Morgunblaðið - 01.06.2013, Page 48

Morgunblaðið - 01.06.2013, Page 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013 ✝ Haraldur HoltiLíndal fæddist á Holtastöðum í Langadal, Engihlíð- arhreppi í Austur- Húnavatnssýslu, 20. nóvember 1939. Hann lést á Heil- brigðisstofnuninni Blönduósi 27. maí 2013. Foreldrar Holta voru Jónatan Jós- afatsson Líndal, f. 26. júní 1879, d. 6. nóvember 1971, bóndi og hreppstjóri á Holtastöðum og áð- ur kaupfélagsstjóri á Blönduósi, og seinni kona hans, Soffía Pét- ursdóttur Líndal, f. 9. nóvember 1901, d. 18. apríl 1990, hjúkr- unarkona og húsfreyja á Holta- stöðum. Systir Holta er Kristín Hjördís Líndal, f. 26. júní 1941; og hálfsystkini Holta, börn Jón- atans með fyrri konu sinni, Guð- ríði Sigurðardóttir Líndal, f. 5. desember 1878, d. 11. júní 1932, húsfreyju á Holtastöðum og áður forstöðukonu Kvennaskólans á Blönduósi, voru Jósafat J. Líndal, f. 21. júní 1912, d. 6. september Lilja Magnúsdóttir, f. 17. júlí 1969, börn þeirra eru: a) Har- aldur Holti, f. 4. september 2003, b) Vilborg Jóhanna, f. 27. janúar 2005, c) Friðbjörg Margrét, f. 9. apríl 2007, börn Aðalheiðar frá fyrra sambandi Magnús Ívar Hannesson, f. 4. september 1987 og Jón Hannesson, f. 17. júní 1992; 4) Jóhann Haukur Kristinn, f. 21. júní 1978, maki Birna Aldís Fernández, f. 21. apríl 1981, börn þeirra eru: a) Júlía Karen Fern- ández, f. 23. janúar 2009, b) Davíð Ari Fernández, f. 28. nóvember 2010. Holti ólst upp og vann á búi foreldra sinna þar til hann keypti jörð og bú 1964, hann helgaði Holtastöðum allt sitt ævistarf. Holti stundaði nám við Bænda- skólann á Hvanneyri 1957-1958. Holti tók virkan þátt í ungmenna- félagsstarfi USAH á yngri árum. Holti var virkur þátttakandi í skógræktarstarfi A-Hún. og var hann um árabil í stjórn Skóg- ræktarfélags A-Hún. Einnig var Holti í Áfengisvarnarnefnd A- Hún. til margra ára. Auk þess tók hann við af föður sínum sem með- hjálpari við Holtastaðakirkju og var meðhjálpari fram til þessa dags. Útför Holta fer fram frá Holta- staðakirkju í dag, 1. júní 2013, og hefst athöfnin klukkan 14. 2003 og Margrét J. Líndal, f. 2. sept- ember 1917, d. 3. mars 1991. Haraldur Holti kvæntist á sumar- daginn fyrsta 1964 Kristínu Dóru Mar- gréti Jónsdóttur, f. 19. september 1943, frá Skarfhóli í Mið- firði. Foreldrar hennar eru Jóhanna Björnsdóttir, f. 27. janúar 1919; og Jón Kristinn Pétursson, f. 20. apríl 1918, d. 25. ágúst 1978. Syn- ir Holta og Kristínar eru: 1) Jón Pétur, f. 6. mars 1964, sambýlis- kona Sigurbjörg Jónsdóttir, f. 1. júní 1963. Fyrri sambýliskona Sólveig Valgerður Stefánsdóttir, f. 3. júní 1965, og börn þeirra: a) Soffía Kristín, f. 21. ágúst 1989, b) Sólveig Jóhanna, f. 21. ágúst 1989, c) Kolbrún Védís, f. 11. september 2000, barn Sólveigar frá fyrra sambandi, Jóna Björk Indriðadóttir, f. 21. júní 1983; 2) Jónatan Elfar, f. 13. maí 1965; 3) Júlíus Bjarki, f. 24. nóvember 1968, sambýliskona Aðalheiður Kæri Holti. Mig langar að kveðja þig með þessu fallega ljóði. Lífið rennur sem lækur með lygnu og djúpan hyl grefur sér farveg og fellur um flúðir og klettagil. Við bakkana beggja megin blandast hin tæra lind uns lækurinn orðinn er allur annarra spegilmynd. Lækurinn minnir á lífið lindin er tær og hrein í fljótið ber hann öll fræin sem falla af næstu grein. En fljótið er lífsins ferja er flytur með þungum straum ljóðið um lindina tæru lækjarins óskadraum. (Sigurður Hansen) Hafðu hjartans þökk fyrir ljúf og skemmtileg kynni. Það eru forréttindi að vera tengdadóttir þín. Kveðja, Lilja. Elsku Holti afi, við viljum þakka þér fyrir allar dýrmætu stundirnar sem við áttum með þér. Ljúfar minningar um þig munu lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Ljósið loftin fyllir, og loftin verða blá. Vorið tánum tyllir tindana á. Dagarnir lengjast, og dimman flýr í sjó. Bráðum syngur lóa í brekku og mó. Og lambagrasið ljósa litkar mel og barð. Og sóleyjar spretta sunnan við garð. Þá flettir sól af fjöllunum fannanna strút. Í kaupstað verður farið og kýrnar leystar út. Bráðum glóey gyllir geimana blá. Vorið tánum tyllir tindana á. (Þorsteinn Gíslason) Alltaf saknað, aldrei gleymt. Hvíl í friði, elsku afi. Ástarkveðjur, Haraldur Holti, Vilborg Jóhanna og Friðbjörg Margrét. Holti Líndal, frændi minn á Holtastöðum, er dáinn. Hann taldist vera af hliðar- grein þeirri af Lækjamótsætt- inni minni, Líndal, sem við köll- um Holtastaðaættina. En við af þessari húnvetnsku ætt sem bú- um á höfuðborgarsvæðinu höld- um mikið saman við afkomend- ur hinna; Margrétar Líndal, heitinnar í Hafnarfirði og Jós- afats Líndal, heitins í Kópavogi, sem voru systkini frá Holtastöð- um. Árið 1990 héldum við ættar- mót Lækjamótsættarinnar í Víðidal (ekki langt frá Líndal eða Línakradal) og heimsóttum við þá Holtastaði. Var það í eina skiptið sem ég sá Holta. Mér skildist þá að mín kæra frænka, Áslaug E. Bergsdóttir líffræðingur, hefði þar unað sér mjög við sumarvinnu á unglings- árum; en hún er nú látin. Síðasta sumar hélt Lækjamótsættin svo aftur ætt- armót að Lækjamóti, en í þetta sinn var ákveðið að bjóða ekki Holtastaðafólkinu, af því yngsta fólkinu var að fjölga svo mjög, að einhvers staðar varð að draga mörkin. En aftur á móti hef ég riðið á vaðið með því að hafa opið hús heima hjá mér í Reykjavík, í sumarfríinu síðustu tvö árin, fyrir sem flesta ættingja mína; eftir að ég varð sextugur; og hyggst ég nú halda því áfram. Ekki reikna ég með að kom- ast norður í jarðarförina, en ég vonast til að sjá systur Holta, Kristínu J. Líndal, heima hjá mér í sumar. Árið 2009 gaf ég út æsku- minningar mínar, Eftirþanka skálds; þar sem ég fjalla um ættingja; og sendi ég þá Holta frænda eintak. Ég vil kveðja Holta með frumsömdu ljóði: Evrópuljóð og sögur, heitir ein af mínum mörgu ljóðabókum; frá 2004; og er þar að finna bálk sem heitir Heimsreisuprósaljóð. Fyrsti hluti þess fjallar um gildi föð- urarfleifðarinnar í sveitinni fyrir mig. Ætla ég að freista þess að birta það nú hér á eftir, í prósa- formi: „Þegar pabbi dó, sem var svo sam- ofinn landinu, hætti ég að hlæja að bóndasonum, sem þurfa að renna fyr- ir fiski, á gömlu landareigninni. Og að heimsvíkingum, sem snúa aftur til að deyja. Ég pakkaði beinum mínum saman í eina litla ferðatösku, og fór svo að heimsækja þig; sem var alltaf svo fyndin frænka. Og rétti þér töskuna til varðveislu. Og við settumst niður, og héldum í töskuhaldið, og horfðum á foreldrana okkar hverfa oní svala, græna sum- armoldina. Og við sátum og sátum. Og ég viðurkenndi, að ég var ekki maður til að stunda víking, nema í sjónfæri við þig. Að sveitabýlin væru ekki bara kvalakistur kreppubænda. Og þú sagðir: þú mátt alveg vera. Og hundurinn minn lagði undir flatt. Og kötturinn þinn setti upp sitt stýri. Og stundum opnar þú töskuna og skoðar beinin mín. Og sólin sekkur niður, og fer svo undir jörð, og rís upp aftur. En tunglið, það er samt við sig.“ Tryggvi V. Líndal. Haraldur Holti Líndal ✝ Þorvaldur H.Ingibergsson fæddist í Reykjavík 29. maí 1935. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 7. maí 2013. Foreldrar hans voru Emelía Sigríð- ur Þórðardóttir og Ingibergur Gunnar Kristinsson. Eftirlif- andi systkini hans eru Guðlaug Svala og María. Lát- inn er Þórður. Þorvaldur kvæntist Svanhvíti Ásmundsdóttur 6. október 1957. Synir þeirra eru: 1) Ingibergur Gunnar, maki Guðbjörg Guð- mundsdóttir, þau eiga dæturnar Svanhvíti Kristínu og Kristínu Emelíu. 2) Ásmund- ur, hans börn eru Eva Margrét, Vikt- or Máni og Þorvald- ur Leví. Þorvaldur var kennari í Stýri- mannaskólanum yf- ir þrjátíu ár og stundaði sjó- mennsku með. Einnig starfaði hann hjá Slysa- varnafélaginu um tíma og átti þátt í að koma á fót tilkynning- arskyldu íslenskra skipa og einn- ig var hann kallaður til starfa í rannsóknarnefnd sjóslysa vegna sérþekkingar sinnar. Útför Þorvaldar fór fram frá Laugarneskirkju 23. maí 2013. Margs er að minnast þegar við kveðjum Þorra samferðarmann okkar og félaga úr Öndverðarnes- inu. Uppúr 1980 byggðu Þorri og Sunný sumarbústaðinn sinn við hliðina á okkur og framundan voru margar ánægju- og gleði- stundir með þeim hjónum. Á tímabili tóku Þorri og Sunný virk- an þátt í rekstri golfvallarins, en Þorri var vallarstjóri um skeið og Sunný sá um rekstur golfskálans. Á þeim dögum varð manni ljóst hversu mikið hörkutól Þorri var. Hann sá að mestu leyti einn um að viðhalda vellinum með mjög frum- stæðum vélbúnaði. Hann vann öll verk af elju og dugnaði. Eitt af að- aleinkennum Þorra var að flagga alla daga í sumó og þá vissum við að þau voru komin á svæðið. Þorri sem var sjómaður og kennari hafði alltaf frá mörgu fróðlegu að segja, hvort sem það var um jafn- vægi skipa eða bara frábærar sög- ur af sjónum. Það var alltaf gaman að koma yfir til þeirra hjóna og það voru ófá vetrarkvöldin sem við fengum að njóta gestristni þeirra. Þegar glatt var á hjalla þá var Þorri stundum til í að taka okkur út á verönd og nutum við þar fróðleiks hans í stjörnunum þegar hann fékk okkur til að horfa upp í stjörnubjartan himininn í allri sinni dýrð. Það eru ógleym- anlegar stundir. Á þessum árum voru börnin okkar líka tíðir gestir hjá Þorra og Sunný og fyrir það vilja þau þakka. Við kveðjum Þorra með sökn- uði en fyrst og fremst með óend- anlegu þakklæti fyrir það sem hann gaf okkur og samfélaginu í Öndverðarnesi. Við sendum okk- ar samúðarkveðjur til Sunnýjar, sona þeirra og fjölskyldna. Takk fyrir, kæri Þorri, og hvíl í friði. Ólafur (Óli Jóns) og Kristín. Það er komið að kveðjustund og með trega í hjarta vil ég þakka vini mínum Þorvaldi Ingibergs- syni fyrir samveruna í gegnum árin en þau spanna nú tæplega fimm áratugi. Ég var 16 ára þegar ég kom fyrst á heimili þeirra Þorra og Sunnýjar og þrátt fyrir nokkurn aldursmun varð ekki sundur skil- ið með okkur eftir það og höfum við deilt mörgum gleðilegum sam- verustundum og einnig átakast- undum í lífi okkar í gegnum árin. Þorri var einn af þessum traustu mönnum sem alltaf vissi rétta svarið rataði réttu leiðina, var alltaf í góðu skapi, hafði alltaf tíma, gat lagað allt, gert allt, aldr- ei nein fyrirstaða, ekkert erfitt, bara mismunandi létt, alltaf hægt að leysa öll mál. Þvílíkur maður, enda var hann og þau hjón bæði mín fyrirmynd í gegn um árin, svona ættu allir að vera, þá væri heimurinn í góðum málum. En það var ekki af því að lífið færi um þau hjón mýkri höndum en gerist og gengur á lífsgöng- unni heldur því viðhorfi sem þau höfðu til lífsins, það var alltaf meira sem hægt var að vera þakk- látur fyrir en hitt sem margur hefði kveinkað sér undan. Ég er virkilega hreykin af að hafa átt slíkan vin sem Þorri var og þegar við vorum að „þrasa“ eins og Sunný kallaði það, þegar við vorum í heimspekilegum og eldheitum umræðum um lífið og tilveruna og ég var alveg með þetta, þá gat hann komið með al- veg nýjan vinkil á málið; „nei sko athugaðu eitt, það er alls ekki víst að þetta sé svona, það er nefnilega allt eins víst að það sé önnur hlið á málinu og hún er þessi“ og málið hélt áfram. Ég sagði oft og segi enn það var bæði þroskandi og hreinlega mannbætandi að eiga samræður við Þorra. Af honum mátti læra umburðarlyndi og víðsýni á skoð- unum fólks og hegðun yfirleitt; fátt er sem sýnist og engum er alls varnað var hans sýn á menn og málefni. Tengslin milli okkar í gegnum árin hafa verið gefandi og full af væntumþykju og trausti sem við hjónin erum óendanlega þakklát fyrir. Minningarnar margar og skemmtilegar, með krakkana í heimsókn í sveitinni, allir alltaf svo velkomnir og allaf nóg pláss og aldrei neinum ofaukið, þannig var alltaf tekið á móti gestum á heimili Þorra og Sunnýjar, hvort sem var í sveitinni eða í bænum. Síðustu árin hafa verið vini mínum nokkuð erfið vegna heilsu- brests og held ég að hann hafi verið hvíldinni feginn þótt æðru- leysið hafi verið í öndvegi til síð- asta dags gagnvart því sem að höndum bar. Ég var svo lánsöm að koma í heimsókn nokkrum dögum fyrir andlátið og stóð hann við dyrnar með útbreiddan faðminn til að taka á móti mér, það var góð stund. Kæri vinur, ég kveð þig með virðingu og þakklæti fyrir allt sem þú hefur verið mér og fjöl- skyldu minni og fyrir okkur gert. Elsku Sunný mín, Ingibergur og Ási og fjölskyldur, Guð gefi ykkur styrk í sorginni, minning um traustan og góðan mann lifir. Vertu Guði falinn. Þín vinkona, Bára. Þorvaldur H. Ingibergsson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÓLAFS GUNNARS GÍSLASONAR skipstjóra, Lóulandi 12, Garði. Sigurbjörg Þorleifsdóttir, Arnar Berg Ólafsson, Marie Andersson, Linda Björk Ólafsdóttir, Davíð Eysteinn Sölvason, Bryndís Ólafsdóttir, Jacky Pellerin, Gísli Guðjón Ólafsson, Verna Kr. Friðfinnsdóttir, Sigurbjörg Ólafsdóttir, Óskar G. Bragason, Sigurleif Ólafsdóttir, Luke A. Bird og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, VILBORG EMILSDÓTTIR BONYAI, 54 Knobb Hill Rd., Milford, Connecticut, lést í heimabæ sínum 27. apríl. Mary Bonyai Melone og fjölskylda, Michael J. Bonyai og fjölskylda, Sigurður Emilsson og fjölskylda, Guðrún Emilsdóttir og fjölskylda. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG H. BECK, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Hamraborg 36, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, þriðjudaginn 28. maí. Útför fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 7. júní kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Páll Þórir Beck. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og stuðning vegna veikinda, andláts og útfarar okkar ástkæra JÓNS SIGURÐSSONAR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 3S á Hjúkrunarheimilinu Eir fyrir hlýja og góða umönnun og gott viðmót við okkur ættingja hans. Rósa Skarphéðinsdóttir, Einar Björn Jónsson, Helena Baldursdóttir Vattar, Kristinn Halldór Einarsson, Kristín Sjöfn Valgeirsdóttir, Guðrún Kristín Einarsdóttir, Sigríður Stefanía Einarsdóttir, Sólveig Einarsdóttir, Svavar Þór Guðjónsson, Þórey Björg Einarsdóttir, Jakob S. Antonsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.