Helgafell - 01.12.1955, Page 51
BRYNHILDUR
49
1 albirtu hljóðri flaug álftin sinn veg
að örœfum náttgeislaroðnum. —
Með vængina klippta við stóðum á strónd
á stiklum fra barnæsku troðnum.
En okkar á millum var fjörður og fjall,
sú fjarlægð, er viljana skildi;
f)ví ég var til haráttu horinn í heim,
en Brynhildur einangrast vildi.
I draumleiðslu sat hún við aftansins eld,
var örfuð af kveldsólar miði,
og gleymdi sér alveg unz komið var kveld
og kveikti uff i náttmálaviði.
Er vitund þín loksins til vökunnar kom
úr vöngum f>ér haustfölvi gægðist,
og fyrri en miðaftans sól fiína sá
við sinuna haddur þinn mægðist.
Þú harst mig ei sökum um hrigðir né los;
ég brást ekki vonum né trausti.
— En hris eftir örvar, sem blætt geta inn,
ég her — fram að lögferju nausti.
Með flugvana vœngi við stóðum á strönd
og störðum til ógengra hæða.
Og næstum því hugstola námum þau lönd,
er náttgeislum undirnar blæða.
Um horgir úr skýjum, sem hlöstu þar við,
var hlikan á kögmnurt, stöfuð.
En það er að skilja, að okkur þar óx
sú ófæra langt yfir höfuð.