Helgafell - 01.12.1955, Page 123

Helgafell - 01.12.1955, Page 123
LISTIR Leiklistin árið 1955 Leiklistarunnendur geta ekki kvartað undan einhæfni í vali þeirra verkefna, sem leikhús höfuðstaðarins hafa tekið til flutnings á því ári, sem nú er að líða. Þar hefur getið að líta harmleiki svo sem Þeir koma í haust og í deiglunni hjá Þjóðleikhúsinu og Erfingjann hjá Leikfélagi Reykjavíkur, gamanleiki eins og Svæk, Fædd í gær og Er á meðan er hjá Þjóðleikhúsinu og Kjamorku og kvenhylli, Kvennamál Kölska og Nóa, sem þó er að öðrum þræði alvarlegt leikrit, hjá Leikfélaginu, skopleiki svo sem Inn og út um gluggann hjá L. R.; óperur eins og I Pagliacci, Cavalleria Rusticana og La Bohéme, að ógleymdri kínversku óperunni nú í haust. Koma japansks dansflokks jók enn á fjöl- breytnina og loks má nefna hinn kín- verska ævintýraleik Krítarhringinn hjá Þjóðleikhúsinu. Sennilega er Reykjavík mesta leik- listarborg heimsins að tiltölu við fólks- fjölda og aðrar aðstæður. Aðalþunginn af. vanda og vegsemd listarinnar hef- ur af eðlilegum ástæðum hvílt á herð- um Þjóðleikhússins og hefur þar eins og áður er sagt kennt margra grasa, allt frá gamanleikum léttustu teguridar til átakanlegustu harmleikja. Sérstök ástæða er til að gleðjast yfir því, hversu flutningur óperanna vai með miklum glæsibrag, og er nú ljóst orð- ið, að Þjóðleikhúsinu ætti að vera inn- an handar að sýna árlega eina eða tvær óperur með innlendum söngkröft- um, að minnsta kosti ýmsar þær óper- ur af minni gerð, sem ekki krefjast allt of margra söngvara í einsöngs- hlutverkum. 1 því sambandi nægir að minna á hinar yndislegu óperur Mo- zarts. Af harmleikjum þessa árs er I deiglunni eftir Arthur Miller vafalaust merkasta viðfangsefnið, þótt Erfinginn eftir Henry James sé einnig mjög at- hyglisvert leikrit og sýning þess hafi verið Leikfélaginu til sóma. Sennilega lætur íslenzkum leikurum einna bezt að túlka voldug innri átök og sálarstríð. Á gamanleikum hafa þeir yfirleitt miklu minna vald og má ætla að í sumum tilfellum stafi það af skorti á nægilegri og — umfram allt •— réttri þjálfun. Þó hafa nokkrir úr hópi okkar eldri leikara náð furðu langt án skóla, svo sem Brynjólfur og Valur, og er þá ógetið Alfreðs Andréssonar, sem nú er nýlátinn, en var okkar eini skopleikari á heimsmælikvarða. Gamanleikur er erfiðasta leikformið sökum þess hraða og miklu nákvæmni í mörkun, sem hann krefst að jafnaði. Oft má sjá á verkefnavali Leikfélags Reykjavíkur, hversu ástatt er um fjár- hagslega afkomu þess. Þegar þröngt er í búi spretta skopleikirnir upp hjá því eins og gorkúlur. I þetta sinn koma fjórir skop- eða gamanleikir á móti einu leikriti alvarlegs efnis og má af því marka, að nokkuð tómahljóð hafi verið í kassanum. Vonandi hafa þessir léttu leikir bætt eitthvað úr örðugleikum hins
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.