleppti tók von bráðar að lialla undan fæti inn og vestur lieiðina. Líkfylgdarmennirnir leystu slæptir þann bleika frá sleðanum, fleygðu fyrir hann ilmandi töðustrái á gaddinn, fundu sér skjól undir steini, opnuðu malpokann. Sleðanum komu þeir fyrir þannig, að ekki yrði mótdrægt að ýta honum af stað. Sólin vann á svo um munaði — meiri blessaður dagurinn. Af jökulbreiðunni staf- aði undraljóma, himindjúpið blátært, unaðslegt ferðaveður — ef ekki hefði staðið svona á. Ofbirtan reyndi að vísu á augun, en það var ekki um að villast: sleðinn var lagður af stað, hélt leiðar sinnar, ótil- kvaddur og af engum dreginn, að því er bezt varð séð. Skapið er óbreytt og ýtnin söm við sig! andvarpaði Jón gamli fullur aðdáunar. Hann varð fyrstur til að koma fyrir sig fótum, þótt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.