Morgunblaðið - 01.06.2013, Page 49

Morgunblaðið - 01.06.2013, Page 49
MINNINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013 ✝ Gunnar Gunn-arsson fæddist á Akureyri 7. maí 1962. Hann lést á hafi úti 12. desem- ber 2012 og fannst lík hans í Kaldbaks- vík á Ströndum 17. maí 2013. Foreldrar hans voru Ásta Jónína Sveinbjörnsdóttir, húsmóðir, fædd á Dalvík 27. nóvember 1934 og Gunnar Þór Jóhannsson, skip- stjóri, fæddur á Kleif í Þorvalds- dal 2. desember 1926, d. 7. nóv- ember 1987. Systkini Gunnars eru: 1) Val- eru: a) Gunnar Þór, f. 1981, b) Ásdís Björg, f. 1986, c) Ásrún Ýr, f. 1987, d) Trausti Þór, f. 1994 og e) Gestur Þór, f. 1997. 4) Edda, f. 2.4. 1965. Eiginmaður hennar er Örn Smárason, f. 1967. Börn þeirra eru: a) Ásta Jónína, f. 1996, b) Auður Alex- andra, f. 1998. Gunnar var í sambúð með Dagbjörtu Fjólu Almarsdóttur, f. 3. maí 1965, d. 27. febrúar 2013. Gunnar lauk grunnskólaprófi frá Dalvíkurskóla 1978. Hann lauk skipstjórnarprófi 2. stigs frá Stýrimannaskólanum á Dal- vík 1988. Gunnar stundaði sjó- mennsku mestan hluta ævi sinn- ar. Síðustu 15 árin sem stýrimaður og skipstjóri á skut- togurum Þormóðs ramma á Siglufirði. Gunnar verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju í dag, 1. júní 2013, kl. 13.30. gerður, f. 17.7. 1955. Eiginmaður hennar er Örlygur Hnefill Jónsson, f. 1953. Börn þeirra eru: a) Emilía Ásta, f. 1977, b) Örlygur Hnefill, f. 1983, c) Gunnar Hnefill, f. 1990. 2) Jóhann, f. 16.6. 1958. Eig- inkona hans er María Steinsdóttir, f. 1966. Börn þeirra eru: a) De- cio, f. 1983, b) Sara Mist, f. 1989, c) Lara Mist, f. 2005. 3) Hulda Sveinbjörg, f. 3.5. 1961. Eig- inmaður hennar er Gestur Traustason, f. 1964. Börn þeirra Gunnar bróðir okkar er lagður til hinstu hvílu í dag. Hann er kominn heim úr löngu ferðalagi um hafið blátt til að eiga sinn graf- reit við hlið föður okkar í Dalvík- urkirkjugarði. Að kvöldi 12. desember 2012 fengum við tilkynningu um að Gunna væri saknað af Múlabergi SI, en skipið hafði haldið til veiða frá Siglufirði fyrr um daginn. Þrátt fyrir mikla leit fannst hann ekki. Þau voru erfið jólin og sár harmur fjölskyldunnar allrar. Gunni var næstyngstur okkar og einungis ár á milli hans og Huldu. Þau voru mjög náin, léku sér mikið saman. Við nutum þess frjálsræðis sem börn á Dalvík bjuggu við á þeim tíma. Þá var farið upp í Bolla í búleik eða niður á bryggju að veiða marhnút. Stundum fór mamma með okkur í berjamó upp í hóla, með nesti, mjólk í tómatsósuflösku og van- illukex. Hann var veiðimaður eins og hann átti kyn til, fannst gaman að standa á árbakka eða við vatn og veiða og honum leið líka vel þó ekki biti á. Oft voru systrasynir hans og mágar með, áttu með hon- um ánægjustundir, hvort sem það var Hrísatjörnin, Mýrarkvísl eða annar fallegur veiðistaður. Gunni hafði yndi af tónlist, sem kom snemma fram. Við Jói munum eft- ir honum 2 ára, þar sem hann teygir fingurgómana upp á út- varpshilluna í stofunni, syngur há- stöfum með Bítlunum, „bless jú jeje“ og dillar sér í takt við lagið. Seinna átti hann flottustu græj- urnar og spilaði Genesis, Pavar- otti, Bítlana eða það sem heillaði hann hverju sinni. Hann elskaði að „tjúna“ upp tónlistina og mamma kallaði: „Gunni, lææækkkkaðu.“ Gunni bjó lengi hjá mömmu, þar sem hann fór seint í sambúð. Eftir að pabbi dó var hann henni mikil stoð og stytta. Árið 2004 tók hann saman við æskuástina sína, Dagbjörtu Fjólu Almarsdóttur og síðustu þrjú árin bjuggu þau í Hvera- gerði. Dagbjört lést af heilablóð- falli 27. febrúar sl. Gunni hafði sterka réttlætis- kennd, hann var barngóður með eindæmum, glaðlyndur, ljúf- menni, heiðarlegur og góður vin- ur. Hann hafði yndi af fallegum hlutum, eins og sjá má af hans innbúi. Hann las mikið, bæði bók- menntir, sagnfræði og fræðibæk- ur og átti nokkurt bókasafn. Á Fiskidaginn mikla var oft slegið upp veislu í boði Gunna og á jólum og gamlárskvöld naut hann þess að vera með fjölskyldunni. Frændsystkinunum, sem elskuðu hann takmarkalaust, fannst spennandi að vera hjá Gunna, því þar var svo mikið sprengt. Það var gott að leita til hans eftir aðstoð, hann var alltaf tilbúinn að veita hana, ef það var í hans valdi, um hvað sem beðið var. Hann keyrði þess vegna landshorna á milli til að geta liðsinnt. Hann leiddi Eddu systur sína stoltur inn kirkjugólfið á brúðkaupsdaginn hennar. Þegar hann var kvaddur í sinn síðasta túr, hafði hann verið í fríi vegna handarmeiðsla, sem hann hafði ekki náð sér af. Hann gerði ítrekaðar tilraunir til að leysa sig frá að fara þennan túr en það gekk ekki. Klukkan sex að morgni 12. desember keyrði hann frá Hveragerði, norður, með viðkomu á Dalvík hjá mömmu, sem hafði verið veik. Hann sagðist vilja taka hana með suður þegar hann kæmi aftur í land. Þaðan hringdi hann í Dæju sína og mamma heyrði hann segja við hana: „Ég verð kominn aftur eftir nokkra daga, elskan mín.“ Þann 17. maí sl. fannst lík hans í Kaldbaksvík á Ströndum. Heit- ustu bænum okkar hafði verið svarað, hin langa bið eftir heim- komu hans er á enda. Ástarþökk fyrir allt, bróðir. Valgerður, Jóhann, Hulda, Edda. Með söknuð í huga fylgi ég til grafar mági mínum Gunnari Gunnarssyni í dag. Ég kynntist Gunnari fljótlega eftir að við Hulda systir hans rugl- uðum saman reytum fyrir 27 ár- um. Síðan þá höfum við Gunnar átt saman margar góðar stundir. Ég fór til sjós með honum eitt sumar og þar myndaðist vinátta sem hefur haldist öll árin. Við áttum það sameiginlegt að hafa oft meiri áhuga en getu í því sem við tókum okkur fyrir hend- ur. Þannig lauk golfferðum okkar yfirleitt þegar við týndum síðasta boltanum frekar en að við klár- uðum hringinn og það var algeng- ara en hitt að við kæmum tóm- hentir úr veiði. En það skipti okkur ekki máli. Tilgangurinn var að komast út í náttúruna og njóta félagsskapar hvor annars. Síðasta veiðiferð okkar Gunn- ars var með strákunum okkar Huldu í vötnin sunnan Tungnaár. Hann hjálpaði Trausta að setja í væna bleikju í Frostastaðarvatni, en Gunnar hafði sérstakt lag við systkinabörn sín. Hann virtist hafa allan tíma heimsins fyrir þau. Hann naut þess að hafa þau hjá sér og þótti gaman að gleðja þau, hvort heldur það var með því að keyra hratt yfir sprænur í jeppa- ferðum til að sulla sem mest eða magna upp stemninguna fyrir áramótum með flugeldakaupum. Það segir margt um hvaða mann Gunnar hafði að geyma, hvernig hann studdi móður sína eftir sviplegt fráfall föður síns 1987. Hann auðveldaði henni lífið með því að taka að sér húsbónda- hlutverkið í Bárugötunni og var henni í öllu stoð og stytta. Missir allrar fjölskyldunnar er mikill en mestur þó hjá elsku tengdamóður minni. Í fyrra fékk ég það hlutverk að velja handa Gunnari flugustöng í fimmtugsafmælisgjöf frá systkin- um og mökum. Þegar hann tók við henni hafði hann orð á að næsta sumar myndum við skreppa sam- an í veiði og þá helst aftur upp á hálendi. Nú er ljóst að ekkert verður úr þeirri ferð, en mér þykir víst að Gunnar muni oft vera mér í huga þegar ég stend í miðri ís- lenskri fegurð og náttúru og kasta eftir fiski. Elsku tengdamamma, eigin- kona og systkini Gunnars. Ykkur varð að ósk ykkar að fá Gunnar heim fyrir sjómannadaginn og geta lagt hann til hinstu hvílu við hlið föður síns í Dalvíkurkirkju- garði. Hvíl í friði, elsku vinur. Gestur Traustason. Engan leit ég eins og þann, álma hreyti bjarta. Einn guð veit, ég elskaði hann af öllum reit míns hjarta. (Vatnsenda-Rósa) Frá því ég var lítill strákur hef ég elskað þig af öllu hjarta, guð veit það og þú vissir það án efa líka. Frá því ég var lítill strákur hefur þú alltaf gefið þér tíma fyrir mig, staðið við bakið á mér og fyrst og fremst verið vinur minn og fyrirmynd. Minningar mínar um þig eru svo margar og góðar og í sann- leika sagt er svo erfitt að koma þeim niður á blað, jafn erfitt og að sætta sig við það að þú sért ekki hérna á meðal okkar lengur. En allar þessar góðu minningar geymi ég í hjarta mínu. Takk elsku frændi fyrir það hver þú varst. Takk fyrir að vera alltaf svona góður og elskulegur við mig. Takk fyrir að vera vinur minn. Takk fyrir allt sem þú kenndir mér. Takk fyrir að gefa þér alltaf tíma fyrir mig og leyfa mér alltaf að koma með þér. Takk fyrir þolinmæðina, veiðiferðirnar í Hrísatjörnina, ferðirnar austur á Sand og rúntana í múlana að veiða kanínur. Takk fyrir að vera með svona fallegt hjarta. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Jóhannes úr Kötlum) Takk fyrir að hafa alltaf verið þú. Ég elska þig og sakna þín svo mikið. Þinn frændi, Gunnar Þór. Kveðja frá skipsfélögum á Múlabergi SI 22 Nú, þegar við kveðjum Gunnar Gunnarsson, stýrimann, er okkur þakklæti efst í huga. Þakklæti fyr- ir góða vináttu og vel unnin störf. Við kynntumst Gunnari fyrst þegar hann kom sem stýrimaður á Stálvík SI, síðan kom hann yfir á Múlaberg SI. En nú er kær vinur og félagi kominn á önnur mið og fiskar þar frjáls í hreinum sjó. Mitt skip er lítið, en lögur stór og leynir þúsundum skerja. En granda skal hvorki sker né sjór því skipi, er Jesús má verja. (Þýð. Vald. V. Snævarr) Við sendum móður, systkinum og ættingjum samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Gunnars Gunnarssonar. Fyrir hönd skipsfélaga, Kristján E. Bjarnason, skipstjóri. Gunnar Gunnarsson Elsku pabbi. Það er erfitt að ímynda sér það ábyrgðarmikla og krefjandi verk sem féll þér í hendur að vera faðir. Þú bjóst mér heimili, veitt- ir mér ást og umhyggju, veittir mér aga, styrk og hugrekki til Guðmundur Örn Guðmundsson ✝ GuðmundurÖrn Guð- mundsson fæddist 17. júní 1954. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 18. maí 2013. Útför Guð- mundar fór fram frá Bústaðakirkju 28. maí 2013. að takast á við ver- öldina. Betri föður var ekki hægt að hugsa sér. Sem maður varstu ávallt svo sjálfstæður og vild- ir gera allt sjálfur, hvort sem það var að gera við vídeó- tækið í hundraðasta skipti, smíða inn- réttingar eða búa til alls konar sniðug tæki og tól til að leysa hin ýmsu vandamál. En þú varst líka barn inn við beinið, grallari sem hafðir gaman af prakkarastrikum og alls kyns dellum. Þú varst trúr og tryggur og ávallt tilbúinn að hjálpa, en ekki á þann máta að þú gerðir hlutina fyrir mig, heldur hvattirðu mig til að standa á eigin fótum og kenndir mér hvernig ég átti að leysa vandamálin sjálfur. Ég lærði svo margt af þér elsku pabbi minn. Ekki bara hvernig ég á að vera sem maður, heldur líka sem barn. Ég elska þig meira en orð fá lýst og ég kveð þig með mikilli sorg í hjarta, en ég veit að leiðir okkar munu liggja saman á ný. Þangað til bið ég Guð að geyma þig og blessa. Þinn sonur, Árni Kristján Guðmundsson. Við höfum nú kvatt bekkjar- bróður okkar, Guðmund Örn Guðmundsson, Lugga. Við vor- um fimmtán strákar saman í Q- bekk (5.-Q og 6.-Q) í MR vet- urna 1972-73 og 1973-74. Luggi féll vel inn í hópinn, rólegur og íhugull, en ávallt til í að taka þátt í því sem hópnum datt í hug að bralla, og það er ýmislegt sem fimmtán strákum dettur í hug að gera á tveimur árum. Luggi var góður námsmaður, sem kannski var ekki hægt að segja um okkur alla á þessum tíma, og góður félagi. Meðfram náminu í MR stundaði hann nám í klassískum gítarleik, en vegna hógværðar hans var oftast erfitt að fá hann til að spila fyrir okk- ur. Eftir MR lá leið Lugga í lyfjafræði og starfaði hann síðan sem lyfjafræðingur. Við bekkjarfélagar Lugga þökkum honum fyrir samfylgd- ina og vottum konu hans og börnum samúð okkar. Megi minningin um góðan dreng lifa. Fyrir hönd bekkjarfélaga í 5.- og 6.-Q í MR, Gísli Fannberg. ✝ Innilegustu þakkir fyrir samúð, hlýhug og vináttu við fráfall ástkærrar móður, tengda- móður, ömmu og langömmu, SIGRÚNAR JÓNSDÓTTUR kennara. Gyða Magnúsdóttir, Ársæll Jónsson, Jón Magnússon, Margrét Þórdís Stefánsdóttir, barnabörn og langömmubörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUNNLAUGUR JÓNSSON, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sólvangi mánudaginn 27. maí. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 11. júní kl. 15.00. Bergþóra Jensen, Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Árni Árnason, Sigríður Gunnlaugsdóttir, Ægir Breiðfjörð, Steinunn Gunnlaugsdóttir, Brjánn Árni Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÓLÖF JÓNSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð fimmtu- daginn 23. maí. Úför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Bestu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð fyrir einstaka alúð og umönnun. Jón Sveinsson, Guðbjörg Sveinsdóttir, Mikael Chu, Ragnar Santos, Berglind Guðrún Chu, Mikael A. Mikaelsson og langömmubörn. ✝ Ástkæri eiginmaður minn, BALDUR JÓNASSON, Furugerði 17, lést aðfaranótt föstudags 31. maí á gjörgæsludeild Landspítalans. Jarðarför auglýst síðar. Margrét Einarsdóttir og fjölskylda. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJÖRG BENEDIKTSDÓTTIR, Víðilundi 20, Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar laugardaginn 25. maí. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 7. júní kl. 13.30. Svala Haraldsdóttir, Kristján Skjóldal Haraldsson, Hafey Lúðvíksdóttir, Þorsteinn Skjóldal Haraldsson, Hjördís Guðmundsdóttir, Anna Kristín Haraldsdóttir, Gustav Hammer, ömmu- og langömmubörn. ✝ SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR fasteignasali, Winter Park, Flórída, lést fimmtudaginn 2. mars. Hún var jarðsungin frá Winter Park Presbyterian Church fimmtudaginn 9. mars. Jarðsett var í Palm Cemetery-kirkjugarðinum í Winter Park. Við þökkum öllum sem sendu blóm og þáðu veitingar á heimili Andreu laugardaginn 9. mars. Fyrir hönd fjölskyldu og vina, Andrea Baron, Elva Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.