Helgafell - 01.12.1955, Page 71
' ELLA
69
„Get ég annað gert í þessu steindauða, litla, vesæla þorpi. Ég skal
vinna. Eg kæri mig ekkert um að vera iðjulaus. Útvegaðu mér bara
eitllivað að gera — eitthvað, einhvers staðar, bara að það sé svo
langt í burtu, að ég lieyri Jefferson aldrei nefnt á nafn.“ Hún hét í
höfuðið á ömmu sinni, Ailanthia, þó að gamla konan hefði hvorki
hevrt. sitt eigið nafn né sonardóttur sinnar eða nokkurt annað nafn
í hartnær 15 ár, nema það væri öskrað, eins og Ella var að öskra:
„Það var ekki einu sinni búið í gær. Ætlarðu ekki að trúa mér? Það
var ekki einu sinni búið. Ég hefði þó að minnsta kosti haft eitthvað,
eitthvað ...“, en hin gaf henni gætur með þessu kalda, óhvikula,
ástæða, óflýjanlega tilliti, sem auðkennir heyrnarlausa. „Þá það,“
sagði Ella. „Ég gifti mig þá. Verðurðu þá ánægð?“
Eftir hádegið hitti hún Pál niðri í bæ. „Var þetta allt í lagi í gær-
kvöidi?“ sagði hann. „Hvað er að. Voru þau ... ?“
„Nei. Páll, gifztu mér.“ Þau stóðu aftur við gafl í lyfjabúðinni,
í sk’óli af búðarborðinu, en það gat alltaf einhver verið að koma
fram fyrir. Hún hallaðist upp að honum, tekin og strengd í framan,
en farðaður munnurinn eins og gapandi ör á andlitinu. „Gifztu mér,
Pá!l, annars verður það of seint.“
„Ég giftist þeim ekki,“ sagði Páll. „Svona, harkaðu af þér.“
Hún hallaðist upp að honum, full af fyrirheitum. Röddin tor-
kennileg og áköf: „Við gerðum það næstum því í gær. Ef þú giftist
mér, skal ég gera það.“
„Á, einmitt það. Undan eða eftir?“
,,Núna. Hvenær sem þú vilt.“
„Því miður,“ sagði hann.
„Ekki einu sinni, ef ég geri það núna?“
„Svona nú. Vertu róleg.“
„Ó, ég heyri, hvað þú segir. En ég trúi þér ekki, og ég þori ekld
að liætta á það.“ Hún fór að gráta. Hann varð æ gramari:
„Hættu þessu, segi ég.“
„Já, þá það. Ég er hætt. Þú neitar þá. Ég segi þér bara, að seinna
verður það orðið of seint.“
„Djöfullinn, nei. Ég giftist þeim ekki, skaltu vita.“
„Þú um það. Ég vil ekki sjá þig framar.“
„Sama er mér. Úr því að þú ert svona. En ef ég hitti þig aftur,
þá veiztu, hvernig fer. Og engin gifting. Og ég skal sjá til þess, að
það verði engir aðrir viðstaddir, þegar þar að kemur.“
„Það kemur bara ekki að því,“ sagði Ella.
Daginn eftir var hann allur á burt. Viku síðar kom trúlofun
hennar í Memfisblöðunum. Þetta var piltur, sem hún hafði þekkt í