Helgafell - 01.12.1955, Qupperneq 104

Helgafell - 01.12.1955, Qupperneq 104
102 HELGAFELL unnar og treysta á blóðþorsta óléttra kvendýra, tekst svo vel að halda sjúkdómnum gangandi, að enn í dag er malaría sá sjúkdómur, sem drepur og sýkir flest fólk í heiminum. Þegar sjúkdómurinn er farinn að ganga á einum stað, þar sem skilyrði eru fyrir útbreiðslu hans, hafa flugurnar alltaf tækifæri til að fá malaríukvikindin ofan í magann á sér, en svo er fyrir séð, að þessi kvikindi gera þeim lítið til. Þau stinga þá sem veikir eru og fá þannig kvikindin ofan í sig og síðan stinga þau bæði veika og heilbrigða. Með þessu móti geta malaríukvikindin borizt endalaust milli manna og flugna. Heilbrigðisástandið á Trinidad er miklu lakara en á íslandi, og það þótt malaría sé ekki reiknuð með. Þar deyja um 60 börn á fyrsta ári af hverjum 1000 nýfæddum börnum, en á Islandi ekki nema um 20. Á Trinidad er rnikið um berklaveiki, þrátt fyrir sólina og hitann. Tæringin drepur þar álíka mikið af fólki og hún gerði fyrir 20 árum hjá okkur. Dr. Brandy, sem ég heimsótti, er nýlega orðinn yfirberkla- læknir á eynni, og ætlar að útrýma sjúkdómnum með sömu aðferðum og Sigurður Sigurðsson hefur gert hjá okkur. Árangurinn er þegar farinn að koma í ljós, en verkið er torsótt, því að mikið vantar á að almenningur sé eins skilningsgóður á þessa hluti og á íslandi. Tilraunastöðvar. Vegna þess hve loftslag er gott á Trinidad, nota Englendingar eyjuna fyrir tilraunastöð á ýmsum sviðum. Þar er rannsóknastofa fyrir virusrannsóknir, önnur stofnun fyrir jurta- sjúkdóma heitu landanna, enn önnur fyrir kókó- og kaffirækt o. s. frv. Einn lækni hitti ég þarna frá Rockefeller Foundation, sem er sendur frá Bandaríkjunum til þess að hjálpa til við rannsóknir á ýmsum hitabeltissjúkdómum. Ein tilraunastöðin var fyrir fóðurrann- sóknir, og þar sá ég svín, sem ekkert fékk annað en banana að éta. Mér þótti þetta fullmikill luxus fyrir svínið, en Ása sagði að því færi fjarri. „Svínin hjá mér eru líka aðallega alin á banönum. Það er ódýrasta fóðrið hér.“ Kartöflur eru hinsvegar allt of dýrar þarna til að gefa svínum, því að þær þrífast ekki í hitanum þar. Port of Spain. Þegar við erum að aka á milli læknanna sjáum við mikið af höfuðborginni, Port of Spain. íbúatalan er um 100.000. Miðbærinn er gamall og lítt ásjálegur, lítið betri en í Reykjavík, en í úthverfunum er mikið af fallegum görðum og húsum. Pálmar og bananar vaxa alls staðar, appelsínutré eru mjög víða og hér og hvar sjást rauðblómstrandi Bougainvillea-tré. Fallegustu húsin eru byggð í bungalow-stíl, með opnum svölum í miðjunni (patio), sem dyr liggja út frá inn í allar stofur. Hér vaxa öll möguleg tré, sem tilheyra hita- beltinu, svo sem casuarina, cecropia, brauðaldintré, með barnshöfuð- stórum, gulleitum, hrjúfum ávöxtum á, auk þess papaya, avocado
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.