Helgafell - 01.12.1955, Qupperneq 112

Helgafell - 01.12.1955, Qupperneq 112
110 HELGAFELL legu verk Noldes eru til dæmis öll máluð fyrir 20—30 árum, og áhugann má marka af því, að „Ecco Horno" eftir Dix fann aldrei neinn hljómgrunn hjá kirkjunnar mönnum, og hin mikla þrístæða altaristafla eftir Scholz, sem er fyrst og fremst trúarlegt listaverk, hefur ekki eignazt samastað í kirkju, held- ur hafnað á listasafni. Þegar litið er á aðrar greinar trúarlegrar myndlistar, höggmyndalist, gler- málun og myndvefnað, er viðhorfið öllu jákvæðara. Raunar er hér ekki heldur um neina víðtæka nýsköpun á sviði trúarlegrar listar að ræða, en allt að einu eru þó nokkrir listamenn, sem eru óðum að vinna sér þar mikla frægð. Meðal þeirra er einkum að nefna þrjá, alla fædda á árinu 1887, er urðu fyrstir til þess að koma með trúarlega höggmyndalist eftir stríðslokin og geta sér þar verulegs nafns. Ewald Mataré gerði lágmyndir á biskupshurð Koln- ardómkirkju, og Edwin Scharff gerði uppdrættina að eirskreytingum kirkju- hurðarinnar í Maríudal. Hvorttveggja verkið hefur vakið mikla og almenna viðurkenningu. I þeim er fornþýzkri hefð, sem á uppruna sinn allt aftur á 1 1. og 12. öld, snúið til nútímastíls, en þó eru hin einstöku frásagnaratriði úr ævi Krists felld í hringflöt eins og alsiða var á öndverðum miðöldum. Ludwig Gies er aftur á móti þekktur fyrir ýmis sjálfstæð höggmyndaverk, en meðal þeirra má telja veigamestar myndina af Kristi á krossinum og hina stóru mynd, Maríu með barnið. Meðal þeirra yngri listamanna, sem hafa helgað sig að nokkru trúarlegum viðfangsefnum, er helzt að nefna myndhöggvarann Hans Wimmer og Georg Meistermann, sem er fyrst og fremst þekktur fyrir glermálverk sín. Þeir eiga það báðir sameiginlegt, að verkum þeirra hefur þegar frá upphafi verið ætlaður ákveðinn staður í kirkjum og njóta sín því eðlilega betur en ella væri. Einkum er ástæða til þess að nefna krossfestingarmynd eftir Wimmer, í eðli- legri líkamsstærð, sem hann gerði fyrir kapellu nokkra í Suður-Þýzkalandi. Andlitstúlkun Krists er þar mjög óhefðbundin, en sýnir þó í senn djúpa, mann- lega þjáningu og ofurmannlegan viljastyrk. Þegar eftir stríðið gerði Georg Meistermann uppdrætti að glerrúðum fyrir litla kapellu í Kolni, sem byggð hafði verið á grunni fornrar, sundurtættrar kirkju. Þessar glerrúður Meister- manns hafa orðið mjög frægar fyrir hinar viðkvæmu og fögru útlínur mynd- anna og óvenjulegt Ijósmagn litglersins. Viðfangsefni þetta varð upphafið að hinum mörgu og frábæru glermálverkum Meistermanns og með síðasta verki sínu, myndrúðum í nýbyggða kirkju í Svínafurðu við Main, hefur þýzk nú- tíma glermálun náð merkilegum hátindi. A árunum eftir fyrra heimsstríðið glímdu fjölmargir listamenn við nær- tæk efni úr umhverfi sínu og samtíð. Meðal þeirra bar tvímælalaust hæst þau Otto Dix og Káthe Kollwitz. Þá afstöðu til myndefnisins, sem þar kom fram, er nú vart lengur að finna. Neyð og örbirgð manna, sem berjast fyrir tilveru sinni í heimi ískaldrar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.