Helgafell - 01.12.1955, Síða 79

Helgafell - 01.12.1955, Síða 79
ELLA 77 „Ég ætla að spyrja þig einu sinni enn, bara einu sinni. Og eftir það verður það of seint. Það verður of seint, segi ég. Páll! .. . Páll?“ „Nei, segi ég. Þú elskar mig ekki. Ég elska þig ekki. Hvorugt okkar befir sagt neitt um það.“ „Þá það. Ékki af ást. Villtu giftast mér samt. Mundu, að annars verður það of seint.“ „Nei, ég geri það ekki.“ „En því ekki? Því ekki Páll?“ Hann anzaði engu. Bíllinn þaut áfram. Nú komu þau að fyrsta merkinu, sem hún hafði tekið eftir; hún hugsaði með sér, rólega, „við hljótum að vera alveg að verða komin. Það er næsta bugða.“ „Af hverju ekki, Páll?“ sagði hún upp- hátt yfirum gömlu konuna, sem ekkert heyrði, en sat á milli þeirra. „Ef það er þessi saga um negrablóðið, þá trúi ég henni bara ekki, og mér er alveg sama.“ „Já,“ hugsaði hún, „þetta er bugðan.“ Vegurinn beygði af, og stefndi niður bratta. Hún hallaði sér aftur á bak og tók þá eftir því, að amma hennar horfði beint á hana. En hún hirti ekki fremur um að fela svip sinn eða augnaráð en hún myndi hafa reynt að leyna rödd sinni: „En ef ég ætti nú barn?“ „Hvað um það? Ekki get ég gert að því nú. Þú hefðir átt að hugsa um það áður. Mundu, að þú baðst mig að koma. Ekki bað ég um að fá að koma til þín.“ „Nei, þú baðst ekki um það. Ég bað þig að koma. Ég fékk þig til þess. Nú spyr ég þig í síðasta sinn. Villtu giftast mér? Fljótt!“ „Nei.“ „Þá það,“ sagði hún. Hún hallaði sér aftur á bak; í þessu bili var eins og vegurinn næmi staðar og leitaði jafnvægis, áður en hann steyptist niður brattann og fram með berginu; hvíta girðingin tók að þjóta framhjá. í því að Ella fleygði bílteppinu ofan af sér, tók húii eftir því, að gamla konan starði enn á hana, og um leið og hún stakk sér áfram vfir lmén á gömlu konunni, horfðust þær í augu — stúlkan tærð og hamslaus og gamla konan heyrnarlaus fyrir löngu, en alltsjáandi í staðinn — eitt hatramt andartak mættust í þessu tilliti vonlausir úrslitakostir og óbifanleg neitun. „Þá skaltu deyja!“ hrópaði hún íraman í gömlu konuna, „deyja!“ og greip í stýrið, um leið og Páll gerði tilraun til að kasta henni aftur á bak. En henm tókst að skjóta olnborganum inn á milli spælanna í stýrinu og lagð- ist á hann með fullum þunga, spriklaði fótum ofan á gömlu konunni og vatt stýrinu til. Páll sló hana á munninn með hnefanum. „(),“ æpti hún, „þú barðir mig. Þú barðir mig!“ Um leið og bíllinn rakst á girðinguna kastaðist hún upp á við og missti takið, lá snöggvast á brjóstinu á Páli eins og fugl sem kemur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.