Helgafell - 01.12.1955, Page 124

Helgafell - 01.12.1955, Page 124
122 HELGAFELL merka menningarfélags og óskabarns Reykvíkinga. Heyrzt hefur, að félagið sé nú að æfa Galdra-Loft með Gísla Halldórssyni í titilhlutverkinu og Ernu Sigurleifsdótiur í hlutverki Steinunnar. Er tilhlökkunarefni að sjá þessa efni- legu leikendur spreyta sig á svo erfið- um viðfangsefnum. Af verkefnum fé- lagsins á yfirstandandi ári ber sérstak- lega að minnast hins nýja gamanleiks Agnars Þórðarsonar, sem vekur miklar vonir um framtíð þessa höfundar. Hann hefur áður sýnt ótvíræða hæfileika til leikritagerðar og harmleikur hans, Þeir koma í haust, sem Þjóðleikhúsið sýndi í fyrra, hlaut miklu minni aðsókn en verðugt var. Hjá Þjóðleikhúsinu hefur afkoman vafalaust verið góð á þessu ári og sýn- ingar þess yfirleitt vel sóttar. Einkum hafa gamanleikirnir reynzt lífseigir eins og fyrri daginn, einkum leikritið Fædd í gær, sem einnig var valið til sýninga úti um land og hlaut hvarvetna beztu viðtökur. Valur Gíslason, sem lék að- alhlutverkið, hreppti eins og kunnugt er verðlaun Félags leiklistargagnrýn- enda, Silfurlampann, fyrir túlkun sína á þessu hlutverki. Var hann vel að þeirri sæmd kominn, því hann er mjög traustur leikari og hefur fyrir löngu sannað, að honum er trúandi fyrir stór- um verkefnum- Leikur Vals í ofan- greindu hlutverki var einnig með mikl- um ágætum, en vitanlega geta menn deilt endalaust um það, hver hafi raun- verulega verið bezti leikur crrsins. Þeg- ar meta skal frammistöðu leikanda verður fyrst og fremst að líta til þess, hvað honum er fengið í hendur og hvað hann síðan gerir úr því. Á það má t. d. benda, að Rúrik Haraldsson lék í sama leikriti miklu erfiðara og umfram allt miklu vanþakklátara hlut- verk og leysti það af hendi með mikilli snilli. Margir mundu og telja, að leik- ur Indriða Waage í Er á meðan er hefði að sínu leyti verið verðlauna verður, enda standa fáir þessum leik- ara á sporði, þegar honum tekst upp. Hvorugt af þessu haggar þó því, að Valur var alls sóma maklegur, og ekki er heldur neinn vafi á því, að úthlut- un verðlaunanna mæltist mjög vel fyrir á meðal leikhúsgesta. Hér er ekki rúm til að rekja einstök leikrit eða ræða meðferð þá, er þau sættu hvert um sig, en í heild mun mega líta svo á, að menn hafi fengið flestar sanngimislegar vonir uppfylltar á leikárinu. Til aðfinnslu má helzt telja það frum, að Krítarhringurinn, eftir Klabund hinn þýzka, var á margan hátt gallað verk og ber það fyrst til, að höfundurinn hefur ekki nennt að kynna sér kínverska háttu og siðu. Til dæmis má nefna sykurinn í teinu og allt hjalið um skilnað. Svæk er einnig lélegt leikrit og minnir í byggingu á myndabókarformið á íslandsklukkunni og Valtý á grænni treyju, en það er samt líklegt til vinsælda sökum hinnar skemmtilegu persónu, sem er leikin (fullafkáralega) af Róbert Amfinnssyni. Þjóðleikhússtjóri á sérstakar þakkir skyldar fyrir að hafa af miklum stór- hug gefið okkur tækifæri til að kynnost austurlenzkri leiksviðslist með hingað- komu kínversku óperunnar og jap- anska leikflokksins. Vom báðar þessar sýningar mjög nýstárlegar og heill- andi. Þá hefur Þjóðleikhúsið fengið hingað kunnan leikstjóra frá Bretlandi til að setja á svið Draum á Jónsmessu- nótt, eftir Shakespeare, í þýðingu Helga Hálfdánarsonar. Þetta verður jólaleik- rit Þjóðleikhússins og binda menn miklar vonir við þá sýningu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.