Morgunblaðið - 01.06.2013, Síða 50

Morgunblaðið - 01.06.2013, Síða 50
50 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013 Ég á ennþá erfitt með að trúa því að Stebbi frændi sé farinn. Stebbi var minn eini föðurbróðir og mjög stríðinn og glettinn maður eins og tíðkast í þessari fjöl- skyldu. Hann var fljótur að titla sig sem uppáhaldsföðurbróður minn og fannst það alveg brilli- ant. Ég hló mikið að honum en í sannleika sagt þá var það aldrei nein spurning, hann var svo sannarlega uppáhaldsföðurbróð- ir minn og hefði ekki getað reynst mér betur um ævina. Minningarnar eru svo margar þar sem ég eyddi nú ófáum stundum hjá Stebba og Svönu. Stebbi átti alltaf áhugamál og þegar ég var yngri var veiðin í miklu uppáhaldi. Það var ósjald- an að hann sat og var að búa til flugur þegar við kíktum í heim- sókn. Ég var einmitt að safna síðu hári á þessum árum og ein- hvern veginn endaði það svo að það hurfu nokkur hár af hausn- um af mér þegar ég mætti á svæðið og hann var að búa til flugurnar sínar. Golfið tók svo við eftir það og það átti hug hans allan. Ég hafði gaman af því að hlusta á þá bræðurna í tölvunni þegar þeir voru að ræða golfið, þeir gerðu ekki annað en að stríða hvor öðr- um eins og tíðkast milli bræðra. Við spjölluðum líka alltaf regu- lega saman í gegnum Skype og Hedy dóttir mín hafði mikið gaman af því. Nú, þegar hún fór að missa tennurnar sínar, var hún alltaf spennt að hringja í Stebba frænda og sýna honum að það vantaði enn eina tönn. Hann var alltaf að sýna okkur snjóinn út um gluggann og alls- konar tröll og jólasveina yfir jólahátíðarnar Hedy til mikillar ánægju. Hedy brá mikið þegar ég færði henni fréttirnar og hún spurði mig af hverju. Því miður er aldrei til svar við þeirri spurn- ingu, lífið er leiðangur og leiðir okkar liggja saman um stund en svo komum við að krossgötum þar sem allt breytist og stundum tekur samleiðin enda. Ég vil skila kæru þakklæti til Baddý en hún hefur reynst Stefán Ó. Guðmundsson ✝ Stefán Ó. Guð-mundsson fæddist í Reykjavík 10. júní 1947. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 21. maí 2013. Útför Stefáns fór fram frá Fossvogs- kirkju 31. maí 2013. ömmu minni ómet- anlega vel í gegnum árin og á þessum erfiða tíma. Því miður komumst við ekki yfir hafið til að kveðja þig, elsku Stebbi, en við kveðjum þig í hug- anum og þökkum þér samfylgdina. Við söknum þín mikið. Hvíl í friði. Larissa Jónsdóttir og fjölskylda. Það var óvænt áfall að fregna að Stefán Ó. Guðmundsson, stjórnarmaður og vel metinn fé- lagi í golfklúbbnum Dalbúa í meira en áratug, væri fallinn frá. Stefán verður öllum þeim minn- isstæður, sem kynntust honum í eigin persónu. Hann var í senn kankvís og opinn, og einkar vandvirkur í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur fyrir klúbb- inn. Það var meðal árlegra vor- verka Stefáns fyrir klúbbinn að annast endurnýjun félagsskír- teina, sem hann gerði af miklum myndarskap og nákvæmni, og gætti þess að félagsskráin væri þannig ætíð í sem bestu lagi – og hann var nýbúinn að sinna þess- um verkefnum í ár þegar hann féll frá. Þá var undirbúningur aðalfunda klúbbsins í góðum höndum hjá Stefáni, og það var einstaklega gott að leita til hans með ýmis mál sem sneru að golf- inu og málefnum vallarins í Mið- dal við Laugarvatn. Það var alltaf stutt í glensið hjá Stefáni, og þrátt fyrir alvöru leiksins var léttleikinn ætíð í fyr- irrúmi þegar komið var út á golf- völl. Hann hafði sérstakt yndi af að reyna að túlka reglurnar keppinautunum í óhag, og oft var hlegið dátt að slíkum tilraun- um. Stefán var ljúfur og þægi- legur í öllum samskiptum, og traustur tengiliður klúbbsins við Rafiðnaðarsamband Íslands, eins helsta stuðningsaðila klúbbsins. Það gerðist oft í gegn- um árin að völlur Dalbúa í Mið- dal naut dugnaðar Stefáns og góðra sambanda þannig að fyrir tilstilli hans tókst að kosta ýmis verkefni, sem að öðrum kosti hefði dregist að framkvæma. Við fráfall Stefáns Ó. Guð- mundssonar á besta aldri hafa Dalbúar misst góðan félaga, vin og stuðningsmann, sem gott var að leita til í öllum málum. Hans verður sárt saknað. Þó er missir fjölskyldunnar mestur, og því sendir stjórn golfklúbbsins Dal- búa eftirlifandi eiginkonu, börn- um, barnabörnum og öllum ætt- ingjum innilegar samúðarkveðjur. Páll Ólafsson, formaður stjórnar golfklúbbsins Dalbúa. Ég kynntist Stefáni (Stebba) þegar ég hóf störf á rafmagns- verkstæði Ísal 1970. Stebbi var alltaf kátur og fór mikinn í orð- ræðunni. Nálgun hans og glettni varð stundum nokkuð grá og var áberandi alla tíð, en þeir sem þekktu hann vissu að þetta var hans aðferð til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og létu sér vel lynda, enda var Stefán traustur félagi og reynd- ist öllum vel. Það er ekki ólíklegt að hann hafi lært þetta orðfæri á sínum unglingsárum, en hann stundaði nokkuð sjómennsku með föður sínum sem var vél- stjóri. Guðmundur var einn af fjölmörgum sjómönnum, sem réðu sig í nýja álverið í Straums- vík þegar það tók til starfa og fylgdi Stefán föður sínum þang- að og starfaði fyrsta árið á véla- verkstæðinu, en flutti sig svo ár- ið 1970 yfir á rafmagnsverkstæði Ísal. Stefán tók sveinspróf í raf- virkjun 1969. Hjá Ísal var margskonar nýr tæknibúnaður, sem kallaði á aukna fagtengda menntun rafvirkjanna. Stefán var mikill áhugamaður um tölvu- tæknina og sótti mörg fagtengd námskeið til þess að ná betri tök- um á hinni nýju tækni. Við Stebbi störfuðum saman þau ár sem ég vann hjá Ísal og sáum um viðhald hins flókna kerþjónustubúnaðar í kerskál- unum, en leiðir okkar áttu eftir liggja saman allan starfsferil okkar beggja. Stebbi hóf fljótt afskipti af launamálum rafiðnað- armanna hjá álverinu og var kosinn öryggistrúnaðarmaður árið 1982 og trúnaðarmaður raf- virkjanna 1988. Við störfuðum þannig saman í allmörgum kjarasamningum, það var ákaf- lega gott að starfa með Stebba, hann sótti sér alltaf góða þekk- ingu á þeim hlutum sem hann fékkst við og hafði áberandi góða yfirsýn, sem er grundvallaratriði fyrir góða samningamenn. Við- semjendur okkar lærðu fljótt að það sem Stebbi setti fram stóðst alla skoðun og var mjög oft unn- ið af báðum aðilum út frá þeim gögnum sem Stebbi lagði fram. Stebbi vann á rafmagnsverk- stæði Ísal til 1. febrúar 2000, þá tók hann sér launalaust ársleyfi hjá Ísal og hóf störf á Fræðslu- skrifstofu rafiðnaðarins. Það kom fljótt í ljós að þetta starf átti vel við Stebba og hann fast- réð sig hjá samtökum rafiðnað- armanna og starfaði þar til ævi- loka. Ferill Stefáns var ákaflega farsæll, hann tók alla tíð mjög virkan þátt í stéttarbaráttunni var í stjórn Félags rafiðnaðar- nema og síðar virkur þátttak- andi í störfum Félags rafvirkja og Rafiðnaðarsambandsins. Stebbi var mikill golfáhugamað- ur og byggði upp starfsemi golf- klúbbs RSÍ og sá alltaf um Spennugolfmótin. Hann var ákafur Valsari og Arsenal-mað- ur og fylgdist vel með íþróttum. Stebbi var ákveðinn og fastur fyrir, nákvæmur og hafði sterka réttlætiskennd. Við rafiðnaðar- menn stöndum í mikilli þakkar- skuld við Stebba fyrir störf hans og ekki síður margskonar vinar- þel sem hann sýndi þegar hann tók upp á arma sér hagsmuni þeirra sem honum þótti á hallað. Ég flyt honum þakkir og kveðjur frá samtökum rafiðnaðarmanna og fjölskyldu minni og sendi Maríu móður hans, Svanhvíti og dætrum þeirra Maríu og Elísa- betu ásamt fjölskyldum innileg- ar samúðaróskir. Guðmundur Gunnarsson, fyrrv. form. FÍR og RSÍ. Það voru miklar sorgarfréttir að heyra það, að Stefán, félagi okkar og samstarfsmaður, væri látinn. Þetta sýnir okkur hve skammt er á milli lífs og dauða og að ekki er sjálfgefið að við tökum á móti nýjum degi. Við í prófnefnd sterkstraumsins ásamt Stefáni vorum í miðjum undirbúningi fyrir júnísveins- prófin og hann gegndi þar mik- ilvægu hlutverki, það skarð verður vandfyllt. Það eru um 13 ár síðan við kynntumst Stebba eins og hann var alltaf kallaður. Ég var þá formaður sveinspróf- snefndar og hann hafði þá verið ráðinn sem sterkstraums- fræðslufulltrúi hjá Fræðslu- skrifstofu rafiðnaðarins og jafn- framt starfsmaður sveinsprófs- nefndar. Þar fór maður þéttur á velli og það sem maður tók strax eftir í fari hans var að hann hafði mikinn húmor og var fljótur að sjá spaugilegri hliðar lífsins. Honum varð tíðrætt um áhuga- mál sín, sem voru golf og fót- bolti, en hann var Valsari og Gunnari alveg heill í gegn. Enn- fremur hafði hann gaman af pílu, sem hann spilaði mikið hér áður fyrr. Hann var af gamla skólan- um og vildi hafa reglu og skipu- lag á hlutunum og var gríðarlega nákvæmur í öllu sem hann gerði. Það þurfti ekki að hafa áhyggur af þeim verkefnum sem Stebbi tók að sér, þau voru unnin fljótt og vel. Við í prófnefnd sterkstr- aumsins eigum eftir að sakna Stebba og sendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur til ekkj- unnar, barna, tengdabarna og barnabarna um leið og við þökk- um Stefáni samfylgdina. F.h. Sveinsprófsnefndar raf- iðna sterkstraums, Sigurður Sigurðsson. „Góðan daginn, eru ekki allir hressir í dag? Ég er búinn að hita handa ykkur kaffi og vatn.“ Þessi notalegu orð mættu okkur á hverjum morgni þann tíma sem við unnum með Stefáni. Það var því sérkennilegt að mæta til vinnu eftir hvítasunnuna þar sem þú hafðir ekki haft á orði annað en að þú myndir mæta á þínum tíma. Stefán var alltaf mættur fyrstur á morgnana og sá til þess að vinnudagurinn byrjaði ávallt vel. Þú kenndir okkur að sjá jákvæðu og glettn- islegu hliðarnar á öllum málum. Þú varst alltaf til í að hvetja okk- ur áfram og minna okkur á að njóta lífsins. Þú áttir ávallt í fór- um þínum eitthvað gott til að gleðja magann og lundina, hvort sem það var með því að baka handa okkur vöfflur við hátíðleg tækifæri, koma með lakkrís eða súkkulaði með kaffinu að ógleymdri köku ársins á konu- daginn. Þú sást til þess að allir hlutir væru í lagi og hafðir ým- islegt gagnlegt við höndina eins og t.d. skóáburð, skæri, verkja- töflur, kerti, plástur að ógleymd- um víkingahjálminum og góðum ráðum á öllum sviðum. Þú áttir stóran þátt í því að skapa nota- legt andrúmsloft á okkar vinnu- stað, hvort sem það var gagnvart vinnufélögunum eða því fólki sem leitaði til okkar, þjónustu- lundin í fyrirrúmi. Aldrei var skortur á umræðuefnum þegar þú varst annars vegar og oft fjörlegar umræður um þau efni sem þér voru hugleikin, hvort sem það voru íþróttir, vinnan eða fjölskyldan. Stríðnin var heldur ekki langt undan og stundum fast skotið en allt í gamni gert. Það verður vandfundið að finna félaga eins og þig. Matar- og kaffitímar verða ekki samir en við munum halda áfram að baka vöfflur við hátíðleg tæki- færi og Arsenal-merkið mun eiga sinn stað á ísskápnum til að heiðra minningu þína. Við mun- um leggja okkur fram við að til- einka okkur mannbætandi lífs- sýn þína og viðhorf. Fjölskyldu Stefáns sendum við hugheilar samúðarkveðjur á erfiðri stundu, ekki hvað síst barnabörnum hans sem hafa misst einstakan afa. Kærar kveðjur, Hlín og Sigrún, vinnu- félagar á Stórhöfða 27. Í dag er jarðsettur samstarfs- maður til 13 ára. Stefán hóf störf hjá Fræðslu- skrifstofu rafiðnaðarins 1. febr- úar 2000, en hafði unnið í mörg ár þar á undan í Álverinu í Straumsvík. Stefán var mikill unnandi íþrótta, Valsmaður í húð og hár, spilaði þar handbolta á sínum yngri árum og var Arsenalmað- ur í ensku deildinni. Hann var mikill pílukastari og náði þeim árangri að vinna nokkur mót. Seinni árin átti þó golfið hug hans allan. Hann spilaði golf eins mikið og hann gat. Var í stjórn golfklúbbs Dalbúans og kom að starfinu hjá golfklúbbi Geysis. Hann var potturinn og pannan í Spennugolfi Rafiðnaðarsam- bandsins og hélt utan um það starf af miklum áhuga og festu. Stefán tók mikinn þátt í fé- lagsstörfum Rafiðnaðarsam- bandsins, sat í stjórn Mímis - sí- menntunar fyrir hönd ASÍ ásamt því að sitja mörg þing þeirra. Hann var einnig í kjör- stjórn RSÍ, vann mikið við fé- lagakerfi þeirra og reiknaði út launatöflur eftir samningalotur. Hjá Fræðsluskrifstofunni starfaði Stefán aðallega við ut- anumhald námssamninga og sveinsprófa fyrir raf-, rafvéla- og rafveituvirkja. Hann bar hag nemenda mjög fyrir brjósti og vann við að kynna World Skills (heimsmeistaramót iðnnema) ásamt því að koma á, ásamt fleir- um, Íslandsmeistaramóti iðn- nema þar sem hann sá um fyrstu mótin fyrir rafvirkja. Stefán fékk verðlaun fyrir fyrirmyndaverkefni á vegum Leonardo sem gekk út á nema- skipti við hin Norðurlöndin. Við Stefán störfuðum mjög náið saman öll þessi 13 ár, þar sem við deildum skrifstofu. Ekki minnist ég eins einasta rifrildis á öllum þessum árum þótt stund- um hafi hvesst aðeins en það sýnir hve mikill ljúflingur Stefán var. Hann mætti yfirleitt fyrstur manna um hálfáttaleytið og sá um að kaffi væri tilbúið á könn- unni þegar við hin mættum. Ég flyt Svanhvíti, Maríu, El- ísabetu og fjölskyldum þeirra mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Kær kveðja, Ísleifur Árni Jakobsson. Nú hefur Stefán Ólafur félagi okkar kvatt hið jarðneska líf. Stefán lét fátt fram hjá sér fara og fór sjálfur ekki framhjá nein- um. Mikill perónuleiki, sterkur og skemmtilegur karakter. Kímnigáfa hans var mikil og djúp en betra var að kynnast honum nokkuð til þess að átta sig á henni. Honum þótti gaman að „stuða“ fólk enda lá alltaf eitt- hvað skemmtilegt að baki. Ég kynntist Stefáni fyrst fyrir al- vöru árið 2004 þegar ég var í samninganefnd fyrir hönd starfsmanna ÍSAL. Þar var Stefán sem heil hagdeild enda hafsjór fróðleiks, það voru fáir sem þekktu kjarasamninginn jafn vel og hann enda hafði Stef- án unnið fjölmörg skjöl sem not- uð voru við hinar ýmsu pælingar sem nauðsynlegt var að leggjast í. Flóknir samningar kalla á að menn séu með á nótunum í öllum skúmaskotum, öll smáatriði skipta máli. Stefán sinnti félagsstörfum til fjölda ára, fyrst hjá ÍSAL en þar starfaði hann í rúma þrjá ára- tugi. Á sama tíma sinnti hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir rafiðnaðarmenn. Árið 2000 hóf hann störf á Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins þar sem hann sinnti meðal annars málefnum sterkstraums, sveinsprófi raf- virkja, rafveitu- og rafvéla- virkja. Stefán starfaði ekki ein- göngu fyrir Fræðsluskrifstofuna því hann leysti jafnframt fjöl- mörg mikilvæg verkefni fyrir Rafiðnaðarsamband Íslands. Golfíþróttin var Stefáni afar hugleikin allt til dauðadags, sá hann m.a. um Spennugolf RSÍ ásamt golfnefnd. Aðkoma hans að þessari vinnu hefur gert gæfumuninn og hefur hann stuðlað að því að Spennugolfið er eins vinsælt og raun ber vitni. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum góðan vin og fé- laga. Stefán var góður félagi, þó svo við höfum ekki alltaf verið sammála um alla hluti enda lá Stefán ekki á skoðunum sínum. Þannig félaga viljum við hafa í kringum okkur, sem segja okkur til þegar rangt er gefið. Kæri Stefán, ég vil þakka þér fyrir kynni okkar sem voru nokkuð löng og virkilega góð, að minnsta kosti fyrir mig. Ég hef lært gríðarlega margt af þér í gegnum tíðina og mun búa að því um ókomin ár. Ég vildi óska að við hefðum fengið fleiri ár til þess að takast á í góðu og miðla upplýsingum. Rafiðnaðarmenn eru þakklátir fyrir að hafa fengið að njóta samveru og starfskrafta Stefáns til fjölda ára. Fyrir hönd rafiðnaðarmanna sendi ég aðstandendum Stefáns, móður, eiginkonu, dætrum og fjölskyldum okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Hvíl í friði, kæri vinur. Kristján Þórður Snæbjarn- arson, formaður Rafiðn- aðarsambands Íslands. ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is útfararstjóri útfararþjónusta Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson Frímann Andrésson útfararþjónusta Jón Bjarnason útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir uðmundur Baldvinsson útfararþjónusta G Þorsteinn Elíasson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR ÓSKAR JÓNSSON, Bjarnastöðum, Hvítársíðu, andaðist í Brákarhlíð, hjúkrunar- og dvalar- heimilinu Borgarnesi, laugardaginn 25. maí. Útför hans fer fram frá Reykholtskirkju laugardaginn 8. júní kl. 11.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið, Langholtsvegi 43. Hrefna Halldórsdóttir, Jófríður Guðmundsdóttir, Davíð G. Sverrisson, Arndís Guðmundsdóttir, Sigurður R. Gunnarsson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Jóhannes Kristleifsson, börn og barnabörn. ✝ Af heilum hug þökkum við samhug, hlýjar hugsanir og virðingu, sem þið sýnið minning- unni um hana LÁRU okkar. Dísa, Valur, Eva, Bjarni Valur, Anna, Valdimar Helgi og systrabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.