Helgafell - 01.12.1955, Page 127

Helgafell - 01.12.1955, Page 127
LISTIR 125 son, ákveðnar tillögur um það, aS list- nám verði gert að „fastri námsgrein í öllum barna- og unglingaskólum, jafnvel þótt óhjákvæmilegt reynist að láta annað ólífrænna námsefni víkja að einhverju leyti“, og jafnframt verði unnið að því „að samræma- barna- og unglingaskóla, jafnt og æðri skóla, listaskólunum, á þann veg, að efnilegu fólki, sem stunda vill nám í listum, gefist kostur á að' sleppa öðr- um greinum (í almennu skólunum), einnig til prófs, en leggja fram á móti einkunnir sínar frá listskólunum . ..“ Þessi tímabæru orð dr. Páls lýsa mikilli framsýni og djúpum skilningi á eðli þeirra viðfangsefna, sem bíða okkar, ekki aðeins á sviði tónlistar- innar, heldur einnig í almennum upp- eldismálum, og það er mikið gleðiefni, að borgarstjórinn í Reykjavík, Gunn- ar Thoroddsen, tekur mjög í sama streng að því er tónlistina snertir í ávarpi sínu til gesta á tónlistarhátíð- inni. Barnssálin er opin og móttækileg fyrir hverskyns áhrifum utan að, og dómgreind barnanna eð'lilega óþroskuð. Samkeppnin um athygli þeirra og áhuga er orðin hörð og mun fara harðnandi með ári hverju, en hún miðast því miður sjaldnast við það, hvað börnunum er hollast og helzt til varanlegrar uppbyggingar og gleði. Hagnaðarvonin verður þar oft þyngri á metunum, og nægir því til sönnun- ar að minna á hin svonefndu „hazar- blöð“, lélegar kvikmvndir og marg- víslegar aðrar fánýtar skemmtanir, sem börnum eru ætlaðar. Það mundi vera fásinna að ætla að koma í veg fyrir að slík dægrastytt- ing sé og verði áfram á boðstólum fyrir börn og unglinga. En það má vinna gegn því, að æskulýðurinn sé beinlínis ofurseldur þessum hégóma, með því að' innræta honum skilning og virðingu á fögrum listum og veita honum þannig ævarandi aðgang að óþrjótandi brunnum lífs- og list- nautnar. Þjóðfélagshættir meðal menningar- þjóða eru nú orðnir á þann veg, að það er eitt hið mesta vandamál, hvernig tómstundunum skuli varið, þannig að þær verði til raunverulegr- ar hvíldar, gleði og uppbyggingar, en glatist ekki í eftirsókn eftir hégóm- legri og jafnvel óhollri dægrastytt- ingu. Margir virðast liafa áhyggjur af þessu, ef dæma iná eftir hinum tíðu blaðaskrifum, þar sem krafizt hefur verið að bann væri sett á eitt eða annað, sem æskulýðnum hefur í þann svipinn verið talið óholltt. En þetta mál leysist ekki með bönnum eð'a öðr- urn neikvæðum aðgerðum, hehlur beinlínis með því að taka virkan og jákvæðan þátt í hinni almennu sam- keppni um athygli og áhuga barn- anna, bjóða þeim hollari skemmtanir og hugðarefni og búa þau undir að geta notið þess, sem almennt er á boð- stólum af slíku tagi. Þannig mætti stuðla að vaxandi gengi íslenzkrar menningarstarfsemi, en draga úr áhrif- um glæpatímarita, manndrápskvik- mynda og knæpulífs. Hér eru það skólamir, sem gætu lagt þyngsta lóðið á vogarskálina, ef rétt væri á haldið. Það þykir að vísu ekki lengur góð latína, að „bókvitið verði ekki í askana látið“. En þó virðist námsgreinaval hinna almennu skóla enn miðast óeðlilega mikið við það, hvað talið er „hagnýtt“ efni í þrengstu merkingu orðsins. Það er óneitanleg staðreynd, að mjög mikið af þessu námsefni er algerlega ólíf- rænt, að minnsta kosti í höndum vel-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.