Morgunblaðið - 01.06.2013, Side 6

Morgunblaðið - 01.06.2013, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013 Draumur allra kylfinga er að fara holu í höggi, að slá kúluna alla leið í fyrstu tilraun. Þeir sr. Hjálmar Jón- son, Dómkirkjuprestur, og Kristján L. Möller, þing- maður Samfylkingarinnar og fyrrverandi ráðherra, fengu báðir ósk sína uppfyllta sama dag þegar þeir léku á golfvelli Oddfellow við Urriðavatn. Í dag eru þeir báðir meðlimir í golfklúbbinum Odda, en á árum áður gegndu þeir báðir þingstörfum á sama tíma. „Þetta var ósköp ljúft,“ segir Hjálmar um afrekið á vellinum. Með honum á vellinum voru dóttir hans Sig- ríður og hjónin Gunnar og Vilborg. Að sögn Hjálmars er mikilvægt að hafa vitni þegar golfari fer holu í höggi. „Ég var svo heppinn að Gunnar vinnur hjá Hér- aðsdómi Reykjaness, þannig að ég var með dómara með mér,“ segir Hjálmar, glaður í bragði. Þetta tiltekna kvöld var annasamt hjá Kristjáni því í ljós kom að hann þurfti að sinna símafundi vegna þátt- töku sinnar í kjördæmaráði. „Ég sleppti því tveimur holum og tók símafundinn,“ segir Kristján. Þegar fé- lagsskapurinn nálgaðist aftur stóðst hann ekki mátið, dró upp handfrjálsa búnaðinn og fylgdi þeim eftir. „Ég náði að spila þrjár holur á meðan ég var á fundi,“ segir Kristján. „Draumahöggið átti sér þó stað eftir að símafundinum lauk.“ Hjálmar er þar með gildur meðlimur í Einherja- klúbbnum þar sem höggið kom á viðurkenndum velli, en Kristján var á æfingavellinum Ljúflingi og verður því að bíða eftir aðild að sinni. larahalla@mbl.is Morgunblaðið/Golli Þingmaður og prestur Kristján L. Möller og Hjálmar Jónsson náðu báðir þeim áfanga að slá í fyrsta skipti holu í höggi á dögunum. Kylfingarnir segja golfið mikla heilsubót, félagsvænt og afar skemmtilegt. Tvær holur í höggi  Slógu draumahöggið sama daginn  Dómkirkjuprest- ur með dómara með sér  Þingmaðurinn önnum kafinn það hefur ekki verið svo viðtækt að mínu mati að það hafi áhrif á mark- aðinn,“ útskýrir Sverrir sem heldur að fasteignamarkaðurinn eigi ekki langt í land með að ná eðlilegu horfi. „Ekki miðað við eftirspurnina allavega. Hinsvegar hefur verið byggt heldur minna og það má segja að eftirspurn sé meiri heldur en framboðið. Sérstaklega í grónum hverfum eins og í miðborginni, Fossvogi, Vesturbæ og Hlíðunum. Það er gríðarlegur fjöldi kaupenda á markaðnum í dag og oft sterkar greiðslur í boði.“ Aðspurður um hegðun yngri kaupenda, en margir þeirra hafa átt erfitt á fasteignamarkaði frá hruni, segir Sverrir að 2-4 herbergja íbúð- ir seljist mjög hratt, sérstaklega í grónum hverfum. Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Fasteignasala í maímánuði var með líflegasta móti að sögn Sverris Kristinssonar, framkvæmdastjóra fasteignasölunnar Eignamiðlunar. Hann er ekki sammála mati Ingi- bjargar Þórðardóttur, formanns Fé- lags fasteignasala, sem í kvöldfrétt- um RÚV á miðvikudag, sagði að fólk héldi að sér höndum á fast- eignamarkaði af ótta við að fara á mis við leiðrétt- ingar stjórnvalda á húsnæðislánum. Nefndi Ingi- björg að síðan í febrúar, þegar stjórnmálamenn tóku að lýsa kosningaloforð- um í skuldamál- um, hafi fólk beðið, reynt að þrauka og haldið að sér höndum, enginn vilji missa af leiðréttingu. Sagði hún markaðinn á hálfum hraða miðað við árið 2004 þegar 10 þúsund eignir seldust á höfuðborgarsvæðinu. Kannast ekki við breytingu „Ég lýsi þessu þannig að það hef- ur verið góð sala á árinu og óvenju- góð í maí,“ segir Sverrir. Hann kannast ekki við breytta hegðun kaupenda eða seljenda á fasteigna- markaði síðan í febrúar þegar stjórnmálaflokkar tóku að útlista kosningaloforð sín í skuldamálum. „Ekki sem hefur nein áhrif á markaðinn, ég hef ekki orðið var við breytingu. Auðvitað getur verið að einhverjir haldi að sér höndum en Segir söluna gengið vel það sem af er ári  Fasteignasali ósammála mati formanns Félags fasteignasala Sverrir Kristinsson Morgunblaðið/Arnaldur Fasteign Mikil eftirspurn er eftir eignum í Fossvogi að sögn Sverris. Andri Karl andri@mbl.is „Fjölmargt kom upp við rannsókn sem bendlaði tollvörðinn við málið. Honum var samt sleppt og líklegt að ákæra myndi ekki leiða til sakfelling- ar. En hvað er það við Darius sem er líklegt til sakfellis? Líklega er það sú staðreynd að hann er Lithái.“ Þetta sagði Hólmgeir Elías Flosason, verj- andi Darius Kochanas, við aðalmeð- ferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær- dag. Dómara málsins þótti Hólmgeir hafa gengið of langt með ummælum sínum og stöðvaði hann af. Þá bað hann Hólmgeir um að kalla ekki eftir að fleiri verði ákærðir. „Mér finnst nú þegar nóg um,“ sagði Guðjón St. Marteinsson, dómari málsins. Darius er ásamt Dainius Kvedaras ákærður fyrir að flytja inn 1.700 ml af amfetamínbasavökva. Saksóknari í málinu krafðist þess að þeir yrðu dæmdir í fjögurra ára fangelsi fyrir innflutninginn, en vökvinn var sendur með pósti til landsins í janúar síðast- liðnum. Báðir krefjast þeir sýknu í málinu. Hólmgeir sagði ákæruvaldið hafa bú- ið til sögu og að bornar væru upp gríðarlega alvarlegar sakir upp á Darius út frá þeirri sögu. „Honum var gefið það hlutverk [í sögu ákæru- valdsins] að beita sér fyrir innflutn- ingi á amfetamínbasavökva með því að álpast til Danmerkur og aka á tvo staði á höfuðborgarsvæðinu. Ef Dai- nius hefði tekið leigubíl upp á Stór- höfða væri Darius ekki ákærður. Er boðlegt að ákæra í alvarlegu sakamáli á grundvelli staðsetningar?“ spurði Hólmgeir og einnig hvort leigubíl- stjórinn hefði þá verið ákærður. Guðmundur St. Ragnarsson, verj- andi Dainius, talaði á svipuðum nót- um. „Þótt hann sé frá Litháen þá er þáttur hans lítill sem enginn í þessu máli. Hann er ekki höfuðpaurinn heldur lítið peð á þessu leikborði.“ Krefst 4-10 ára fangelsis Fimm til viðbótar eru ákærðir í málinu, þrír þeirra fyrir að flytja 19 kíló af amfetamíni til landsins með tveimur póstsendingum í janúar. Þeir eru allir ákærðir fyrir að hafa lagt á ráðin um innflutninginn en því hafna þeir allir þótt þeir játi mismikla aðild að innflutningnum. Saksóknari gaf það ekki skýrt upp hvað ákæruvaldið teldi hæfilega refs- ingu vegna innflutningsins. Hann vís- aði í Papeyjarmálið þar sem sakborn- ingar hlutu 9-10 ára fangelsi. Það sagði saksóknari efri mörk en svo væru einnig vægari dómar, 4-6 ára fangelsi. Af því að dæma krefst ákæruvaldið 4-10 ára fangelsis vegna brotsins. Björgvin Þorsteinsson, verjandi Jóns Baldurs Valdimarssonar, gagn- rýndi rannsókn lögreglu og spurði hvers vegna meintur höfuðpaur, sem Jón Baldur nafngreindi við skýrslu- töku hjá lögreglu, var ekki yfirheyrð- ur. „Þessu verða aðrir að svara, en þetta er mjög sérstakt, að þegar bent er á mann og hann sagður höfuðpaur að það sé ekki kannað.“ Sagði þjóðernið hafa skipt máli við ákæru  Verjandi Litháa sagði líklegt að þjóðerni hans hefði skipt máli þegar metið var hvort hann yrði mögulega sakfelldur Hulinn Dainius Kvedaras við aðal- meðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur. Glerverksmiðjan Samverk ehf Eyjasandi 2, 850 Hella Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi sími: 488 - 9000 www.samverk.is samverk@samverk.is Söluskrifstofa og fagleg ráðgjöf Víkurhvarfi 6, 230 Kópavogi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.