Helgafell - 01.12.1955, Qupperneq 76

Helgafell - 01.12.1955, Qupperneq 76
74 HELGAFELL „Láttu laust,“ sagði gamla konan. „Bíddu,“ skrækti Ella, hvíslandi og streittist á kortinu, sneri upp á það. „Mér skjátlaðist, ég —“ Með furðulegum hætti tókst gömlu konunni að sveigja kortið að sér, um leið og Ella kippti í það. „A,“ sagði hún, og las upphátt: „Segðu hoiium frá því. Ilvað er hað, sem þú veizt?“ „Jæja. Þú varst ekki búin. Hvað er það, sem ég veit?“ „Já,“ sagði Ella. Svo byrjaði hún að hvísla tryllingslega. „Segðu honum frá því. Segðu honum, að við höfum farið inn í runna í morgun og verið þar í tvo klukkuthna. Segðu honum það.“ Amma hennar braut kortið saman hægt og gætilega. Hún stóð upp. „Amma,“ hróp- aði Ella. „Stafinn minn,“ sagði amma hennar. „Þarna upp við vegginn.“ Þegar hún var farin, gekk Ella fram að dyrunum, smellti í lás og sneri síðan inn gólfið aftur. Hún fór sér hægt, náði í slopp af frænku sinni í skápnum og afklæddist með hægð, geispaði djúpt og lengi. „Guð, hvað ég er þreytt,“ sagði hún geispandi. Hún settist við snyrti- borðið og fór að snurfusa neglurnar á sér með áhöldum frænku sinn- ar. Á borðinu stóð lítil fílabeinsklukka. Öðru hverju gaf hún klukk- unni auga. Klukkan niðri sló tólf. Hún sat kyrr andartaki lengur, laut yfir gljáfægðar neglurnar og hleraði eftir síðasta slaginu. Síðan leit hún iit undan sér á fílabeinsklukkuna: „Ekki væri gaman að fara eftir þcr til að ná í lest,“ hugsaði hún. Meðan hún horfði á klukkuna færðist yfir andlitið sami þreytulegi örvæntingarsvipurinn og fyrr um daginn. Hún gekk fram að dyrunum og út á myrkan ganginn. Hún stóð kyrr í dimmunni, berfætt, álút og fór að kjökra í barm sér, kenna í brjósti um sjálfa sig eins og barn. „Það er allt á móti mér,“ hugsaði hún. „Allt.“ Fótatak hennar var hljóðlaust. Hún gekk með handleggina fram undan sér út í myrkrið. Þegar hún rýndi í dimm- una, fannst henni augun snúast við og vita inn í hauskúpuna í full- kominni blindu. Hún fór inn í baðherbergið og læsti á eftir sér. Þá greip hana sama bráðlætið og óðagotið sem fyrr. Hún hljóp fram að króknum á ganginum, hennar megin við gestaherbergið og laut áfram með hendurnar í stxit fyrir munninum. „Páll,“ hvíslaði hún. „Páll“ og hélt að sér andanum, meðan áfjátt lijaðnandi hvíslið fjaraði burt á köldu veggkalkinu. Hún stóð ofanlút og og álappaleg í lánssloppn- urn, en sjónlans augun hvimuðu og skimuðu af örvæntingu út í myrkrið. Hún hljóp inn á salernið, fálmaði upp í kranann í myrkrinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.