Morgunblaðið - 01.06.2013, Side 12
Atvinnuleysi á Íslandi og í ESB
*Samkvæmt tölumVinnumálastofnunar. **Atvinnuleysi í febrúar samkvæmt Eurostat. ***Hagstofa Lettlands.Hlutfall atvinnulausra á aldrinum 15-64 ára.Meðaltal fyrir 1. ársfj.
****Norska hagstofan.Atvinnuleysi í febrúar. *****Tyrkneska hagstofan.Atvinnuleysi í febrúar. Heimildir: Eurostat (hagstofa ESB),Vinnumálastofnun,hagstofur einstakra ríkja.
Atvinnuleysi í %. Tölur eiga við mars nema annað sé tilgreint.
Ev
ru
sv
æ
ði
ð
(1
7
rík
i)
30%
25%
20%
15%
10%
5%
0%
ES
B
(2
7
rík
i)
Be
lg
ía
Bú
lg
ar
ía
Té
kk
la
nd
Da
nm
ör
k
Þý
sk
al
an
d
Ei
st
la
nd
Írl
an
d
Gr
ik
kl
an
d
Sp
án
n
Fr
ak
kl
an
d
Íta
lía
Ký
pu
r
Le
ttl
an
d
Li
th
áe
n
Lú
xe
m
bo
rg
Un
gv
er
ja
la
nd
M
al
ta
Ho
lla
nd
Au
st
ur
rík
i
Pó
lla
nd
Po
rt
úg
al
Rú
m
en
ía
Sl
óv
en
ía
Sl
óv
ak
ía
Fi
nn
la
nd
Sv
íþ
jó
ð
Br
et
la
nd
Ís
la
nd
No
re
gu
r
Kr
óa
tía
Ty
rk
la
nd
Ba
nd
ar
ík
in
Ja
pa
n
12
,1
10
,9
8,
2
12
,6
7,
3
7,
2
5,
4 9
,4
**
14
,1
27
**
26
,7
11 11
,5 1
4,
2
13
,1
**
*
13
,1
5,
7
11
,2
**
6,
5
6,
4
4,
7
10
,7
6,
7
9,
9
17
,5
14
,5
8,
1
8,
4
7,7
**
5,
3*
3,
7*
**
*
10
,5
**
**
*
18
,5
7,6
4,
3*
*
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Við komum ekki í veg fyrir hinn
sameiginlega vinnumarkað á EES-
svæðinu eða að útlendingar leiti
hingað eftir störfum. Það sem við
þurfum að gera er að tryggja að
þeir njóti sömu kjara og réttinda og
þeir sem eru fyrir á vinnumarkaði.
Það þarf að koma í veg fyrir að
fyrirtæki séu að misnota þá með fé-
lagslegum undirboðum og í svarta
atvinnustarfsemi,“ segir Halldór
Grönvold, aðstoðarframkvæmda-
stjóri ASÍ, sem telur aukna hættu á
slíkri misnotkun nú þegar vinnu-
markaður er að taka við sér.
„Á þensluárunum gætti tilhneig-
ingar til að nota erlenda ríkisborg-
ara í svarta atvinnustarfsemi. Það
gerðist fyrst og fremst í gegnum er-
lend þjónustufyrirtæki og starfs-
mannaleigur, bæði innlendar og er-
lendar. Við þykjumst merkja að
þetta sé að einhverju leyti að fara í
gang aftur, nú þegar farið er að
lifna yfir vinnumarkaðnum.
Þessi starfsemi lagðist að veru-
legu leyti af í hruninu þegar mjög
dró úr umsvifum í byggingar-
geiranum. Reynsla okkar og ná-
grannalandanna kennir okkur að
þetta er einn af áhættuþáttunum
sem verða til staðar á næstu
mánuðum og misserum.
Við því þarf að bregðast. Við höf-
um reynt að treysta laga- og reglu-
rammann til að tryggja að lög og
reglur séu með þeim hætti að það
vinni gegn félagslegum undirboðum
og svartri atvinnustarfsemi,“ segir
Halldór og nefnir til dæmis aukið
vinnustaðaeftirlit og sérstakt átak í
bygginga- og mannvirkjagerð og
ferðaþjónustu. Það séu „stóru
áhættugreinarnar í þessu tilliti“.
Eins og á Norðurlöndum
Eins og sjá má hér til hliðar er at-
vinnuleysi aðeins minna í einu ESB-
ríkjanna 27, Austurríki.
Að sögn Karls Sigurðssonar, sér-
fræðings hjá Vinnumálastofnun,
hefur dregið hægar úr atvinnuleysi
meðal erlendra ríkisborgara en hjá
íslenskum ríkisborgurum. Það sé í
takt við þróunina á Norðurlöndum.
„Erlendir ríkisborgarar standa
verr að vígi á vinnumarkaði vegna
skorts á tungumálakunnáttu og að
einhverju leyti vegna tengslaleysis.
Þegar straumurinn lá til landsins á
þensluárunum reiknuðum við með
að hann myndi snúast við þegar
framkvæmdum lyki. Síðan kom í
ljós að margir erlendir ríkisborg-
arar komu frá svæðum þar sem at-
vinnuleysi er mikið og má þar nefna
ýmis svæði í Póllandi. Ástandið ytra
var víða slæmt þegar efnahags-
kerfið hrundi hér og margir virðast
hafa ákveðið að setjast hér að. Fjöl-
skyldur þeirra sem hafa komið sér
fyrir hér hafa í einhverjum tilfellum
verið að koma hingað í kjölfarið.
Samfélag erlendra ríkisborgara á
Íslandi er orðið stórt og greinilega
mikill samgangur á milli til dæmis
Íslands og Póllands. Ég hugsa að
fólkið hafi ekki að neinu betra að
hverfa í Póllandi ef það missir
vinnuna hér,“ segir Karl.
Má í þessu samhengi benda á að
19.206 fleiri erlendir ríkisborgarar
fluttu til landsins en frá því á tíma-
bilinu frá 2002 til 2012 og bættust
490 í hópinn á fyrstu þrem mán-
uðum þessa árs, þegar 890 erlendur
ríkisborgarar fluttu til landsins en
400 frá því. Fluttu fleiri erlendir
ríkisborgarar til landsins en frá því
öll umrædd ár ef undan eru skilin
árin 2009, 2010 og 2011.
Hafa rétt til bóta í 36 mánuði
Ríkisborgarar innan EES-svæð-
isins og ESB-ríkjanna eiga rétt á
atvinnuleysisbótum í 36 mánuði hafi
þeir náð bótarétti með því að vera í
fullu starfi 12 mánuði á undan. Var
hámarksbótaréttur tímabundið auk-
inn í 48 mánuði eftir efnahagshrun-
ið.
Króatía gengur í ESB hinn 1. júlí
næstkomandi og munu Króatar upp
frá því hafa full atvinnuréttindi í að-
ildarríkjum Evrópusambandsins
hafi einstök ríki ekki gert tímabund-
inn fyrirvara um þann rétt. Nú
standa yfir samningaviðræður um
aðild Króatíu að samningnum um
EES-svæðið. Þar er samið um skil-
mála og skilyrði fyrir aðildinni,
þ.m.t. um heimild íslenskra stjórn-
valda til að fresta tímabundið gildis-
töku regluverks EES um frjálsa för
fólks innan svæðisins. Gert er ráð
fyrir að þessu ferli ljúki fyrir lok
þessa árs. Má til dæmis nefna að ís-
lensk stjórnvöld settu fyrirvara á
komu Rúmena og Búlgara til Ís-
lands eftir inngöngu landanna í
ESB árið 2007 og rann hann út um
áramótin 2011/2012. Ef til þess
kæmi, þá getur ráðherra fyrst lagt
fram frumvarp á Alþingi um að
fresta frjálsri för Króata eftir að
ákvörðun hefur verið tekin um aðild
Króatíu að samningnum um EES
eða þá samhliða. Ekki fyrr.
Almennt hafa þegnar frá EES/
ESB-ríkjum hálft ár til að finna
vinnu og tryggja sér dvalarleyfi.
Karl segir Vinnumálastofnun hafa
lagt áherslu á að bjóða upp á fleiri
úrræði til handa atvinnulausum er-
lendum ríkisborgurum en aðeins
tungumálanám. Það geti oft á tíðum
verið erfitt vegna lítillar málakunn-
áttu. Hægt sé að gera mun meira í
þessum efnum ef meira fé og
mannafli rynni til verkefnanna.
Hætta á að svört vinna aukist
Aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ segir vísbendingar um að misnotkun þensluára sé að hefjast á ný
Boðar átak í byggingargeiranum og ferðaþjónustunni Óvíst hvenær Króatar fá vinnuréttindi
Fjöldi atvinnulausra eftir ríkisfangi
20.000
16.000
12.000
8.000
4.000
0
2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013
Heimild: Vinnumálastofnun
Ísland Erlent ríkisfang, alls
Atvinnulausir með erlent ríkisfang
Pólland 57,10%
Ríkisfangslaus/óvíst 0,92%
Afríka 2,56%
Norðurlönd 2,63%
Ameríka** 3,22%
Evrópa utan ESB 4,53%
Asía 5,45%
Evrópusambandið – gamla* 7,88%
Hin nýju lönd ESB 15,64%
Heimild: Vinnumálastofnun
57,10%
0,92%
2,56%
2,63%
3,22%
4,53%
5,45%
7,88%
15,64%
*17 ESB-ríki, þ.e. ESB fyrir inngöngu 10 ríkja 2004 og 2007
**Norður-Ameríka (Kanada og Bandaríkin) og Mið- og Suður-Ameríka
Halldór
Grönvold
Karl
Sigurðsson
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013
„Við veltum því
fyrir okkur eft-
ir þá gríðar-
legu aukningu
sem hefur orð-
ið í hótel- og
ferðageiranum
á undanförnum
árum hvar sú
fjölgun er að
skila sér hjá stéttarfélögunum.
Við sjáum enda ekki verulega
fjölgun félagsmanna í þessum
geirum hjá Eflingu. Vænt-
anlega mun hert eftirlit rík-
isskattstjóra gefa svör um það
hvort þessir hlutir eru í lagi
eða ekki,“ segir Sigurður
Bessason, formaður Eflingar,
um grunsemdir um að margir
starfi í þessum geirum án
þess að störfin séu gefin upp.
Þar séu á ferð störf sem
hvergi komi fram í tölum yfir
atvinnuleysi.
„Ég held að það sé klárt að
hluti af hótelgeiranum er ekki
í lagi enda er fjöldi fyrirtækja í
honum ekki einu sinni skráður.
Auðvitað skiptir máli að at-
vinnulífið sé uppi á yfirborðinu
og að svört atvinnustarfsemi
fái ekki að dafna óáreitt.
Þegar það verður sprenging
í ferðaþjónustu er ákveðin til-
hneiging innan þess geira að
hluti starfseminnar færist
undir yfirborðið. Það er engin
nýlunda. Sem betur fer er þó
meirihluti fyrirtækjanna í
lagi.“
Mörg störf
ekki gefin
upp til skatts
SÝN EFLINGAR
Sigurður
Bessason