Helgafell - 01.12.1955, Side 111

Helgafell - 01.12.1955, Side 111
ÞYZK MYNDLIST VORRA TlMA 109 ur staður. Þetta viðhorf og samræmi er nú ekki lengur til. Nútímamálarinn skapar verk sín án nokkurra tengsla við kaupendur þess, hann hlítir hugmynd- um sínum einum, og síðan verður það að ráðast, hvort einhver verði til þess að kaupa verk hans. Kaupandinn verður síðan að finna myndinni stað, setja hana í umhverfi, sem hún hefur alls ekki verið ætluð. Þetta heimilisleysi ný- skapaðra listaverka er einkar einkennandi fyrir alla málarahst nútímans. Það er ástæða hinna fjölmörgu sýninga, þar sem listaverk eru boðin fram til kaups eins og vörur, og það hefur haft víðtæk áhrif á listasöfnin, sem nú eru orðnir helztu kaupendur listaverka í hverju þjóðfélagi. Hvað er helzt málað í Þýzkalandi í dag? Við hvað glímir höggmyndalisí- in? Hvaða viðfangsefni eru hæst á baugi? Svar við þessari spurningu felur í sér samanburð við efnisval málara- og höggmyndalistar fyrr á öldum og opn- ar möguleika til þess að draga fram sambandið milli myndlistar og annarra andlegra viðfangsefna þýzkrar menningar í dag. A miðöldum skipuðu trúarleg viðfangsefni höfuðsess í málara- og högg- myndalist, en veraldleg efni voru hinsvegar seít skör lægra. Þessi ótvíræði greinarmunur er nú horfinn með öllu og verður ekki endurvakinn. Vald kirkj- unnar á andlegu lífi hefur sífellt verið að þoka fyrir veraldlegum sjónarmið- um, og því er þróun þessi aðeins rökrétt. Af henni leiðir, að varla er um neina trúarlega málaralist að ræða í dag, og hvað snertir Þýzkaland sérstaklega, þá verður ekki fundinn neinn málari, sem helgar sig trúarlegum viðfangsefnum öðru fremur. Að sjálfsögðu velja málarar endrum og eins trúarleg minni í myndir sinar, en slíkar myndir verða sjaldnast séðar í kirkjum. Þá sjaldan það ber við, að kirkjur láti setja upp myndir eftir nútímamálara, eru þær alla jafna gerðar eftir sérstakri pöntun. Tregða þessi er sprottin af mjög víðtækri andúð, einkum meðal kirkjunnar manna, á allri ,,nútímalist“, eða öllu heldur af hræðslu við það, að hin nýstárlegu túlkunarform hennar verði frekar til þess að fæla menn frá en til þess að laða og vekja trúarlotningu. Þeir óska þess helzt að sjá biblíupersónur túlkaðar á hefðbundinn hátt, og þá alls ekki í öðrum búningum en þeim, er tíðkuðust á goíneskum tíma og endurreisnar- öld. Það er býsna athyglisvert, að á þeim tímum hikuðu menn ekki par við að klæða þessar helgu persónur í föt þess tíma og kærðu sig kollótta um sögu- lega nákvæmni í þessum efnum.Ætli málari nú hinsvegar að túlka pyndingar Krists í ljósi okkar eigin samtíðar, verður hann óðar fyrir aðkasti og árásum. Trúarleg málaralist skipar því mjög lágan sess í þýzkri myndlist nútímans, og það sem skapað er af slíku, myndar ekkert heildarsamband, heldur felur aðeins í sér túlkun persónulegrar trúarskynjunar hinna ýmsu höfunda. Allt að einu má í þessu sambandi nefna þá Emil Nolde, Otto Dir, Karl Schmidt-Rottluff og Werner Scholz, en verk þeirra fela í sér einar sterkustu túlkanir trúarlegra kennda, sem fundnar verða í þýzkri samtíðarlist. Það er hinsvegar einkenn- andi, að þessir málarar tilheyra allir eldri kynslóðinni. Hin mikilvægustu trúar-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.