Morgunblaðið - 01.06.2013, Síða 14

Morgunblaðið - 01.06.2013, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013 „Já, ókei og hvernig klæðist manneskja sem langar í samband versus manneskju sem langar ekki í samband?“ „Ekki þessi týpa er óendanlega skemmtileg lesning. Björg er þvílíkur húmoristi og fangar heim ungra íslenskra kvenna af svo mikilli snilld að maður skellir upp úr hvað eftir annað!“ U N N U R E G G E R T S , S Ö N G - O G L E I K K O N A www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu GAMLI ÍSINN - ÞESSI ÍSKALDI Skalli • Ögurhvarfi 2 • 203 Kópavogi • Sími 567 1770 • Opið alla daga kl. 10 - 23 Björn Már Ólafsson bmo@mbl.is „Ég minnist þess að það hafi verið rigning þegar ég útskrifaðist, líkt og nú,“ segir Sigfríður Niel- johniusdóttir en hún fagnar 75 ára stúdentsafmæli frá Mennta- skólanum í Reykjavík. Hún útskrif- aðist árið 1938 og var viðstödd brautskráningu stúdentanna við skólann í gær. Það má með sanni segja að há- tíðarhöldin hafi breyst nokkuð á þessum 75 árum en Sigfríður á auð- velt með að rifja upp hvernig út- skriftum var fagnað hér áður fyrr. „Við útskrifuðumst uppi á hátíð- arsal í gamla skóla. Kennararnir voru allir viðstaddir, auk Pálma rektors. Þar sungum við skólasöng sem Magnús Kjartansson orti auk annarra stúdentasöngva en Sigfús Einarsson tónskáld stjórnaði söng,“ segir hún. Ljóst er að söngur einkenndi útskriftirnar í meiri mæli á fyrri helmingi síðustu aldar. Fáir gestir voru viðstaddir útskriftina og ekki voru haldnar stúdentsveislur hjá hverjum nemanda. Þess í stað skemmtu nýstúdentarnir sér allir saman og ekki skorti fjörið. „Þá hittumst við öll á Gamla- Garði, sem þá var reyndar nýr, sett- um upp hvítu kollana og gerðum okkur glaðan dag.“ Á þeim tíma þóttu húfurnar tilkomumiklar enda kostuðu þær heilar 15 krónur. „Það voru miklir peningar á þessum tíma, enda ekta kreppa í samfélag- inu þá.“ Áfram fjör á Þingvöllum Þar með var þó ekki hátíðar- höldunum lokið. 17. og 18. júní var haldið landsmót stúdenta í Valhöll á Þingvöllum. Þar komu saman stúd- entar frá landinu öllu til þess að skemmta sér saman og var þar mik- ið sungið. Á landsmótinu voru einn- ig fundarsköp, ræðuhöld og sam- þykkt ályktun til stjórnvalda. Kvöldið 18. júní var svo haldið loka- hóf landsmótsins á Hótel Borg í Reykjavík. Hvítu kollarnir fengu að vera á húfunum allt sumarið en þegar tók að hausta voru kollarnir teknir af og húfurnar notaðar sem höfuðfat allan veturinn, enda um vandaðar húfur að ræða. Í bekknum hennar Sigfríðar voru 20 stúlkur og sex strákar en hún var nemandi við máladeild skólans. Á þeim tíma voru engar stúlkur í stærðfræði- deild. „Þá var álitið að stúlkur gætu ekki lært stærðfræði, en það hefur nú sýnt sig annað!“ segir Sigfríður. Menntaskólaárin minnisstæð „Ég man dimission-daginn okk- ar, en þá hafði einni stúlkunni verið gefinn manhattan-kokteill í pela. Það fór nú ekki betur en svo að um leið og hún bragðaði á drykknum fékk hún aðsvif. Svo um kvöldið þegar við vorum að skemmta okkur vorum við saman allar tuttugu stúlkurnar með eina litla sérrí- flösku, svona voru nú fagnaðarlætin þá,“ segir hún en hin mörgu skóla- ferðalög líða henni seint úr minni. „Minnisstæðust eru ferðalögin út á land. Þau voru ævintýrum lík- ust,“ segir hin lífsreynda Sigfríður að lokum. Fagnaðarlætin stóðu yfir í marga daga Morgunblaðið/Rósa Braga Stúdentsafmæli Sigfríður á 75 ára stúdentsafmæli í ár og var viðstödd brautskráningu nýstúdenta í gær.  Fagnar 75 ára stúdentsafmæli  Útskrifaðist árið 1938 Útskrift í MR » Skólinn á rætur að rekja til biskupsstólsins í Skálholti sem stofnaður var 1056. » Skólinn hefur verið í nú- verandi húsnæði frá árinu 1846. » Árið 1937 var heiti skól- ans breytt í núverandi nafn, Menntaskólann í Reykjavík. » 234 stúdentar braut- skráðust frá skólanum í gær. Hagsmunasamtök heimilanna segja að máli gegn Íbúðalánasjóði, sem Hæstiréttur vísaði frá dómi í síð- asta mánuði, sé hvergi nærri lokið og að tekin hafi verið ákvörðun um að leggja fram nýja stefnu í Héraðs- dómi Reykjavíkur sem allra fyrst. Í málinu sem um ræðir höfðuðu hjón mál gegn Íbúðalánasjóði vegna verðtryggingar á láni þeirra. Þau gerðu þá kröfu að viðurkennt væri að Íbúðalánasjóði væri ekki heimilt að krefjast greiðslu á nein- um hluta heildarlántökukostnaðar í merkingu tiltekins ákvæðis laga um neytendalán af húsnæðisláni þeirra. Íbúðalánasjóður krafðist þess að málinu yrði vísað frá. Hér- aðsdómur komst að þeirri nið- urstöðu að vísa dómnum frá og staðfesti Hæstiréttur þá nið- urstöðu. Málinu hvergi nærri lokið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.