Helgafell - 01.12.1955, Blaðsíða 107
Skúli Jensson:
Nýr stíll og stórbrotið skáldverk
Brimhenda Gunnars Gunnarssonar
Árið 1937 kom út á dönsku sagan
Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson og
árið 1939 birtist hún í íslenzkri þýð-
ingu Magnúsar Ásgeirssonar, en fyrst
birtist hún í þessari mynd í Þýzka-
landi 1936. Sagan vakti þegar mikla
athygli og hefir síðan verið þýdd á
fjölmörg tungumál og alls staðar hlot-
ið ágætar viðtökur og mun vera víð-
kunnasta saga höfundar.
Aðventa var að ýmsu sérstæð með-
al verka Gunnars Gunnarssonar.
Stíllinn virtist sléttur og fálátur, eng-
ir stórviðburðir gerast, yfir öllu hvíl-
ir hæglæti og fálæti. Vera má, að ein-
hver geti lesið söguna án þess að fá
nokkuð meira út úr henni. Þó hygg
ég að flestum muni svo fara, að sagan
grípi hug þeirra og þeir finni hinn
þunga undirstraum, hina orðvana
spennu óvissunnar, og verði fyrr en
varir eitt með þrenningunni Fjalla-
Bensa, Eitli og Leó á öræfagöngunni í
blindandi kafaldshríð. För þeirra verð-
ur för lesandans um öræfi lífsins í leit
að verðmætum, sem lians hlutverk er
að finna og bjarga. Hann mun þannig
lifa í sögunni og sagan í honum, en
slíkt er vissulega eitt einkenni sannr-
ar listar. Hann gleymir því, að sagan
eigi sér höfund, heldur verður hún
hans eigin saga, saga allra manna á
vegferð lífsins.
Þær sögur, sem birzt hafa frá hendi
Gunnars Gunnarssonar, síðan Að-
venta kom út, hafa ekki virzt vera í
eðlilegu framhaldi af henni. Það virt-
ist líkast því, sem hún væri nokkurt
hliðarspor á þróunarbi-aut skáldsins,
en lengra yrði ekki stigið í þá áttina.
Svo varð þó, því að hin nýja saga
hans, Brimhenda, sem kom út s.l.
liaust er einmitt framhald á þeirri
sömu braut. En þótt hún minni í
ýmsu á Aðventu, þá er hún þó langt
um þyngri og óaðgengilegri í fyrstu,
en einnig að sama skapi áhrifameiri
og töfrafyllri, þegar okkur hefur tek-
izt að skyggnast undir yfirborðið.
Flestum mun í fyrstu verða æði
torsótt leitin um blaðsíður bókarinn-
ar. Stíllinn virðist þungur og stremb-
inn, setningamar snúnar og óíslenzku-
legar. Engir stóratburðir gerast, eng-
ar nákvæmar náttúrulýsingar, engri
persónu lýst svo neinu nemi. — Er
þá nokkuð í þessu? Er það þess virði
að leggja það á sig að brjótast í gegn
um söguna? Við getum reynt að renna
augunum yfir söguna til að athuga
söguþráðinn. Ekki er þar feitan gölt
að flá. Ekki er heldur auðvelt að hx*að-
lesa söguna, því að stíllinn er ex-fiður
og tefur fyrir. En við höfum þó ekki
lengi lesið er við finnum eitthvað, sem
grípur hugann. Stíllinn þvingar okk-