Helgafell - 01.12.1955, Síða 65

Helgafell - 01.12.1955, Síða 65
BRÉF TIL RAGNARS 63 „Ljótt er. En ég verð víst að reyna." Þá maelti örlagavaldurinn, eins og hann hafi séð, um hvað ég var að hugsa, þegar ég kom heim að híbýlum hans. ,,Yðar verður sigurinn, þegar lýkur. Og þá mun aftur glóa á grænum lauki hin gullna dögg um morgunstund." ,,I Guðs friði! “ segi ég og hef mig til flugs. „Friður Drottins sé yfir þér!“ svarar örlagavaldurinn. Svona var vitrunin. Klukkan nálægt átta kvöldið eftir fór Margrét út í vissum erindum, en ég sat heima við að skrifa þennan bréfseðil. Margrét hafði ekki hitað neitt kaffi, áður en hún fór, en í öðrum hita- brúsanum var dálítil kaffilögg, sem ég drakk, skömmu eftir að hún var farin. Nokkru seinna dofnaði yfir andríkinu við bréfgerðina. Þá skrapp ég aftur fram í eldhús til þess að ganga ennþá betur úr skugga um, hvort enginn dropi væri eftir í kaffibrúsunum. Þeir voru báðir galtómir. Kaffikannan stóð á eldavélinni og í henni var svolítill slatti af köldu kaffi. Eg renndi úr henni í hálfan bolla og drakk. Ekki löngu seinna brá ég mér aft- ur fram í eldhús og drakk það, sem eftir var í könnunni. Það var tæplega hálf- ur bolli. • Margrét kom heim á tólfta tímanum. Hún finnur að einhver ósýnilegur er í eldhúsinu, en hefur ekki orð á því fyrr en nokkrum mínútum seinna. Eg bið hana að hita kaffisopa, því að ég ætli að vaka yfir bréfinu til klukkan að ganga þrjú. Hún hitar kaffið, og ég var hjá henni í eldhúsinu á meðan og spurði hana frétta af erindum hennar. Þegar hún hafði lokið við að laga kaffið, tekur hún þann hitabrúsann, sem löggin var eftir í, þegar hún fór út, og ætlar að hella í hann úr könnunni. En hvað heldurðu? Brúsinn er þá stútfullur af kaffi. „Því ertu að biðja mig að hita kaffi, og brúsinn er fullur?“ segir Margrét. „Það getur ekki verið,“ svara ég, „því að ég tæmdi úr honum síðasta dreit- ilinn skömmu eftir að þú fórst út.“ „Sjáðu sjálfur! “ segir Margrét. £g geng að brúsanum, tek hann upp og hristi hann. Hann er fullur. Ég tek úr honum tappann og renni úr honum dálítilli lögg í bolla. Kaffið var heitt, eins og því hefði nýlega verið hellt af könnunni í brúsann, en það mundi hafa verið farið að kólna nokkuð að mun, ef Margrét hefði hellt því í brúsann, áð- ur en hún fór út, því að brúsinn er gamalt skrifli og heldur illa í sér hita. Það liggur auk þess í augum uppi, að ég hefði gengið úr skugga um það, hvort nokkuð væri á brúsunum, áður en ég fór að drekka kalt kaffi úr könnunni, því að kalt kaffi þykir mér ekki góður drykkur. Og nú rennur það upp fyrir Margréti, að hún hafði ekkert kaffi hitað, áður en hún fór út, því að hún bjóst við að verða miklu skemur í erindunum en endirinn varð á.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.