Helgafell - 01.12.1955, Page 68

Helgafell - 01.12.1955, Page 68
66 HELGAFELL gesti sem var og í þorpið kom, hvort sem hún hafði verið kynnt fyrir honum eða rakst á hann af hendingu, væri hann bara sómasamlega til fara. Aldrei vildi hún aka með þeim í bíl að kvöldinu og þeir þótt- ust fljótlega skilja ástæðuna; samt gáfust þeir eklvi alltaf upp strax — ekki fyrr en ráðhúsklukkan sló ellefu. Þá hófst svofellt samtal eftir klukkutíma þögn, eða vel það, ákafar hvíslingar í svo sem fimm mínútur. ,,Nú verðurðu að fara.“ „Nei, ekld ennþá.“ „Jú, strax.“ „Af hverju?“ „Af því ég er þreytt. Mig langar að fara að hátta.“ „Já, einmitt það. Hingað og ekki lengra, eða hvað?“ „Ætli það ekki.“ Nú stóð hún í skugganum, viðvakin, stillt, og hafði flúið hreyfingarlaust inn í einhvers konar leyniskjól hláturs- ins. Svo fór hann, en hún gekk inn í myrkvað húsið og horfði upp í ferskeyttan Ijósglampann, sem féll á uppgönguna, og þá breyttist hún, gjörbreyttist. Lúnum fótum eins og gömul kona, gekk hún upp stigann og framhjá opnu herberginu, þar sem amma hennar sat keik í ljósinu með bók í höndum, og horfði út á ganginn. Venjulega leit hún ekki inn, þegar hún gekk framhjá, en einstöku sinnum kom það fyrir. Þá horfðust þær í augu sem snöggvast, gamla konan köld og hvasseyg, telpan þreytt, úrvinda með þróttlaust hatur í dökkum, uppglenntum augum. Svo hélt hún áfram og fór inn til sín, en lá tímakorn upp við hurðina, og bráðlega heyrði hún ömmu sína slökkva ljósið hjá sér; stundum grét hún hljóðlega, ömurlega og hvíslaði í sífellu „gamla skepnan þín,“ „gamla skepnan þín.“ Svo leið þetta hjá. Ilún fór úr og skoðaði andlitið í speglinum, athugaði varirnar, farðalausar, linar, útflattar (eða ekki sá hún betur), slæptar og kað- aðar eftir kossana, og þá hugsaði hún með sér: „Guð, af hverju er ég að þessu. Hvað er eiginlega að mér?“ — og gerði sér í hugarlund, hvernig það yrði að hitta gömlu konuna aítur á morgun með merki undanfarandi nætur á vörunum eins og mar, og fann nú jafnvel átak- anlegar til markleysis og tómleika lífsins heldur en bræði sinnar. Þá var það einhvern dag síðdegis, að liún hitti Pál de Montigny hjá vinkonu sinni. Hann fór, og stúlkurnar voru einar eftir. Þær horfð- ust á kyrrlátlega með hulu á augum eins og tveir skylmingamenn. „Svo þér lízt á hann?“ sagði vinkonan. „Skrítinn smekkur, sem þú hefur.“ „Lízt á hvern?“ sagði Ella. „Ég veit bara ekkert, hvern þú ert að tala um.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.