Helgafell - 01.12.1955, Side 110

Helgafell - 01.12.1955, Side 110
Dr. Ernst Thiele: Þýzk myndlist vorra tíma Algilt mat listaverka er ekki til. Er það hefur verið skapað, ákvarðast gild- ismat þess þegar af sundurleitustu aðstæðum, svo sem almennri viðurkenningu eða sterkri andúð. Að listamanninum látnum, eða oft löngu síðar, breytist gildismatið tíðum algjörlega. Einu verki tekst að ávinna sér mikla hylli, annað fellur í gleymsku, en vekur svo ef til vill skyndilegan áhuga manna á ný að löngu tímabili liðnu. Því er ljóst, að það er ekki listrænt gildi verksins í sjálfu sér, sem ákvarðar matið, heldur hin tímabundna afstaða manna til listtúlkunar og listgæða. Þannig eiga sögulegar stórmyndir síðustu alda mjög lítinn hljóm- grunn hjá listelskum almenningi nútímans, og sum þau verk sem listasöfn keyptu fyrir gífurlegar upphæðir á öndverðri þessari öld væru nú varla eyris- virði, ef þau yrðu boðin til sölu. Á svo hraðfleygri öld sem okkar verður manns- ævin að sjálfsögðu tímabil, sem spannar meiri byltingu og hrífur menn sterk- ar en heilt aldarskeið gat áður gert. Hið sama gildir um afstöðuna til þeirra formbrigða, sem koma fram í myndlistinni. Hún er háð margvíslegum, tíma- bundnum breytingum, og er sífellt sett andspænis nýjum og róttækum við- fangsefnum. Ætli maður samkvæmt þessu að meta hina lifandi list einhvers lands, verð- ur að ganga að því sem gefnu, að það mat verði aldrei algilt, heldur hlýtur það að vera háð hinni almennu afstöðu og persónulegu tímabundnu viðhorfi skoðandans. Sé spurt um mikilvægi þýzkrar samtíðarlistar á þessum grund- velli, getur svarið vart orðið annað en skírskotun til efnislegrar og andlegrar stöðu hennar í þýzku meningarlífi. Um það verður aðeins sagt með ítrustu varfærni, hvað muni lifa af þeirri list, sem nú er sköpuð, og hvort eitt eða annað verk feli í sér það ótímabundið gildi, að það muni standast straum ár- anna sem annað og meir en listsöguleg staðreynd. Við skulum nú snúa okkur að málaralistinni. Áður en lengra er farið, verður þó að minnast á ákveðna staðreynd, sem einkennir ekki aðeins að- stöðu þýzkrar málaralistar, heldur evrópskrar málaralistar yfirleitt. Hún er sú, að málaralist samtíðarinnar er orðin svo til óháð ákveðnum óskum eða fyrir- sögnum, heldur er hún frjáls og án fastra tengsla við ákveðinn stað og nota- gildi. Málari fyrri tíma skapaði ekki aðeins verk sitt af innra samstæði við fyrirmynd sína, heldur jafnframt í nánum tengslum við þann, sem það var málað fyrir, og með hliðsjón þess umhverfis, þar sem listaverkinu var ætlað-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.