Morgunblaðið - 01.06.2013, Síða 4

Morgunblaðið - 01.06.2013, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013 Í Landsbankanum þarfnast um 30 þúsund lán skoðunar í kjölfar dóms Hæstaréttar í fyrradag. Hann varð- aði uppgjör vegna endurreiknings vaxta og afborgana af erlendu láni sem tekið var hjá SP-Fjármögnun á sínum tíma en Landsbankinn tók við. Skv. dómnum var Landsbankanum óheimilt að reikna seðlabankavexti afturvirkt á gengistryggð bílalán og kaupleigusamninga. „Lýsing er að kynna sér dóminn og sýnist Hæstiréttur leggja þarna til aðrar leiðir en gert hefur verið áð- ur,“ segir Þór Jónsson, upplýsinga- fulltrúi Lýsingar, spurður um áhrif dómsins. Að mati Lýsingar kallar niðurstaða Hæstaréttar á lögfræði- lega yfirlegu áður en hægt verði að lýsa afstöðu fyrirtækisins. Landsbankinn ætlar að skoða 30 þúsund lán Landsbankinn hefur beðið eftir þessum dómi og lýsir ánægju með að niðurstaða hefur fengist í málinu, segir í fréttatilkynningu frá bankan- um. „Það er fagnaðarefni að dóm- urinn eyðir tiltekinni óvissu sem ríkt hefur um endurreikning bílálána. Landsbankinn hefur nú þegar hafið vinnu við að yfirfara endurreikning allra sambærilegra bílalána hjá bankanum. Þar sem við á mun end- urreikningurinn verða leiðréttur þannig að hann verði í samræmi við niðurstöðu dómsins. Þau lán sem þarfnast skoðunar í Landsbankanum vegna dómsins eru um það bil 30.000 talsins. Því er ljóst að hér er um afar umfangsmikið verkefni að ræða. Vinnunni verður hraðað eins og auðið er og er gert er ráð fyrir að fyrstu bílalánin verði leiðrétt í byrjun júlí næstkomandi,“ segir í frétt bankans. Telur dóminn fordæmisgefandi Umboðsmaður skuldara telur að dómurinn taki til tugþúsunda lána sem þurfi að endurreikna. Dómurinn sé líka fordæmisgefandi fyrir lán hjá Lýsingu, að sögn Svanborgar Sig- marsdóttur, upplýsingafulltrúa um- boðsmanns skuldara. ,,Við fögnum þessum dómi. Hann leysir úr ágrein- ingi varðandi bílalánin,“ segir hún. Íslandsbanki hefur nú þegar endurreiknað 7.200 bílalán og kaup- leigusamninga í samræmi við dóma Hæstaréttar sem féllu á síðasta ári, svonefnda kvittanadóma. Í tilkynningu frá bankanum í gær er bent á að bankarnir hafi í fyrra með samþykki Samkeppniseftirlits- ins, valið 11 dómsmál til að svara þeim álitamálum sem enn stóðu eftir dóm sem féll í febrúar 2012. Dómur sem féll í október skýrði svo betur hvernig lán sem hafa verið í skilum skyldu endurreiknuð. „Í kjölfarið tók Íslandsbanki af skarið og féll frá dómsmálum til að flýta endur- útreikningi. Mat bankinn það svo að dómarnir tækju einnig til skamm- tímalána, svo sem bílasamninga, og ákvað því að bíða ekki eftir frekari dómum. Ergo, fjármögnunarþjón- usta Íslandsbanka, hóf strax endur- útreikning og hefur í dag endur- reiknað 7.200 bílalán og kaupleigusamninga. Íslandsbanki er því vel á veg kominn með endur- útreikning þessara samningsforma í samræmi við kvittanadóma Hæsta- réttar.“ Gæti náð til tuga þúsunda  Landsbankinn gerir ráð fyrir að fyrstu bílalánin verði leiðrétt í byrjun júlí  Lýsing segir Hæstarétt leggja til aðrar leiðir en áður í dómi um gengislán „Þetta var gúmmímotta sem gaf sig undan þunga af lausu bergi og hefur lagst rólega út af,“ segir Svavar Valtýsson hjá Vegagerðinni á Reyðarfirði, en sylla í bergi gaf sig í Oddskarðsgöngum í gær. „Það eru einhverjir fáeinir steinar í þessu en aðallega sandur og möl. Þetta er smá sylla – ég myndi giska á tæp- lega hálfur vörubíll sem fór á annan kantinn. Það var nú ekki meira en það,“ segir hann. Göngin eru opin og ekki urðu miklar tafir á umferð. Ljósmynd/Níels Þóroddsson Hrundi úr syllu í Oddskarðsgöngum Tvær rótgrónar útgerðir í Vest- mannaeyjum hafa gengið inn í kauptilboð bæjarins á dragnóta- skipinu Portlandi VE 97. Útgerð- irnar eru Dala Rafn ehf., og Út- gerðarfélagið Glófaxi og eignast fyrirtækin skip, búnað og tilheyr- andi aflahlutdeild. Í frétt frá bæjarfélaginu kemur fram að Vestmannaeyjabær hafi ákveðið að neyta þess forkaups- réttar sem sveitarfélögum sé áskilinn í lögum og ganga inn í fyrirhugaða sölu á dragnótaskip- inu Portland. Í framhaldinu hafi bærinn framselt kauptilboðið til fyrrnefndra fjölskylduútgerða í Vestmannaeyjum eftir viðræður. Aðkomu bæjarins að málinu er þar með lokið. Forgangsverkefni ríkisstjórnar „Vestmannaeyjabær fagnar því að með þessu samkomulagi er tryggt að umræddar aflaheimildir fari ekki frá Vestmannaeyjum með tilheyrandi skaða fyrir sam- félagið,“ segir í fréttatilkynningu. „Vestmannaeyjabær gerir sér ljósa grein fyrir því að þessar rót- grónu fjölskylduútgerðir hafa tekið þessa ákvörðun í trausti þess að hin nýja ríkisstjórn standi við þær yfirlýsingar sem gefnar hafa verið um að treysta rekstr- argrunn sjávarútvegsfyrirtækja með endurskoðun á veiðileyfa- gjaldi og fl. Slíkt verður að vera forgangs- verkefni nýrrar ríkisstjórnar. Sjávarbyggðir, útgerðarmenn og íbúar bíða því eftir efndum stjórnarflokkanna á þeim lof- orðum sem eru grundvöllurinn að velgengni sjávarútvegsins og sjávarsamfélaga.“ Rótgrónar útgerðir kaupa Port- land VE Leikur Sjómannadagur í Eyjum. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Skil ársreikninga fyrirtækja og félaga hafa batnað upp á síðkastið en enn er ástandið verra hér en í löndunum í kringum okkur. Eftir að farið var að beita sektarákvæðum hafa skilin batnað. Í fyrra voru t.d. 1.417 félög sektuð vegna vanskila á ársreikningi ársins 2010. Þessar upplýsingar koma fram í grein Ólafs Magna Sverrissonar við- skiptafræðings í Tíund, fréttablaði ríkisskattstjóra. Lokaskiladagur árs- reikninga á hverju ári er 31. ágúst og er lítill hluti ársreikninga kominn inn á þeim tíma. Í fyrra var 33.081 félag skilaskylt vegna ársreiknings 2011 sem bar að skila inn til ársreikninga- skrár ekki seinna en 31. ágúst 2012. Þá hafði einungis 22,1% skilaskyldra félaga skilað ársreikningi á réttum tíma. Úrræði að afskrá félög? Þróunin er þó í rétta átt að mati Ólafs. Árið 2009 var hlutfallið 18,2%. Ólafur bendir á að ársreikningar ber- ast nú fyrr en árin þar á undan. „Þann 31. desember 2012 voru heildarskil á ársreikningum 2011 komin í 76,2% en voru 74,3% árið áður vegna ársreikn- inga 2010, og þar áður einungis 66,4% vegna ársreikninga 2009,“ segir í greininni. Ólafur Magni segir hugsanleg úr- ræði til að bæta enn frekar skilin gætu m.a. falist í afskráningu á félögum sem skila hvorki ársreikningum né skatt- framtölum. Einnig gæti þurft að skoða breytingar á núgildandi frestum til skila á annars vegar ársreikningi með framtali og hins vegar á ársreikningi. Standa sig betur í skilum  1.417 félög sektuð í fyrra vegna vanskila á ársreikningi Morgunblaðið/Golli Fjöldi 33.080 félögum og fyrirtækjum bar að skila ársreikningum í fyrra. Fagráði kaþólsku kirkjunnar hafa borist um 20 erindi frá því það tók til starfa í desember á síðasta ári. Meirihluti þeirra erinda sem hafa borist felur í sér kvartanir vegna ofbeldis eða harðræðis að sögn Eiríks Elísar Þorlákssonar, for- manns fagráðsins. Einnig hafa bor- ist kvartanir vegna kynferðisbrota. Hlutverk fagráðsins er m.a. að veita biskupi kirkjunnar álit á því hvort kynferðisbrot eða önnur of- beldisbrot hafi átt sér stað innan kirkjunnar. Í desember var gefið út að fagráðið myndi skila áliti sínu 1. júní. Nú liggur fyrir að svo verð- ur ekki. „Við vildum bara gefa okk- ur aðeins betri tíma til að skila sem vandaðastri vinnu,“ segir Eiríkur um ástæður tafanna. Hann segir vinnuna mjög langt komna og álitinu verði skilað í allra síðasta lagi 1. september nk. heimirs@mbl.is Um 20 er- indi borist fagráði  Meirihlutinn snýr að ofbeldi eða harðræði Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is Blómapottar Mikið úrval afblómapottum í öllum stærðum og gerðum SUMAR TILBOÐ 30% afsláttur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.