Morgunblaðið - 01.06.2013, Side 11

Morgunblaðið - 01.06.2013, Side 11
Morgunblaðið/Golli Brúðukonur Júní-sýningin Brúðutangó er tileinkuð leikkonunni Eddu Heiðrúnu Bachmann sem hefur aðstoðað Brúðubílinn undanfarin ár á margan hátt og meðal annars léð mörgum brúðum rödd sína. fleiri leikarar, eins og Arnar Jónsson er rosa skemmtilegur sem ljón, Laddi sem úlfurinn og Pálmi Gests- son sem Blárefur og Dúskur, svo eitthvað sé nefnt. Ég hef verið að fá alveg topp-leikara og topp-upptökur þannig að þetta er allt mjög vandað enda á maður að vanda til verka fyr- ir börn,“ segir Helga sem er mjög í mun að allir sem koma að sýning- unni fái tilskildar þakkir og virðingu. Sigrún Edda Björnsdóttir hefur leikstýrt Brúðubílnum undanfarin 20 ár og Helga sjálf sér um handrita- og brúðugerð. „Sigrún Edda er al- veg ótrúlega góður leikstjóri og hún er svo klár. Ég er alltaf með stúlkur með mér sem aðstoða mig á sumrin og núna er það hún Júlíana Kristín Jónsdóttir. Ég held að fjórar af fyrr- verandi aðstoðarkonum mínum séu nú þegar útskrifaðar leikkonur. Þetta virðist vera stökkpallur inn í leiklistarskólann og þar á Sigrún Edda mikinn þátt.“ Gleði, góðmennska og makleg málagjöld Aðspurð hvort hún lendi aldrei í vandræðum þegar börnin grípa inn í á miðjum sýningum hristir hún höf- uðið ákveðið og svarar, „Nei, aldrei. Ég er orðin svo vön. Svo þegar mað- ur er búinn að vera svona lengi í þessu þá þekkir maður svo vel hvað það er sem börnin vilja. Þau vilja gleði og að allir séu góðir og að þeim líði vel. Svo vilja þau líka spennu og spennuna fá þau til dæmis frá krókó- dílunum og úlfunum. Hæfileg spenna er nauðsynleg. Svo er eitt sem börnin vilja, það er að allir fái makleg málagjöld.“ Eins og margir sem vinna með börnum talar Helga um að einn helsti kostur þeirra sé hreinskilni og einlægni. „Börn segja manni alltaf eins og er. Þau klappa og sýna gleði og ef þeim myndi finnast leiðinlegt þá myndu þau bara fara. Það er ekki til í þeim að eiga að finnast gaman af því að einhver annar sagði að þetta væri fín sýning eins og fullorðna fólkið gerir oft.“ Helga segist reyna að skrifa niður allar þær hugmyndir sem hún fær og í janúar hefst undirbúningur á sumri. „Ég þarf náttúrulega ekki bara að búa til handrit, ég þarf líka að búa til leikarana. Svo lendi ég í vandræðum með alla þessa leikara vegna þess að ég losna ekki við þá. Þeir eru hérna alltaf með mér og þeir safnast fyrir og ég er alveg að springa út úr húsinu hjá mér. Það er svo mikið af brúðum alls staðar en litlu barnabörnin mín eru ógurlega ánægð með ömmu sína.“ Viðhorf til brúðuleikhúss gjörbreytt Helga leggur mikið upp úr því að börnin fari ánægð frá Brúðubíln- um þar sem þetta er í flestum til- fellum fyrsta leikhúsupplifun þeirra. „Þau koma í vögnum að horfa. Það er svo mikilvægt að kenna þeim rétt hvernig leikhúsið er. Þetta er menn- ingarstarf sem ég tek mjög hátíð- lega. Mér finnst líka svolítið merki- legt þegar ég lendi í því eins og um daginn að roskinn maður, að mér finnst, kom upp að mér og sagði; Ohh, ég man hvað mér fannst gaman þegar ég var lítill og ég var að koma að sjá Brúðubílinn. Þá gat ég ekki annað en brosað og hugsað, guð minn góður, hvað er ég eiginlega gömul?“ 33 ár er langur starfsaldur og sérstaklega í skapandi barna- starfi. „Mér finnst 33 ár alveg rosa- lega merkileg tala. Til dæmis í sam- bandi við Biblíuna. Davíð ríkti í 33 ár, Musteri Salomóns konungs stóð í 33 ár, Jesú varð 33 ára. Í Samfrí- múrarareglunni eru 33 stig og hrygglengjan okkar samanstendur af 33 beinum. Þannig að það væri mjög flott ef ég myndi bara hrökkva upp af núna,“ segir Helga og hlær. Helga segir að viðhorf til brúðu- leikhúss sé gjörbreytt frá því hún byrjaði og listgreinin orðin við- urkennd á Íslandi sem hún var ekki. Hún ítrekar þó að hún hafi alltaf fundið fyrir velvild og að fólk hafi borið virðingu fyrir starfi hennar. „Reykjavíkurborg hefur til dæmis alltaf hlúð að þessari starfsemi og ekki viljað svíkja börnin um Brúðu- bílinn. Ég er reyndar ekkert hissa á því. Ég er svo þægileg og það er aldrei neitt vesen á mér,“ segir Helga hlæjandi. „Ég er bara svo ánægð með að vera í samvistum við börn og hafa það fyrir atvinnu að skemmta, fræða og gleðja þau. Það er dásamlegt.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013 Hægt verður að kynna sér fiðraða íbúa landsins á laugardag þegar Fuglavernd býður áhugasömum í skoðunarferðir með leiðsögn. Hægt er að velja um tvær mismun- andi ferðir, annars vegar um Vatns- mýrina og í kringum Tjörnina og hins vegar í Friðlandinu í Flóa. Aron Leví mun leiða fólk um Vatns- mýrina og verður lagt upp frá Nor- ræna húsinu kl. 16. Hjálmar A. Jóns- son mun leiða áhugasama um Friðlandið í Flóa og er mæting þar við fuglaskoðunarskýlið við bílastæðið í Friðlandinu kl. 16:30. Ókeypis er í báðar skoðunarferð- irnar og allir velkomnir. Athygli er hins vegar vakin á að gott er að mæta vel skóaður, muna eftir sjónauka og jafnvel handbók um fugla. Nánari upplýsingar fást á heima- síðu Fuglaverndar, www.fuglavernd.is Skoðið fugla á laugardag Ljósmynd/Helgi Skúlason Svanir á Reykjavíkurtjörn Hægt verður að fræðast um fiðraða íbúa Vatns- mýrarinnar, Tjarnarinnar og friðlandsins í Flóa með Fuglavernd um helgina. Fuglavernd býður í fuglaskoðun Sú var tíðin að brúður í þjóðbún- ingum var að finna á fjöldamörgum heimilum hér á landi og voru ófáir sem söfnuðu slíkum kjörgripum. Á laugardaginn kl. 14 opnar sýn- ing á veglegu brúðusafni Helgu Ing- ólfsdóttur, hannyrða- og listakonu, í DUUS-húsum í Reykjanesbæ. Um er að ræða fjölmargar ís- lenskar þjóðbúningabrúður, sem eiga það sameiginlegt að klæðnað þeirra má rekja til íslenska þjóðbún- ingsins í ýmsum myndum. Dúkk- urnar spanna ríflega hálfrar aldar tímabil og eru afar fjölbreytilegar. Þær elstu eru frá því á miðri síð- ustu öld en þær yngstu splunkunýj- ar. Á meðal sýningargripa eru einnig brúður sem Helga hefur sjálf unnið í leir. Ókeypir er inn á sýninguna og all- ir velkomnir. Sýningin „Móðir, kona, meyja“ opnuð Brúður Þjóðlegt brúðusafn til sýnis. Þjóðlega klæddar brúður til sýnis í DUUS-húsum í sumar Tvær frumsýningar verða á Brúðutangó, annars vegar 6. júní klukkan 14 í Hallargarð- inum við Fríkirkjuveg og hins vegar 7. júní klukkan 14 á Ár- bæjarsafni. Brúðutangó er fyrri sýning sumarsins. Sú seinni, Hókus-Pókus, verður frumsýnd í júlí. Handrit og brúður eru í um- sjón Helgu Steffensen og nýtur hún aðstoðar Júlíönu Kristínar Jónsdóttur við brúðustjórnun og Jóns Geirfinnssonar við tæknina. Sigrún Edda Björns- dóttir leikstýrir báðum sýn- ingum sumarsins líkt og hún hefur gert síðastliðin 20 ár. Frekari upplýsingar um komandi sýningar má finna á brudubill- inn.is Kemur með sumarið BRÚÐUBÍLLINN FRUMSÝNIR Eyþór Ingi Evróvisjónfari, hljómsveit- irnar Leaves og Sísí Ey, Steini í Hjálmum og fleiri til, verða í hópi listamanna sem skemmta á Hertex degi Hjálpræðishersins 2013, sem fram fer í Herkastalanum, Kirkju- stræti 2, í dag laugardag. Dagskráin hefst með opnun fata- og nytjamarkaðar kl. 11 í Herkast- alanum, auk þess sem kaffi og með- læti verða í boði.. Allur ágóði af markaðnum rennur til stuðnings hjálparstarfi Hersins, þ.e. til reksturs Dagsetursins við Eyjaslóð, sem er at- hvarf fyrir útigangs- og utangarðs- fólk. Klukkan 14 verður blásið til tón- leika í Herkastalanum þar sem fyrr- nefndar poppstjörnur og hljómsveitir, auk fleiri til, stíga á svið. Í tilkynningu segir að markmiðið með Hertex-deginum er að skemmta sér og öðrum, vekja athygli á og virkja náungakærleikann. Dagskráin stendur til klukkan 17 og eru allir velkomnir. Eyþór Ingi syngur í Herkastalanum Hreyfum okkur saman um allt land í Kvennahlaupinu 8. júní Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ er orðinn fastur hluti af lífi þúsunda kvenna. Hlaupið er haldið á 90 stöðum víðs vegar um land og á 20 stöðum erlendis. Í ár er hlaupið í samstarfi við styrktarfélagið Göngum saman, sem árlega veitir myndarlega fjárstyrki til íslenskra grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Sjá nánar á www.sjova.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 1 3 - 1 1 5 5

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.