Helgafell - 01.12.1955, Page 96

Helgafell - 01.12.1955, Page 96
94 HELGAFELL í brjósti þess manns, sem er í þeim aðstæðum, sem' myndin sýnir. Loks reyn- ir listamaðurinn að vekja á táknrænan hátt svipaðar tilfinningar og menn finna gagnvart fyrirmyndinni í ákveðnum aðstæðum. Listaverkið getur þá verið með öllu ólíkt fyrirmyndinni á ytra borðinu, en það vekur svipaðar tilfinningar. I þessu sambandi er ekki úr vegi að minnast lítilsháttar á óhlutstæða (abstract) list, sem er andstæða eftirlíkjandi listar eða raunsæislistar. Um þetta form listrænnar tjáningar er nú mjög deilt, sumir telja hana enga list, heldur föndur eitt og gabb, en aðrir hefja hana til skýjanna. Ef óhlutstæð list tjáir oss ekkert, gengur hún ranglega undir heitinu list. Hinsvegar höfum vér séð, að hrein eftirlíking er ekki listræn tjáning, heldur ein tegund tækni. At- hugum nú, með hverjum rökum óhlutstæð list er fordæmd yfirleitt. I fyrsta lagi er hún fordæmd með þeim rökum, að óhlutstæð listaverk líkist engum náttúrlegum hlutum, þ. e. sé ekki eftirlíking neins. Þessi rök eru haldlaus, eins og áður er sýnt fram á. Onnur mótbára er veigameiri, en hún er sú, að óhlutstæð listaverk tjái ekkert, merki ekkert, bak við þau sé ekkert nema tóm- ið, og séu þau af þessari ástæðu ekki listaverk nema að nafninu til. En sam- band listarinnar við veruleikann þarf ekki að rofna, þótt hin listrænu form séu ekki lengur hin sömu og form raunverulegra hluta. Listin er ekki svipt tján- ingargildi sínu, þótt hún sýni oss einungis samband hinna ýmsu eiginda hlut- anna án þess að gefa oss í skyn sérkenni þeirra nánar en nauðsyn er á, til þess að vér skynjum myndina sem tjáningarheild. Öll list er að meira eða minna leyti óhlutstæð, hún sértekur ýmsar eigindir einstakra hluta. Annars væri ekki um listræna tjáningu að ræða, heldur svo nákvæma eftirlíkingu, að vér færum villt á henni og fyrirmyndinni, eins og þjóðsagan segir oss um vesa- lings fuglana, sem tóku þrúgurnar á málverki Zeuxis fyrir raunverulegar þrúg- ur. Öll stílfærsla í list er sértekning (abstraction) og engar reglur eru til um það, hversu mikil og víðtæk sértekningin má vera til þess, að verkið glati tjáningargildi sínu. Þar er hvergi hægt að draga markalínu. I list eykur sér- tekningin tjáningarmátt listaverksins, en persónuleiki og reynsla listamannsins ákvarða, hvað á að tjá, og þess vegna einnig hitt, hversu víðtæk sértekningin á að vera og hvers eðlis.1) Þegar sértekningin er komin á mjög hátt stig, svo að vér sjáum engan náttúrlegan hlut í málverkinu eða höggmyndinni eða hann er a. m. k. mjög torkennilegur, þá er að ræða um það, sem í daglegu tali er nefnt óhlutstæð list. Listastefna þessi á víðast hvar litlum vinsældum að fagna. En auðvitað á þessi tjáningarháttur rétt á sér, því að forn og ný dæmi sanna, að í sumum ágætum listaverkum er sértekning til staðar á háu stigi. £g hef oft heyrt menn koma fram með þá mótbáru gegn óhlutstæðri list, að með henni sé sérstak- lega auðvelt að gabba almenning, þar sem hann er lítt vanur þessu tjáningar- I) Sjá: John Dewey: Art as Experience, bls. 94.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.