Morgunblaðið - 01.06.2013, Side 29

Morgunblaðið - 01.06.2013, Side 29
FRÉTTIR 29Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013 hestum í þessum gæðaflokki á sýn- ingu. Það eru sjálfsagt ekki mörg bú sem geta það. Við vorum eitt af þeim og vorum boðin velkomin.“ Fjöldi gæðinga erlendis Baldvin er þessa dagana að velja bestu hrossin til að sýna. Fjöldi gæð- inga frá honum er í keppni og sýningum erlendis. Baldvin nefnir Hraunar frá Efri-Rauðalæk sem er tvöfaldur heimsmeistari frá síðustu Heimsleikum og Krók bróður hans sem er margfaldur Norðurlanda- meistari. Reiknar Baldvin með því að þeir verði með í baráttunni um efstu sæti sinna greina á mótinu og vonar að það rekist ekki á við ræktunarbús- sýninguna. Því þurfi að hafa vara- hesta tiltæka. Þá segist hann vera að Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta er stærsti auglýsingagluggi heims fyrir okkar starfsemi. Svona mót í stórborg eins og Berlín er að höfða til fólks. Þetta fyrirkomulag er greinilega framtíðin,“ segir Baldvin Ari Guðlaugsson á Akureyri. Rækt- unarbú hans, Efri-Rauðilækur, er eitt af ellefu búum sem valin hafa verið til sýningar á Heimsleikum íslenska hestsins í Berlín í ágúst. Er þetta í fyrsta skipti sem rækt- unarbú fá að sýna hross sín á Heims- leikum. Fyrirmyndin er sótt til Landsmóta hestamanna hér á landi. Sýningin verður á föstudagskvöldi mótsins. Ellefu ræktunarbú voru val- in. Flest eru þýsk, eða sjö. Eitt er al- íslenskt, eitt danskt og eitt norskt. Ellefta búið er þýsk-íslenskt, Sloss- berg/Kvistir og er Kristjón L. Krist- jánsson annar af tveimur ræktendum þess. „Þetta á sér í sjálfu sér langan að- draganda því allt snýst um árangur búsins, bæði á kynbótabrautinni og ekki síður í almennri keppni. Við höf- um verið að ná góðum árangri á báð- um sviðum,“ segir Baldvin Ari um að- draganda þess að ræktun hans varð fyrir valinu. „Til að koma til greina þarf maður að vera með í gangi fjölda toppgæðinga til að geta náð saman tíu íhuga að taka með sér eitt eða tvö hross sérstaklega fyrir þessa sýn- ingu. Mikil forvinna Mikill undirbúningur er fyrir rækt- unarbússýninguna, fyrir utan það að útvega hrossin. Þarf að búa til tíu mínútna sýningu þar sem ákveðið er hvernig hrossin verða sýnd, tónlist valin og texti skrifaður fyrir kynni sýningarinnar. Einnig þarf að útbúa kynningarefni. Ræktunarbúin þurfa því að leggja í verulegan kostnað. Baldvin sér ekki eftir þeim peningum, segir að þetta sé markaðsstarf og menn þurfi að vera tilbúnir að eyða peningum til að afla peninga. „Ekki er hægt að fá betri auglýsingu en þetta.“ Stærsti auglýsingagluggi heims fyrir okkar starfsemi Sýning Randalín og Rósalín, alsystur frá Efri-Rauðalæk, á Landsmóti 2012.  Baldvin Ari Guðlaugsson sýnir ræktunina í Berlín Ræktunarbú í Berlín » Efri-Rauðilækur (Baldvin Ari Guðlaugsson); Forstwald (Karly Zingsheim); Hrafnsholt (Samantha Leidesdorff, Her- bert Ólason); Katulabo (Bo Hansen); Kranichtal (Sarah Kuhls); Kringeland (Inge Krin- geland); Kronshof (Lothar Schenzel, Frauke Schenzel); Lindenhof (Andreas Trappe); Lipperthof (Uli Reber); Schloß- berg/Kvistir (Günther Weber, Kristjón L. Kristjánsson; Tölt- myllan (Nina Engel). Starfsmenn embættis ríkisskatt- stjóra eru nær undantekningar- laust ánægðir með sameiningu embætta skattstjóra sem ákveðin var með lögum árið 2009. Í könnun sem greint er frá í Tíund, frétta- blaði RSK, kemur fram að 93% þeirra sem könnunin náði til eru ánægð með sameininguna eins og hún hafði verið framkvæmd, og ef aðeins eru taldir þeir starfmenn sem tóku afstöðu voru 98% ánægð. Sameiningin var umfangsmikil en seint á árinu 2009 var ákveðið að leggja niður sjálfstæð embætti skattstjóra og fella störf þeirra undir ríkisskattstjóra. Gengu þau áform eftir og með lögum í desem- ber 2009 var samþykkt að sameina skattstofur ríkisskattstjóraembætt- inu frá og með 1. janúar 2010. Þetta fól m.a. í sér að eftirlitseiningar voru felldar saman í eina, virðis- aukaskattur á höfuðborgarsvæðinu sameinaður á starfsstöðinni í Hafn- arfirði, símsvörun færð til Norður- lands, handreikningi stjórnað frá Egilsstöðum o.s.frv. Ríkisskattstjóri Skúli Eggert Þórð- arson. Starfsfólk er ánægt með sam- einingu skattstjóraembætta og RSK. Ánægð með sameiningu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.