Morgunblaðið - 01.06.2013, Page 51

Morgunblaðið - 01.06.2013, Page 51
MINNINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013 ✝ Ágúst Sæ-mundsson fæddist á Þorleifs- stöðum á Rangár- völlum 19. sept- ember 1923. Hann lést á Dvalarheim- ilinu Lundi á Hellu 19. maí 2013. Foreldrar hans voru Sæmundur Jónsson, f. 3. júlí 1884, d. 21. des. 1971, og Guðbjörg Sigurð- ardóttir, f. 27. júlí 1887, d. 1. okt. 1963. Bræður Ágústs: Sig- urþór Óskar, f. 25. okt. 1915, d. 21. des.1999, og Gunnar, f. 12. feb. 1931. Ágúst kvæntist 25. ágúst 1951 eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Jónu Haralds- dóttur, f. 21. okt. 1931. Börn þeirra eru: 1) Guðbjörg, f. 5. júlí 1951, maki Agnar Már Sigurðs- son, f. 7. sept. 1950. Börn þeirra maí 1985. 3) Elín, f. 20. nóv. 1957. Dóttir hennar og Sig- urjóns M. Egilssonar, f. 17. jan. 1954, er Hjördís Rut, f. 27. maí 1975, maki Óskar Finnbjörns- son, f. 24. okt. 1971. Börn þeirra eru Markús Ari, f. 2007, og Helga Birna, f. 2010. Sonur Óskars er Erlendur Þór, f. 1998. Synir hennar og Arnar Haukssonar, f. 3. feb. 1960, eru: Ari, f. 24. júlí 1982, maki Inga Dóra Magnúsdóttir, f. 4. mars 1985. Dóttir þeirra er Stella Björk, f. 2011. Egill, f. 6. jan. 1987, maki Hanna Katrín Finn- bogadóttir, f. 26. sept. 1989. Sonur þeirra er Haukur Páll, f. 2011. Ágúst ólst upp hjá foreldrum sínum á Þorleifsstöðum og vann þar við algeng sveitastörf, auk þess sem hann fór á vertíðir til Vestmannaeyja. Þá starfaði hann meðal annars hjá Skóg- rækt ríkisins á Tumastöðum í Fljótshlíð og Kaupfélaginu Þór á Hellu, en lengst af starfaði hann hjá Vegagerð ríkisins sem brúarsmiður víða um land. Útför Ágústs verður gerð frá Oddakirkju á Rangárvöllum í dag, 1. júní 2013, kl. 13. eru: Ágúst, f. 8. sept. 1973. Dætur hans og Ingu Guð- rúnar Gestsdóttur, f. 17. júlí 1970, eru Ástrós Ögn, f. 1999, og Sunna Dögg, f. 2002. Kári, f. 6. sept. 1978, maki Ivalo Lisa Nolsöe Kristiansen, f. 19. júní 1984. Helena María, f. 29. apríl 1980, maki Guðmundur Kristinn Ögmundsson, f. 13. maí 1980. Dætur þeirra eru: Kara Sóley, f. 2007, og Rakel Örk, f. 2009. 2) Haraldur, f. 23. júní 1952, maki Ingigerður Ólafs- dóttir, f. 4. des. 1954. Börn þeirra eru: María, f. 16. mars 1979, maki Sigurþór Einar Hall- dórsson, f. 16. feb. 1979. Dætur þeirra eru Auður, f. 2004, og Björk, f. 2008. Dóttir Sigurþórs er Unnur, f. 1993. Ólafur, f. 9. Elsku afi minn. Það er sárt að kveðja þig þó ég viti að þú sért hvíldinni feginn. Með margar hlýjar og góðar minningar í far- teskinu höldum við hin áfram lífsins veg. Nú kemstu hvert sem þú vilt léttur á fæti eins og þú varst alltaf. Getur farið upp til fjalla og notið náttúrunnar sem hefur alltaf verið þér svo nærri. Margt kemur upp í hugann þegar ég hugsa til þín. Minning- arnar úr brúarvinnunni og ferðalögin með þér og ömmu skipa sérstakan sess. Þrjú sum- ur fékk ég að fara með þér, í vikudvöl í brúarvinnuna, þar sem við áttum dýrmætar stund- ir saman. Þegar þú vannst við smíðarnar yfir ánni skottaðist ég í kringum konurnar í eldhús- inu eða annað samstarfsfólk og hitti þig svo í næsta matmáls- tíma. Að vinnudegi loknum fór- um við oftar en ekki í göngu- ferðir og skoðuðum það sem náttúran hafði upp á að bjóða áður en kominn var háttatími í græna vegavinnuskúrnum, þar sem kröftum var safnað fyrir næsta dag. Hugulsamur, stríðinn, traust- ur og hlýr hefur þú alltaf reynst mér svo vel. Takk fyrir allt, elsku afi minn, mér þykir svo vænt um þig. Ég veit það verður tekið vel á móti þér á nýjum stað. Þín Hjördís Rut. Gústi, eins og Ágúst Sæ- mundsson var jafnan kallaður af þeim sem hann þekktu, flutti með foreldrum sínum til Hellu árið 1944, „svona svolítið að nafninu til“ eins og hann sagði sjálfur, því vinnu sótti hann víða. Vann m.a. í nokkur ár hjá Skógræktinni á Tumastöðum í Fljótshlíð, þar sem hann kynnt- ist Aggí. Þau ákváðu búsetu á Hellu, – fegurð árinnar – , og tóku til við að byggja sitt fram- tíðarheimili, sem hlaut nafnið Vaðnes vegna nálægðar við hið gamla vað árinnar. Síðan vann hann í nokkur ár í pakkhúsinu og frystihúsinu hjá Kaupfélag- inu Þór, en hafnaði loks hjá Vegagerðinni þar sem hann vann aðallega við brúarsmíðar víða um landið í rúm 30 ár eða þar til hann hætti störfum sök- um aldurs. Upp í hugann kemur mynd; tvær stelpuhnátur á þriðja ári kjagandi út að brúnni sem þá er í smíðum yfir Ytri-Rangá. Nú skal heimsækja Gústa. Þar er- um við Ella dóttir hans á ferð. Nokkrum árum síðar liggur leiðin yfir þessa sömu brú á leið til Reykjavíkur. Gústi situr und- ir stýri, við Ella erum aftur í. Gústi notar tækifærið til að hvetja okkur til að kveðast á; Komdu nú að kveðast á … Gáf- una hafði Ella erft frá föður sín- um; ég er þeim óskyld. Hugur Gústa var farinn að hvarfla æ meir til æskustöðv- anna á Þorleifsstöðum. Þangað sem foreldrar hans höfðu flutt árið 1918, eftir þriggja ára bú- setu í Ölfusi, en árið 1944 brugðu þau búi og fluttu til Hellu. Þá tók bróðir hans, Sig- urþór, við jörðinni og bjó á henni þar til í Heklugosinu 1947 er jörðin fór í eyði. Í einni af mínum síðustu heimsóknum til Gústa meðan hann var enn í Vaðnesi, var líðandi stund farin að hverfa honum, en minningin um uppvaxtarárin á Þorleifs- stöðum kom af þess meiri fersk- leika. Hvernig bæirnir þarna uppfrá voru alltaf svolítið út úr en samgöngur öðruvísi þá; allt farið á hestum og allir flutning- ar að og frá á hestvagni. Þarna voru gamlar götur þó uppi í Króki væru meiri torfærur held- ur en þegar komið væri niður á Rangárvellina. Hann hafði gam- an af að umgangast skepnur en þjáðist af heymæði sem kom í veg möguleika til búskapar. Hann talaði um hellinn á Þor- leifsstöðum sem notaður var sem fjárhús og tók 80 ær að jötu en Sæmundur faðir hans setti jötur í þennan helli árið 1920, meðfram veggjum báðum meg- in. Hellirinn var meir en 40 fet og var talið gott að það væri rúmt fet fyrir rolluna, var þó þröngt. Þar sem við sátum við eldhúsborðið fór hann reiprenn- andi með tregablandið kvæði sem hann hafði ort um þennan sinn hjartfólgna stað: Inni í dalnum eyðibær æskuspor mín varpinn geymir. Æskuminning öldnum kær, á æskustöðvar hugann teymir. (Ágúst Sæmundsson) Þannig hljómar fyrsta erindið af fimm úr kvæði Gústa; Þor- leifsstaðir. Eftir að hafa setið smástund að spjalli spurði gamli maðurinn: „Þú hefur aldrei komið þarna uppeftir?“ Þegar sú er við fótskör hans sat kvað nei við, sagði hann: „Ég þarf að fara með þig einhvern tíma upp að Þorleifsstöðum.“ Sú ferð var aldrei farin en það er ég viss um að eigi ég þangað leið síðar mun Gústi leiða mig um grónar götur bernsku sinnar. Ingibjörg Ólafsdóttir. Ágúst Sæmundsson var einn af fastamönnunum í brúarvinnu- flokki Jónasar Gíslasonar um langt árabil. Kjarnamenn í flokknum voru karlar utan af landi, vanir til vinnu og góðir í því að bjarga sér við alls konar aðstæður. Þeir höfðu hver um sig sitt hlutverk, og allir sitt naglfasta sæti í matarskúrnum, og þurfti ekki að tala mikið þeg- ar gengið var til verka. Við bræður vorum svo lán- samir að fá að vera sumarstrák- ar í þessum flokki hver eftir annan í rúman aldarfjórðung og njóta leiðsagnar þessara manna. Þeir allir, Haukur Einars, Maggi Guðlaugs, Siggi Guðjóns, Einar á Fit, Héðinn, Gummi á Kvíhólma voru lykilmenn í flokknum hver með sinn sér- staka bakgrunn og reynsluheim og það var eins og þeir bæru ábyrgð á því að koma okkur til manns. Gústi var óþreytandi að segja ungum mönnum til, leiðbeina þeim í vinnubrögðum og verk- lagi. En líka að kjafta um aðra hluti, reyna að rækta með þeim brageyra, minna menn á hvað þeir hefðu það um margt gott núna og segja frá sínum aðstæð- um og uppvexti. Af þeim að- stæðum mótaðist róttæk afstaða Gústa til þjóðfélagsmála. Það var líka tími eftir vinnu, oftast var hægt að fá Gústa með í það sem þeir yngri voru að bralla til tilbreytingar, hann varðveitti betur með sér unglinginn en margur annar. Nú kveður Gústi síðastur úr þessum hópi, en Gústi var aldrei síðastur, hann var iðinn og kappsamur og dró ekki af sér, þegar verkstjórinn sagði jæja var hann fyrstur upp, tilbúinn að takast á við ný verkefni. Eitt af skemmtilegu verkun- um var þegar brúarvinnuflokk- urinn flutti, létt yfir öllum og hasar í loftinu, við förum ekki með að þessu sinni, en við sjáum Gústa fyrir okkur drífa sig að gera klárt svo hægt sé að leggja upp í ferðalagið, nýr staður, ný á, ný brú. Synir hans Jónasar, Gísli, Leifur, Ívar og Flosi. Ágúst Sæmundsson Vinskapur okkar Lísu hófst þegar fjölskyldurnar byggðu sömu raðhúsalengju í Hvassaleitinu í kringum 1960. Gunnari heitnum, manni hennar, höfðum við Tómas kynnst á menntaskólaárunum á Akureyri. Við sem byggðum í Hvassleitinu vorum á svipuðum aldri og hver með sinn barnahóp. Hópur Lísu og Gunnars var stærstur, 7 börn, sex drengir og stúlka. Lísa var glaðlynd kona en tókst af æðru- leysi á við áföll í lífinu svo sem sonarmissi. Það voru ófáar ferð- irnar á milli okkar vinkvennanna í númer 83 og 79 til að fá kaffi eða brosa framan í sólina – þá gjarn- an með eitthvað á prjónum til að nýta tímann. Við hjálpuðumst gjarnan að við kransakökubakstur og fleira þegar mikið lá við. Lísa sinnti barnahópnum sínum vel, meðal annars meðan hún straujaði gat hún hlýtt þeim yfir skólalærdóm- inn – konur þurftu að vera út- sjónarsamar þegar mannmargt var í heimili. Þegar barnabörnin komu til sýndi hún þeim sama áhuga og væntumþykju og nutu börn nágrannanna og vinafólks þess líka. Lísa hafði frá barnæsku gam- an af hestum og ræddi gjarnan m.a. um ferð sem hún fór sem telpa frá Svarfaðardal um Helj- ardalsheiði í Hjaltadal með hesta að sækja eldri systkini sín. Lovísa Hafberg Björnsson ✝ Lovísa HafbergBjörnsson fæddist á Akureyri 27. febrúar 1925. Hún lést á hjúkr- unar- og dval- arheimilinu Grund 21. maí 2013. Útför Lovísu fór fram frá Áskirkju 31. maí 2013. Þegar árin færð- ust yfir og við flutt- um úr Hvassaleitinu héldum við vin- skapnum og hitt- umst reglulega, meðal annars áttum við um tíma leikhús- miða saman með Gunnari og Heddu. Þá tókum við upp á því að borða saman vikulega þegar við konurnar í hópnum tókumst á við krabbamein og nutum við þannig vináttu og samfélags á erfiðum tímum. Þessi samgangur og sam- vinna hélst meðan kraftar entust. Eftir að Lísa og Gunnar komu sér upp sumarbústað í Biskups- tungunum seint á áttunda ára- tugnum voru þau ólöt við að bjóða vinum sínum heim og nutum við hjónin góðs af því og einnig okkar vinir erlendis frá sem gjarnan var líka boðið til þeirra. Lísa hafði yndi af ræktun og sá þess merki í sumarbústaðarlandinu. Búinn var til kartöflugarður og gerðar ýmsar tilraunir með rækt- unina þar. Hluti garðsins var fyr- ir eins konar „kartöfluvinafélag“ sem við Tómas vorum í ásamt Gunnari heitnum Biering og þeim hjónum Lísu og Gunnari. Þetta áhugamál eldri áranna ent- ist næstum allt árið. Eftir áramót þurfti að ræða útsæðið. Þegar sett var niður var skrifað skil- merkilega hvaða kartöfluafbrigði var á hvaða stað. Síðan þurfti að ræða um og skrifa niður hvernig uppskeran var og hvernig kart- öflurnar brögðuðust þegar þær voru fluttar í bæinn eftir hend- inni fram á vetur og síðan hvað ætti að gera næsta ár. Þetta var ánægjulegur og skemmtilegur tími. Lísa var glæsileg kona með stórt hjarta og átti fallegt bros sem hún varðveitti fram á síðustu daga. Við Tómas og fjölskyldan öll sendum börnum Lísu og fjöl- skyldum þeirra innilegar samúð- arkveðjur. Anna Jóhannesdóttir. Við kynntumst Lovísu eða Lísu eins og hún var alltaf kölluð árið 1975 þegar við fluttum í rað- hús í Hvassaleiti við hliðina á henni og Gunnari. Lísa og Gunn- ar áttu sjö börn, þau elstu voru í mennta- eða framhaldsskólum þegar við fluttum en yngstu strákarnir voru í grunnskóla. Á nútímamælikvarða voru stórar fjölskyldur í öllum raðhúsunum. Mikill vinskapur var á milli íbúa í raðhúsunum í þessari götu. Íbú- arnir voru allir frumbyggjar í hverfinu og byggðu á sama tíma. Auk þess voru þau sem byggðu flest skólasystkin úr Menntaskól- anum á Akureyri. Okkur fannst það dálítið sérstakt þegar við keyptum húsið af Kristveigu Björnsdóttur, ekkju Jóhanns Finnssonar sem var einn skóla- bræðranna. Hvað Kristveigu var mikið í mun að selja fólki sem kæmi vel saman við nágranna hennar. Það var eins og það væri meira atriði en að fá gott verð fyrir húsið. Þá vissum við að við vorum að flytja í einstakt og sam- heldið samfélag. Á gamlárskvöld var farið á milli húsa og heilsað uppá nágranna og það gat verið mikið fjör. Margir voru músík- alskir og spiluðu á píanó undir söng. Það var flygill hjá Önnu og Tómasi og einnig hjá Víkingi og Bebbý. Flestar fjölskyldurnar voru barnmargar og mæðurnar heimavinnandi með sína stóru barnahópa. Þær voru allar mjög myndarlegar húsmæður og ósparar á ráðleggingar til okkar sem yngri og óreyndari vorum. Þau voru miklir búmenn Lísa og Gunnar. Þau veiddu lax, silung og skutu gæsir og rjúpu. Lísa kallaði okkur unga fólkið (við vorum tuttugu árum yngri) og sýndi okkur mikla umhyggju. Hún var fljót að bjóða yngstu syni sína Halldór og Tóta sem barnfóstrur á kvöldin eða hafa milligöngu um barnapössun. Einu sinni vorum við þeim samtíða á Kanaríeyjum og þá vildu þau endilega að við kæmum með þeim út að borða og buðu Tóta og Halla sem barn- fóstrur sem við þáðum að sjálf- sögðu. Lísa var einstaklega geðgóð manneskja sem öllum líkaði vel við, hún var lífið og sálin í göt- unni. Við söknuðum þeirra og Önnu og Tómasar mikið þegar þau ákváðu að minnka við sig og flytja. Síðasta minningin um samveru með þeim hjónum Gunnari og Lísu var í dýrlegri veislu hjá Önnu og Tómasi ásamt öðrum góðum grönnum, þeim Jóni Þorsteinssyni, Lovísu og Gunnu Dóru. Þá elduðu barna- börn Önnu og Tómasar, þær Anna og Þórdís, argentínska nautasteik fyrir okkur. Að leiðarlokum minnumst við Lísu og Gunnars með hlýju og virðingu, þau voru góðir grannar. Margrét H. Sæmundsdóttir og Þorkell Erlingsson. Elsku amma. Við fengum óskemmtilegt sím- tal frá móður okkar þar sem hún tilkynnti okkur um andlát þitt. Okkur var brugðið við þessar fréttir því maður vill alltaf halda í þá von að kallið komi ekki strax. Um leið og við kvöddum mömmu flugu ótal margar minningar um kollinn á okkur. Helst ber að nefna þær yndislegu stundir sem við áttum heima hjá ykkur afa um jólin, dýrmætur tími þar sem fjöl- skyldan kom saman, borðaði, spil- aði og borðaði meira. Þú stóðst þig eins og hetja við að halda þessi boð og þegar það barst fyrst í tal að þú ætlaðir að hætta þessari hefð fannst flestum það léleg hugmynd þannig að þú hélst áfram. En tím- arnir breytast og við eldumst og jólaboðin góðu heyrðu sögunni til. Margrét Guðbjörnsdóttir ✝ Margrét Guð-björnsdóttir fæddist í Bjarn- arnesi, Kald- rananeshr., Strand., 30. apríl 1928. Hún lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Höfða á Akranesi 15. maí 2013. Útför Margrétar fór fram frá Akra- neskirkju 22. maí 2013. Við söknum þeirra enn og munum alltaf gera en minningarn- ar varðveitum við um ókomna tíð. Einnig áttum við yndislega tíma um áramótin heima hjá mömmu og pabba, óendanlega skemmtilegur tími þar sem mikið var hlegið og haft gaman og skipst á skoðunum með ára- mótaskaupið, gott eða lélegt og skoðanirnar voru jafnmargar og við vorum mörg. Þú vildir okkur barnabörnun- um allt það besta og varst stolt af okkur. Til að mynda gafst þú þeim sem kláruðu framhaldsskóla stúd- entshúfuna þegar þeim áfanga var náð og var mikil pressa á þá sem ekki kláruðu það. Það er mikið af minningum sem fer í gegnum koll- inn núna og þær varðveitum við um ókomna tíð. En elsku amma, nú er kallið komið og þú ferð á annan stað, stað þar sem elsku pabbi tekur vel á móti þér. Þið hugið vel að hvort öðru og verðið glöð að hittast aft- ur. Biðjum að heilsa að sinni, elsku amma, skilaðu kveðju til pabba og við sjáumst seinna. Bjarni Ingi, Guðrún Hallfríður og Elinborg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.