Helgafell - 01.12.1955, Síða 61

Helgafell - 01.12.1955, Síða 61
BREF TIL RAGNARS 59 á svip málsins og fæli útlendinga frá að læra það. Og þá verður markvís krafa dagsins: burt með ð og þ! Tökum upp í staðinn th menningarþjóðanna! °g að þessu getur rekið, áður langt um líður. Fyrir mér hefur þetta úreldingarvandamál, — því að nú á tímum er allt gert að ,,vandamálum“ — horft þannig við: I lélegum skáldskap er allt úrelt, ekki aðeins stuðlar, höfuðstafir og hendingar, heldur og öll umgerð og allt inni- hald kvæðisins. En þegar fram á sviðið birtist skáld, sem yrkir „eins vel og Shakespeare“, þá er eins og allt verði nýtt: stuðlar, höfuðstafir, hendingar, hrynjandi, bragarhættir, orð og efni. Vildirðu ekki biðja óvini stuðlaljóðanna að íhuga, hvort þarna liggi ekki agnarlítill hvolpur grafinn, sumum þeirra ef til vill ekki alveg óviðkomandi? Andstæðingar stuðlaljóðanna segja einnig, sem áður getur, að stuðlar, höf- uðstafir og hendingar séu fjötur á skáldskapargáfunni. En samtímis láta að minnsta kosti sumir þeirra í veðri vaka, að það sé alveg eins erfitt að yrkja undir stuðlaleysu. Hvað er þá unnið við að slíta af sér gömlu rímfjötrana, ef menn leggja á sig nýjan Gleypni, sem gerir skáldskapargáfunni eins erfitt um hreyfingar? £g hef buxur með, að þetta sé ekki rétt. £g held það sé sagt í því skyni að fyrirgirða gengisfall á skáldverðleikum sínum. Eg hef ort nokkur ljóð í svo nefndum atómstíl. Mér ber vitaskuld að játa, að þau eru ekki eins vel gerð og beztu atómljóðin, sem kveðin hafa verið á vora tungu, enda var ég þá og er enn viðvaningur í iðninni. En ætli þau jaðri ekki við meðallag? Mér reyndist þessi rímlist svo auðveld viðfangs, að ég held ég myndi treysta mér til að yrkja 365 atómljóð á ári og 366 hlaupárin. Ef ég ætti að skila jafn- miklum afköstum á jafnlöngum tíma í stuðluðum ljóðum, og þó ekki betri að gæðum, þá myndi blóðþrýstingurinn í mér vera kominn í sprengingaraðstöðu, áður en fyrsti mánuður ársins væri liðinn. Sumarið 1947 orti ég þrjú atómljóð í járnbrautarlest milli Leeds og London, sitjandi í klefa þar sem fleiri voru, og bætti við fjórða kvæðinu um kvöldið, þegar ég sá fætur á kvenmanni upp á kálfa niður undan viðargreinum í garðinum á móti hótelinu, sem við Margrét bjuggum á. En þennan dag var ég nú reyndar innblásinn og tapaði fyrir bragð- ið einhvers staðar í lestarklefanum lyklunum að íbúðinni okkar heima á Hring- braut 45. Margrét getur ennþá borið vitni um, hvort þetta er ekki allt rétt. Þér mun ljóst af þessari lipurð minni í að yrkja í atómstíl, að ég hlýt að taka undir það með óvinum stuðlaljóðanna, að stuðlar, höfuðstafir og hending- ar hljóti að vera talsverðar hömlur. En ég vil bæta við: hömlur á yrkingar- hraða. Þar með er ekki sagt, að þessar rímreglur séu hömlur á yrkingar- gæðunum. 011 list á sínar hömlur við að glíma, því að hér lifum við ekki í heimi fullkomleika. Bezt væri auðvitað að geta haft hömlurnar sem fæstar, ef við það færu ekki forgörðum verðmæti, sem eru meira virði en það, sem á vinnst. Ef við köstum hömlunum út um austurdyrnar, er hætt við að ringul-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.