Helgafell - 01.12.1955, Síða 66

Helgafell - 01.12.1955, Síða 66
64 HELGAFELL Nú tekur hún hinn kaffibrúsann og ætlar að hella á hann úr könnunni. En hann er þá líka tappafullur af jafnheitu kaffi og var í hinum. Og nú vissi Margrét ekki, hvað hún átti að gera við kaffið í könnunni, sem stóð barmafull á eldavélinm. En nú finnur hún ennþá greinilegar en þegar hún kom inn í eldhúsið, að einhver vera stendur á eldhúsgólfinu mjög aflmikil. Margrét sezt á stól frammi við eldhúsgluggann, og dró úr henni allan mátt, svo að hún gat ekki hreyft sig í allt að tíu mínútur. Hún bað veruna að gefa sig til kynna með höggi í eld- húsborðið eða einhverju öðru, því að það hefur heppnazt stundum áður. En í þetta sinn bar það engan árangur. Þetta er bókstaflega sönn saga. Og finnst þér hún ekki svolítið merkileg? Ekki brá okkur neitt að ráði við þennan atburð, því að við vitum vel, að það er fleira milli himins og jarðar en heimspekina dreymir um, jafnvel fleira en náttúrufræðingana og lífeðlisfræðingana ennþá grunar. Hér hafði þó það gerzt óumdeilanlega, sem fáfræðin kallar kraftaverk. A heimili okkar var ekki til annað malað kaffi en það, sem Margrét lét í könnuna, þegar hún kom heim. Það var geymt í stampi uppi í lokuðum eld- hússkáp og hafði ekkert verið af því tekið. Enginn hafði komið, á meðan Mar- grét var úti, og gangahurðin var læst með smekklás. í Eg varð sleginn af þeim grun, að þetta kraftaverk væri staðfesting eða árétting á vitrun minni nóttina áður, hvað sem sá eða sú hefur heitið, sem þarna lagaði kaffi úr kaffi eða einhverju öðru efni, sem hún hefur breytt í kaffi. Það er ekki eins erfiður galdur og menn halda að breyta einu efni í ann- að. Þeir hinumegin þurfa ekki að reisa til þess verksmiðjur fyrir hundruð milj- ónir dollara, og eru þó ekki að belgja sig upp með þeiri ógnun, að þeir hafi fundið upp aðferð til að þurrka út mannkynið. Guði sé lof fyrir, að hávaða- mennirnir vestan hafs hafa ekki fundið aðferð þeirra. Þá er nú bréfinu loksins lokið, vinur! Ég hefði viljað ræða við þig nokkru ýtarlegar um ,,vandamál“ stuðlaðra ljóða og óstuðlaðra, en frestur minn til að skila af mér bréfinu rennur út fyrir hádegi á morgun, enda er þetta orðið Iengra en ég gerði ráð fyrir í byrjun. Eg vil taka það fram að bréfslokum til að fyrirbvggja hugsanlegan misskilmng í hjarta þínu, að ég tel ekki öll óstuðl- uð ljóð til svo nefnds atómkveðskapar, þó að atómskáldskapurinn sé óstuðlað- ur. En tími er enginn til greinargerðar á þeim mun, enda er hann í ýmsum greinum óljós. Svo bið ég vin minn örlagavaldinn að víkja örlögum þínum og konu þinn- ar þann veg, ef hann telur ykkur henta, að ykkur megi verða til yndis og bless- unar bæði í tíma og rúmi. í Guðs friði! 21. janúar. Þórbergur Þórðarson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.