Helgafell - 01.12.1955, Side 59

Helgafell - 01.12.1955, Side 59
BRÉF TIL RAGNARS 57 stundum fer þetta þannig, að maður veit ekki fyrri til en ímyndunaraflið og minnisdeyfan eru búin að umskapa þetta í endurminningunni í allt annað andrúmsloft eða allt aðra veröld en inn í mann fór við lestur ljóðsins. Þetta fer þó að sjálfsögðu nokkuð eftir því, hve ljóðið var vandlega lesið, hve les- andanum varð oft um það hugsað, hve minni hans er trútt og ímyndunarafl hans er mikið. Lært ljóð, sem maður getur rifjað upp fyrir sér frá orði til orðs, er miklu lífrænna, sterkara og skýrara í verkunum sínum á hugann. Munurinn er ekki ósvipaður því að vera á ferðalagi um land, í stað þess að renna huganum til lands, sem maður hefur einhverntíma lagt leið sína um. Eg er sannfærður um, að Ijóðakunnátta hefur mikið þroskunargildi og hef- ur haft mikil áhrif á andlegan vöxt Islendinga um aldaraðir. Ljóð, sem við höf- um lært, gerast förunautar, sem fylgja okkur svo lengi, sem við munum eftir þeim. Og það eru hljóðir og hæverskir förunautar, sem ávarpa okkur aldrei, nema þegar okkur langar til að eiga orðaskipti við þá. En þeir geta kennt okkur margt. Þeir örva okkur til íhugunar og heilabrota um margs konar efni, sem við myndum aldrei ella leiða hugann að. Þeir víkka og dýpka skilning okkar og skilningsgáfu á „lífið og tilveruna“. Þeir skerpa minnið. Þeir auðga stórum kunnáttu okkar í móðurmálinu. En mest er þó máski um það vert, að þeir hefja hugi okkar upp úr lágkúruskap og erfðarugli hversdagslífsins, ofurlítið í áttina til hins háleita, þangað, sem ferð okkar er heitið eftir skvampið í vilpunni. Þá má ekki ganga fram hjá þvf, að með puði sínu gegnum aldirnar, ekki sízt fyrir beitingu stuðla, höfuðstafa og hendinga, hafa þeir þróað innra með þjóð- inni næmi á hljóma og hrynjandi, sem aftur hefur glætt skyn hennar á músik. Þetta virðist liggja í augum uppi, ef því er ekki gleymt, að andleg iðkunar- efni geymast ekki aðeins í handntum og munnlegum flutnmgi frá kynslóð til kynslóðar, heldur ganga áhrif þeirra emnig að erfðum með vaxandi vöxt- um í gerð heila og tauga frá einstaklingi til einstaklings og einni kynslóð til annarrar. Með öðrum orðum: Svo kallaðir áunnir hæfileikar erfast, enda væri þróun alls lífs óskiljanleg, ef svo væri ekki. Utlendir listamenn, sem haldið hafa hljómleika hér á landi, telja Islendinga mjög góða músikhlustendur, jafnvel fremri öðrum þjóðum, þar sem þeir þekki til, þrátt fyrir það, að við höfum til skamms tíma verið óvanir að hlýða á hina þyngri músik. Og það segja mér fróðir menn, að tónleikar séu hvergi eins vel sóttir sem á Islandi, í samanburði við fólksfjölda. Sé þetta svo, þá tel ég það engum efa bundið, að þarna séu að verki af- leiðingar hinnar almennu ljóðaiðkunar öldum saman, í eintali og upplestri og ekki sízt söng og kveðskap. Og að þessi iðkun gat orðið svona almenn og svona mikilvægur þáttur í lífi fólksins, það tel ég efalítið að þakka megi að miklu leyti íþróttinni í skáldskapnum, rímlistinni, þessum þægilega hreim og dill-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.