Morgunblaðið - 01.06.2013, Side 41

Morgunblaðið - 01.06.2013, Side 41
UMRÆÐAN 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013 … Heilsurækt fyrir konur Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is Oddný Sigríður Nicolaidóttir – 82 ára Ég byrjaði að æfa í Curves vorið 2009. Æfingarnar henta mér afar vel. Ég mæti 4x í viku og held þannig líkamanum í góðu formi þrátt fyrir gigt og fleira sem fylgir mínum aldri. Eftir skurðaðgerð nýlega fór ég í 6 vikna geislameðferð og meðan á meðferðinni stóð stundaði ég líkamsræktina 4x í viku. Félagsska- purinn, stuðningurinn og ekki síst það frábæra starfs- fólk sem Curves hefur upp á að bjóða er ómetanlegt. Þarna hef ég eignast góðar vinkonur og sleppi helst aldrei úr tíma. Stærsti kosturinn er að ég get mætt þegar mér hentar. Tilboð júní og júlí 9.900 kr. Gildir 1. júní-31. júlí Tilboð trimform 7.500 kr. 5 skipti og gildir í 2 vikur Æfingin hjá okkur tekur aðeins 30 mínútur Hringdu og fáðu frían prufutíma Bjóðum einnig upp á trimform Inga Hildur Yngvadóttir - 48 ára snyrti- og fótaaðgerðafræðingur. Ég er búin að vera í Curves í 7 ár og líkar mjög vel ég mæti alltaf 3 í viku. Mér finnst gott að ráða hvenær ég kem og hversu oft . Mér finnst mikill kostur að þurfa ekki að stilla tækin og að ég sé að taka á öllum helstu vöðvahópum. Mér líður mjög vel á eftir og ekki er verra að halda kílóunum í skefjum og vera styrkari og liprari. Frábær stöð sem er bara fyrir konur og þarna er skemmtilegt starfsfólk og mjög góður andi. Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali ÁRSALIR FASTEIGNAMIÐLUN 533 4200 FASTEIGNASALA FYRIRTÆKJASALA - LEIGUMIÐLUN Vantar allar stærðir og gerðir eigna á skrá .... Hafðu samband Til sölu 24,2 fm eldra sumarhús á 1.752 fm eignarlóð við Hvannalund 10, í landi Miðfells Bláskógabyggð. Verð 4,5 millj. Tilv: 131236 Nánari upplýsingar á vef fasteignamiðstöðvarinnar, fasteignamidstodin.is HRINGIÐ Í SÍMA 865-6020 ÞÓR HANN OPNAR HLIÐIÐ INN Á SVÆÐIÐ. Opið hús sunnudag 2. júní kl. 12-14 Op ið hú s Sumarhús Hvannalundur 10 Einar Benediktsson var alvörumaður. Hann var maður hinna stóru verka, maður sem þorði. Einar var ekki bara skáld, held- ur frumkvöðull, og hvatti landann til dáða til sjávar og sveita. Í þá tíð var ein þjóð í þessu landi og barðist hetjulegri baráttu fyr- ir lífinu. Nú búa tvær þjóðir í land- inu, ólíkar að hugsun og innra eðli. Önnur þjóðin er gefendur, hin þiggjendur. Ég hef búið með báð- um þessum þjóðum, þótt ég telji mig eindregið með þeim sem búa á landsbyggðinni. Eftir kynni mín af þessu fólki er það heiðarlegra, hreinskiptnara og vingjarnlegra. Ég hef búið helminginn af starfs- ævi minni á höfuðborgarsvæðinu og hinn helminginn á landsbyggðinni, í Neskaupstað og á Bíldudal. Segja má að ég hafi kynnst hinum sanna Íslendingi, sjómönnum, bændum og vinnandi fólki sem býr á lands- byggðinni, ég kynntist Norðfjarð- arkommunum, sem voru heið- ursmenn. Hugsun þessa fólks er að halda landinu í byggð og vinna gagn fyrir land og þjóð. Svo hef ég líka kynnst sjálfhverfa snobbinu og mennta- og menningarvitunum á höfuðborgarsvæðinu sem halda að allt eigi að snúast í kring um naflann á þeim. Fyrir þetta fólk er til dæmis Sinfóníuhljómsveitin gerð út, fyrir morð fjár, Harpa var byggð fyrir þetta lið og óper- an starfrækt, svo dæmi sé tekið. Það dapurlega er að snobbið vill fá allt frítt. Aðgangseyrir á þessa viðburði er stór- lega niðurgreiddur og mér sýnist að þeir sem kaupa sig inn borgi 10% af því sem miðinn ætti að kosta. Hverjir borga fyrir menning- arvitana? Það er jú landsbyggð- arfólkið. Þannig að þegar þetta dæmi er gert upp er þetta hrein og klár ómenning. Í hallarglaumi var hjarta mitt fátt. Hreysið ég kaus með rjáfrið lága, geðið ber ugg þegar gengi er hátt, gleðin er dýpst við það smáa. (EB) Úti á landsbyggðinni er lífið mun gjöfulla, þar er maður manns gam- an, allir búa í sátt og samlyndi og enginn keyrir um á Range Rover- skuldahala. Þegar ég hugsa til snobbsinns man ég eftir kerlingu sem fór að sjá Aidu. Í kaffitím- anum í vinnunni þurfti hún að láta ljós sitt skína og sagði á innsoginu: „Guð þetta er svo frábært stykki, hann var algjört séní hann Beetho- ven. Svo voru söngvararnir æð- islegir.“ Fólk getur alveg reynt að telja mér trú um að það sé gaman að fara á sinfóníuna, ég veit betur eftir að hafa farið tvisvar. Það þarf stórskrítið fólk til að hafa gaman af þessum hávaða. Ég held nefnilega að snobbið fari á sinfóníuna til að segja frá því á kaffistofunni hvað það er menningarlegt. „Ég fór á sinfóníuna í gærkvöld, ó gvöð hvað það var gaman.“ Það ætti líka að geta þess að þjóðin bauð því af því það tímdi ekki að borga kostn- aðarverð fyrir miðann. Nei, má ég freka biðja um félagsskap lands- byggðarfólksins. Hér á Bíldudal ríkir friður og sátt, vinátta og bræðralag. Hvað getur maður beð- ið um meir? Svo setur maður Frjáls eins og fuglinn á fóninn og lygnir aftur augunum. Með augun á hisminu blind við hvern kjarna Eftir Ómar Sigurðsson » „Í hallarglaumi var hjarta mitt fátt. Hreysið ég kaus með rjáfrið lága, geðið ber ugg þegar gengi er hátt, gleðin er dýpst við það smáa.“ (EB) Ómar Sigurðsson Höfundur er skipstjóri. Vertíðarlok í Gullsmáranum Spilað var á 15 borðum í Gull- smára, fimmtudaginn 30. maí. Úrslit í N/S: Þórður Jörundsson - Jörundur Þórðarson 54 Guðlaugur Nielsen - Pétur Antonsson 320 Örn Einarsson - Jens Karlsson 307 Guðrún Hinriksd. - Haukur Hanness. 289 Gunnar Sigurbj.- Sigurður Gunnlaugss. 284 A/V Ásgr. Aðalsteinss. - Viðar Valdimarss. 333 Bergur Þorleifss. - Rósmundur Jónss. 331 Haukur Guðmss. - Stefán Ólafsson 330 Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 317 Birgir Ísleifss. - Jóhann Ólafsson 305 Boðið var upp á kaffi og meðlæti í tilefni þess að þetta var síðasti spiladagur fyrir sumarfrí. Stigahæstu spilarar félagsins (í spilamennsku til vors) urðu: Katarínus Jónsson ,Jón Bjarnar Sigvaldason, Jón Jóhannsson og Við- ar Valdimarsson. Við þökkum samstarfið og minn- um á að spilamennska hefst að nýju 12. ágúst. Félag eldri borgara í Reykjavík Fimmtudaginn 30. maí var spilað- ur tvímenningur hjá Bridsdeild Fé- lags eldri borgara í Stangarhyl 4, Reykjavík. Keppt var á 14 borðum. Meðalskor var 312. Efstir í N - S Albert Þorsteinss. - Bragi Björnsson 376 Magnús Oddsson - Oliver Kristóferss. 376 Ægir Ferdinandss. - Helgi Hallgrss. 353 Helgi Samúelss. - Sigurjón Helgason 337 A - V Guðjón Eyjólfsson - Sigurður Tómasson388 Jón Þ. Karlsson - Björgvin Kjartanss. 286 Axel Lárusson - Bergur Ingimundars. 361 Oddur Jónsson - Kristján Guðmss. 351 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Líklega eigum við það öll sameiginlegt að þrá að fá að njóta lífsins og þess sem ávextir lífsins anda geta fært okkur. En þeir eru: Kærleikur og gleði, friður og frelsi, gæska og gjaf- mildi, góðvild, lang- lyndi og trúmennska, hógværð, áreiðanleiki og æðruleysi. Að ógleymdu hugarfari fyrirgefningar og þakklætis. En gleymum ekki kjarnanum, uppsprettunni Við eigum það líka flest einnig sameiginlegt að hætta til að gleyma kjarnanum, uppsprettunni. Honum sem kveikti lífið og full- komnaði það með anda sínum. Með því að gerast maður af holdi og blóði, deyja í okkar stað, rísa upp frá dauðum og tileinka okkur sigur lífsins. Fara síðan til þess að búa okkur stað í himinhæðum þar sem sárin verða grædd og allt mun verða nýtt. Með því að gleyma kjarnanum, skilja hann frá, henda honum eða vilja ekki kannast við hann þynn- ast ávextirnir með tímanum. Við tökum að útfæra kærleikann út frá þröngsýnum þörfum sérhagsmuna og eigingirni svo hann skilyrðist og snýst að lokum upp í andhverfu sína. Þá tekur friðurinn að fyrnast og frelsið að frjósa. Gleðin fölnar og glatast svo smátt og smátt. Góðvildin umhverfist, langlyndið styttist og hógværðin verður að hræsnisfullum hroka svo við ber- um ekki þann ávöxt sem okkur var ætlað að gera. Til þess að ávextirnir þynnist ekki er svo mikilvægt að gleyma ekki uppruna sínum, kjarna lífsins og gildunum dýrmætu sem höf- undur lífsins vill færa okkur svo við fáum prýtt tilveruna og gert heiminn að betri stað. Svo við getum hald- ið áfram að njóta ávaxta andans þarf að neyta kjarnans svo við berum þann ávöxt sem við innst inni þráum að bera og okkur var ætlað að gera. Ávöxt sem varir til eilífs lífs. Því þurfum við að vera í stöðugri endur- skoðun og standa vörð um okkur sjálf. Njóta þess að þiggja það meðvitað að láta lífsins anda um okkur leika svo við fáum notið í botn þeirra ávaxta sem hann býður okkur upp á dag hvern. Gleymum bara ekki kjarnanum, uppsprettunni! Allir vilja njóta ávaxtanna Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Til þess að ávext- irnir þynnist ekki er mikilvægt að gleyma ekki kjarnanum, upp- sprettunni svo við áfram fáum notið ávaxtanna sem lengst og best. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.